Feikileg pressa á tökustað 27. ágúst 2012 00:01 Baltasar Kormákur Tökum á Hollywood-hasarmynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, lýkur í byrjun september en þær hófust í júníbyrjun. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við erum á áætlun og það lítur út fyrir að við klárum þetta á réttum tíma. Það virðast allir vera sáttir við efnið en svo kemur þetta allt í ljós," segir Baltasar, sem var staddur í Nýju-Mexíkó þegar Fréttablaðið ræddi við hann. 2 Guns er tvisvar til þrisvar sinnum dýrari en síðasta mynd Baltasars, hin vinsæla Contraband. Heildarpakkinn hljóðar upp á rúmlega tíu milljarða króna. Leikstjórinn viðurkennir að það sé mjög mikil pressan á sér að skila af sér góðu verki og halda áætlun. „Þegar við erum komin með svona stórar myndir er feikileg pressa." Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington og Mark Wahlberg leika aðalhlutverkin í 2 Guns og með smærri hlutverk fara þekktir leikarar á borð við Bill Paxton, James Marsden, Edward James Olmos, Fred Ward og Paulu Patton. Hvernig er að vinna með stjörnum eins og Denzel Washington? „Það er bara meiri háttar. Þetta eru ekki auðveldir karlar, eins og hann til dæmis. En hann er frábær leikari og það er frábært að vinna með honum. Það er mjög fín samstaða á milli okkar og við náum mjög vel saman. En þetta fólk gerir miklar kröfur og er fylgið sér eins og aðrir líka," greinir hann frá. „Mark þekki ég vel. Ég er búinn að vinna með honum áður og það er gott samband á milli okkar." Á venjulegum tökudegi vaknar Baltasar um hálfsjö. Aðstoðarmaður keyrir hann á tökustað en í millitíðinni eiga þeir mikilvægt stopp á Starbucks. „Svo er ég meira og minna að hamast í þessu í tólf tíma þangað til birtan fer á milli sjö og átta. Svo er bara farið heim og fengið sér kvöldmat og yfirleitt er maður búinn á því." Frumsýning er áætluð 16. ágúst á næsta ári. Eftir að tökum á 2 Guns lýkur snýr Baltasar sér að annarri mynd, Djúpinu, og kynnir hana á kvikmyndahátíðinni í Toronto um miðjan september. Myndin verður frumsýnd hér heima 21. september þar sem leikstjórinn verður viðstaddur. Eftir það flýgur hann til Los Angeles og vinnur við klippingu 2 Guns. „Ég er rosalega ánægður með þá mynd," segir hann um Djúpið. „Þetta er mynd sem ég er hvað stoltastur af að hafa gert." freyr@frettabladid.is Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Tökum á Hollywood-hasarmynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, lýkur í byrjun september en þær hófust í júníbyrjun. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við erum á áætlun og það lítur út fyrir að við klárum þetta á réttum tíma. Það virðast allir vera sáttir við efnið en svo kemur þetta allt í ljós," segir Baltasar, sem var staddur í Nýju-Mexíkó þegar Fréttablaðið ræddi við hann. 2 Guns er tvisvar til þrisvar sinnum dýrari en síðasta mynd Baltasars, hin vinsæla Contraband. Heildarpakkinn hljóðar upp á rúmlega tíu milljarða króna. Leikstjórinn viðurkennir að það sé mjög mikil pressan á sér að skila af sér góðu verki og halda áætlun. „Þegar við erum komin með svona stórar myndir er feikileg pressa." Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington og Mark Wahlberg leika aðalhlutverkin í 2 Guns og með smærri hlutverk fara þekktir leikarar á borð við Bill Paxton, James Marsden, Edward James Olmos, Fred Ward og Paulu Patton. Hvernig er að vinna með stjörnum eins og Denzel Washington? „Það er bara meiri háttar. Þetta eru ekki auðveldir karlar, eins og hann til dæmis. En hann er frábær leikari og það er frábært að vinna með honum. Það er mjög fín samstaða á milli okkar og við náum mjög vel saman. En þetta fólk gerir miklar kröfur og er fylgið sér eins og aðrir líka," greinir hann frá. „Mark þekki ég vel. Ég er búinn að vinna með honum áður og það er gott samband á milli okkar." Á venjulegum tökudegi vaknar Baltasar um hálfsjö. Aðstoðarmaður keyrir hann á tökustað en í millitíðinni eiga þeir mikilvægt stopp á Starbucks. „Svo er ég meira og minna að hamast í þessu í tólf tíma þangað til birtan fer á milli sjö og átta. Svo er bara farið heim og fengið sér kvöldmat og yfirleitt er maður búinn á því." Frumsýning er áætluð 16. ágúst á næsta ári. Eftir að tökum á 2 Guns lýkur snýr Baltasar sér að annarri mynd, Djúpinu, og kynnir hana á kvikmyndahátíðinni í Toronto um miðjan september. Myndin verður frumsýnd hér heima 21. september þar sem leikstjórinn verður viðstaddur. Eftir það flýgur hann til Los Angeles og vinnur við klippingu 2 Guns. „Ég er rosalega ánægður með þá mynd," segir hann um Djúpið. „Þetta er mynd sem ég er hvað stoltastur af að hafa gert." freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“