Feikileg pressa á tökustað 27. ágúst 2012 00:01 Baltasar Kormákur Tökum á Hollywood-hasarmynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, lýkur í byrjun september en þær hófust í júníbyrjun. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við erum á áætlun og það lítur út fyrir að við klárum þetta á réttum tíma. Það virðast allir vera sáttir við efnið en svo kemur þetta allt í ljós," segir Baltasar, sem var staddur í Nýju-Mexíkó þegar Fréttablaðið ræddi við hann. 2 Guns er tvisvar til þrisvar sinnum dýrari en síðasta mynd Baltasars, hin vinsæla Contraband. Heildarpakkinn hljóðar upp á rúmlega tíu milljarða króna. Leikstjórinn viðurkennir að það sé mjög mikil pressan á sér að skila af sér góðu verki og halda áætlun. „Þegar við erum komin með svona stórar myndir er feikileg pressa." Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington og Mark Wahlberg leika aðalhlutverkin í 2 Guns og með smærri hlutverk fara þekktir leikarar á borð við Bill Paxton, James Marsden, Edward James Olmos, Fred Ward og Paulu Patton. Hvernig er að vinna með stjörnum eins og Denzel Washington? „Það er bara meiri háttar. Þetta eru ekki auðveldir karlar, eins og hann til dæmis. En hann er frábær leikari og það er frábært að vinna með honum. Það er mjög fín samstaða á milli okkar og við náum mjög vel saman. En þetta fólk gerir miklar kröfur og er fylgið sér eins og aðrir líka," greinir hann frá. „Mark þekki ég vel. Ég er búinn að vinna með honum áður og það er gott samband á milli okkar." Á venjulegum tökudegi vaknar Baltasar um hálfsjö. Aðstoðarmaður keyrir hann á tökustað en í millitíðinni eiga þeir mikilvægt stopp á Starbucks. „Svo er ég meira og minna að hamast í þessu í tólf tíma þangað til birtan fer á milli sjö og átta. Svo er bara farið heim og fengið sér kvöldmat og yfirleitt er maður búinn á því." Frumsýning er áætluð 16. ágúst á næsta ári. Eftir að tökum á 2 Guns lýkur snýr Baltasar sér að annarri mynd, Djúpinu, og kynnir hana á kvikmyndahátíðinni í Toronto um miðjan september. Myndin verður frumsýnd hér heima 21. september þar sem leikstjórinn verður viðstaddur. Eftir það flýgur hann til Los Angeles og vinnur við klippingu 2 Guns. „Ég er rosalega ánægður með þá mynd," segir hann um Djúpið. „Þetta er mynd sem ég er hvað stoltastur af að hafa gert." freyr@frettabladid.is Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Tökum á Hollywood-hasarmynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, lýkur í byrjun september en þær hófust í júníbyrjun. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við erum á áætlun og það lítur út fyrir að við klárum þetta á réttum tíma. Það virðast allir vera sáttir við efnið en svo kemur þetta allt í ljós," segir Baltasar, sem var staddur í Nýju-Mexíkó þegar Fréttablaðið ræddi við hann. 2 Guns er tvisvar til þrisvar sinnum dýrari en síðasta mynd Baltasars, hin vinsæla Contraband. Heildarpakkinn hljóðar upp á rúmlega tíu milljarða króna. Leikstjórinn viðurkennir að það sé mjög mikil pressan á sér að skila af sér góðu verki og halda áætlun. „Þegar við erum komin með svona stórar myndir er feikileg pressa." Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington og Mark Wahlberg leika aðalhlutverkin í 2 Guns og með smærri hlutverk fara þekktir leikarar á borð við Bill Paxton, James Marsden, Edward James Olmos, Fred Ward og Paulu Patton. Hvernig er að vinna með stjörnum eins og Denzel Washington? „Það er bara meiri háttar. Þetta eru ekki auðveldir karlar, eins og hann til dæmis. En hann er frábær leikari og það er frábært að vinna með honum. Það er mjög fín samstaða á milli okkar og við náum mjög vel saman. En þetta fólk gerir miklar kröfur og er fylgið sér eins og aðrir líka," greinir hann frá. „Mark þekki ég vel. Ég er búinn að vinna með honum áður og það er gott samband á milli okkar." Á venjulegum tökudegi vaknar Baltasar um hálfsjö. Aðstoðarmaður keyrir hann á tökustað en í millitíðinni eiga þeir mikilvægt stopp á Starbucks. „Svo er ég meira og minna að hamast í þessu í tólf tíma þangað til birtan fer á milli sjö og átta. Svo er bara farið heim og fengið sér kvöldmat og yfirleitt er maður búinn á því." Frumsýning er áætluð 16. ágúst á næsta ári. Eftir að tökum á 2 Guns lýkur snýr Baltasar sér að annarri mynd, Djúpinu, og kynnir hana á kvikmyndahátíðinni í Toronto um miðjan september. Myndin verður frumsýnd hér heima 21. september þar sem leikstjórinn verður viðstaddur. Eftir það flýgur hann til Los Angeles og vinnur við klippingu 2 Guns. „Ég er rosalega ánægður með þá mynd," segir hann um Djúpið. „Þetta er mynd sem ég er hvað stoltastur af að hafa gert." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira