Geimfarar sváfu undir berum himni í vikurdyngjum Öskju Kristján Már Unnarsson skrifar 27. ágúst 2012 13:00 Leiðangursbúðir NASA í Drekagili í júlí 1967. Mynd/Sverrir Pálsson. Bandarísku geimfararnir sem æfðu á Íslandi sumarið 1967 fyrir tunglferðirnar völdu flestir að sofa undir berum himni í Öskju fremur en í tjöldum. „Það var afskaplega gott veður, hlýtt og lygnt," segir Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um aðstæður þessa júlídaga inni á hálendi Íslands fyrir 45 árum í gróðurauðninni norðan Vatnajökuls. Tjaldbúðum var komið upp í Drekagili í Öskju, þar sem nú eru skálar Ferðafélags Akureyrar, en þeir eru í 780 metra hæð yfir sjávarmáli. „Þeir gistu fæstir í tjöldum. Flestir völdu að sofa úti og hafa himininn sem sæng," segir Sverrir þegar hann rifjar upp þessa daga í tilefni af fráfalli Neil Armstrongs.Tjald NASA-manna í vikrinum í Öskju 1967. Þegar leið á dvölina voru þeir fegnir að hafa skjólflíkur.Mynd/Sverrir Pálsson.„Þeir fundu sér vikurdyngjur þarna uppi í hlíðunum sem þeir lögðust í. Þar háttuðu þeir sig oní svefnpokana og lögðu fötin við hliðina. Þarna eru þykkir vikurskaflar. Gulur vikur sem kom upp í Öskjugosinu mikla árið 1875." -Var Neil Armstrong meðal þeirra sem sváfu þannig undir berum himni? „Mér er nær að halda að svo hafi verið. Þegar leið á dvölina voru þeir þó fegnir að hafa skjólflíkur." Íslensku blaðamennirnir sváfu hins vegar í tjöldum. „Við vorum fjórir saman í tjaldi, mig minnir að þeir Árni Gunnarsson, Kristmann Eiðsson og Óli Tynes hafi verið með mér í tjaldinu." Tengdar fréttir Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15 Armstrong var foringinn í Öskju Íslenskur fréttamaður, sem fyrir 45 árum fylgdist með Neil Armstrong æfa sig í Öskju fyrir tunglferðina, segir að þótt hann hafi verið hógvær og lítillátur hafi hann verið foringinn í hópnum. Bandarísku geimfararnir skelltu sér meðal annars á sveitaball í Mývatnssveit. Landslagið í Öskju þótti nægilega framandi og ógnvekjandi til að þjálfa geimfarana andlega undir tunglgöngu og kannski hjálpaði það Neil Armstrong að hafa setið á brún Vítis tveimur árum fyrr þegar honum tókst með snarræði á síðustu stundu að afstýra tunglferjunni frá því að lenda oní álíka gíg á tunglinu. 26. ágúst 2012 19:15 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Bandarísku geimfararnir sem æfðu á Íslandi sumarið 1967 fyrir tunglferðirnar völdu flestir að sofa undir berum himni í Öskju fremur en í tjöldum. „Það var afskaplega gott veður, hlýtt og lygnt," segir Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um aðstæður þessa júlídaga inni á hálendi Íslands fyrir 45 árum í gróðurauðninni norðan Vatnajökuls. Tjaldbúðum var komið upp í Drekagili í Öskju, þar sem nú eru skálar Ferðafélags Akureyrar, en þeir eru í 780 metra hæð yfir sjávarmáli. „Þeir gistu fæstir í tjöldum. Flestir völdu að sofa úti og hafa himininn sem sæng," segir Sverrir þegar hann rifjar upp þessa daga í tilefni af fráfalli Neil Armstrongs.Tjald NASA-manna í vikrinum í Öskju 1967. Þegar leið á dvölina voru þeir fegnir að hafa skjólflíkur.Mynd/Sverrir Pálsson.„Þeir fundu sér vikurdyngjur þarna uppi í hlíðunum sem þeir lögðust í. Þar háttuðu þeir sig oní svefnpokana og lögðu fötin við hliðina. Þarna eru þykkir vikurskaflar. Gulur vikur sem kom upp í Öskjugosinu mikla árið 1875." -Var Neil Armstrong meðal þeirra sem sváfu þannig undir berum himni? „Mér er nær að halda að svo hafi verið. Þegar leið á dvölina voru þeir þó fegnir að hafa skjólflíkur." Íslensku blaðamennirnir sváfu hins vegar í tjöldum. „Við vorum fjórir saman í tjaldi, mig minnir að þeir Árni Gunnarsson, Kristmann Eiðsson og Óli Tynes hafi verið með mér í tjaldinu."
Tengdar fréttir Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15 Armstrong var foringinn í Öskju Íslenskur fréttamaður, sem fyrir 45 árum fylgdist með Neil Armstrong æfa sig í Öskju fyrir tunglferðina, segir að þótt hann hafi verið hógvær og lítillátur hafi hann verið foringinn í hópnum. Bandarísku geimfararnir skelltu sér meðal annars á sveitaball í Mývatnssveit. Landslagið í Öskju þótti nægilega framandi og ógnvekjandi til að þjálfa geimfarana andlega undir tunglgöngu og kannski hjálpaði það Neil Armstrong að hafa setið á brún Vítis tveimur árum fyrr þegar honum tókst með snarræði á síðustu stundu að afstýra tunglferjunni frá því að lenda oní álíka gíg á tunglinu. 26. ágúst 2012 19:15 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15
Armstrong var foringinn í Öskju Íslenskur fréttamaður, sem fyrir 45 árum fylgdist með Neil Armstrong æfa sig í Öskju fyrir tunglferðina, segir að þótt hann hafi verið hógvær og lítillátur hafi hann verið foringinn í hópnum. Bandarísku geimfararnir skelltu sér meðal annars á sveitaball í Mývatnssveit. Landslagið í Öskju þótti nægilega framandi og ógnvekjandi til að þjálfa geimfarana andlega undir tunglgöngu og kannski hjálpaði það Neil Armstrong að hafa setið á brún Vítis tveimur árum fyrr þegar honum tókst með snarræði á síðustu stundu að afstýra tunglferjunni frá því að lenda oní álíka gíg á tunglinu. 26. ágúst 2012 19:15
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent