Geimfarar sváfu undir berum himni í vikurdyngjum Öskju Kristján Már Unnarsson skrifar 27. ágúst 2012 13:00 Leiðangursbúðir NASA í Drekagili í júlí 1967. Mynd/Sverrir Pálsson. Bandarísku geimfararnir sem æfðu á Íslandi sumarið 1967 fyrir tunglferðirnar völdu flestir að sofa undir berum himni í Öskju fremur en í tjöldum. „Það var afskaplega gott veður, hlýtt og lygnt," segir Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um aðstæður þessa júlídaga inni á hálendi Íslands fyrir 45 árum í gróðurauðninni norðan Vatnajökuls. Tjaldbúðum var komið upp í Drekagili í Öskju, þar sem nú eru skálar Ferðafélags Akureyrar, en þeir eru í 780 metra hæð yfir sjávarmáli. „Þeir gistu fæstir í tjöldum. Flestir völdu að sofa úti og hafa himininn sem sæng," segir Sverrir þegar hann rifjar upp þessa daga í tilefni af fráfalli Neil Armstrongs.Tjald NASA-manna í vikrinum í Öskju 1967. Þegar leið á dvölina voru þeir fegnir að hafa skjólflíkur.Mynd/Sverrir Pálsson.„Þeir fundu sér vikurdyngjur þarna uppi í hlíðunum sem þeir lögðust í. Þar háttuðu þeir sig oní svefnpokana og lögðu fötin við hliðina. Þarna eru þykkir vikurskaflar. Gulur vikur sem kom upp í Öskjugosinu mikla árið 1875." -Var Neil Armstrong meðal þeirra sem sváfu þannig undir berum himni? „Mér er nær að halda að svo hafi verið. Þegar leið á dvölina voru þeir þó fegnir að hafa skjólflíkur." Íslensku blaðamennirnir sváfu hins vegar í tjöldum. „Við vorum fjórir saman í tjaldi, mig minnir að þeir Árni Gunnarsson, Kristmann Eiðsson og Óli Tynes hafi verið með mér í tjaldinu." Tengdar fréttir Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15 Armstrong var foringinn í Öskju Íslenskur fréttamaður, sem fyrir 45 árum fylgdist með Neil Armstrong æfa sig í Öskju fyrir tunglferðina, segir að þótt hann hafi verið hógvær og lítillátur hafi hann verið foringinn í hópnum. Bandarísku geimfararnir skelltu sér meðal annars á sveitaball í Mývatnssveit. Landslagið í Öskju þótti nægilega framandi og ógnvekjandi til að þjálfa geimfarana andlega undir tunglgöngu og kannski hjálpaði það Neil Armstrong að hafa setið á brún Vítis tveimur árum fyrr þegar honum tókst með snarræði á síðustu stundu að afstýra tunglferjunni frá því að lenda oní álíka gíg á tunglinu. 26. ágúst 2012 19:15 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Bandarísku geimfararnir sem æfðu á Íslandi sumarið 1967 fyrir tunglferðirnar völdu flestir að sofa undir berum himni í Öskju fremur en í tjöldum. „Það var afskaplega gott veður, hlýtt og lygnt," segir Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um aðstæður þessa júlídaga inni á hálendi Íslands fyrir 45 árum í gróðurauðninni norðan Vatnajökuls. Tjaldbúðum var komið upp í Drekagili í Öskju, þar sem nú eru skálar Ferðafélags Akureyrar, en þeir eru í 780 metra hæð yfir sjávarmáli. „Þeir gistu fæstir í tjöldum. Flestir völdu að sofa úti og hafa himininn sem sæng," segir Sverrir þegar hann rifjar upp þessa daga í tilefni af fráfalli Neil Armstrongs.Tjald NASA-manna í vikrinum í Öskju 1967. Þegar leið á dvölina voru þeir fegnir að hafa skjólflíkur.Mynd/Sverrir Pálsson.„Þeir fundu sér vikurdyngjur þarna uppi í hlíðunum sem þeir lögðust í. Þar háttuðu þeir sig oní svefnpokana og lögðu fötin við hliðina. Þarna eru þykkir vikurskaflar. Gulur vikur sem kom upp í Öskjugosinu mikla árið 1875." -Var Neil Armstrong meðal þeirra sem sváfu þannig undir berum himni? „Mér er nær að halda að svo hafi verið. Þegar leið á dvölina voru þeir þó fegnir að hafa skjólflíkur." Íslensku blaðamennirnir sváfu hins vegar í tjöldum. „Við vorum fjórir saman í tjaldi, mig minnir að þeir Árni Gunnarsson, Kristmann Eiðsson og Óli Tynes hafi verið með mér í tjaldinu."
Tengdar fréttir Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15 Armstrong var foringinn í Öskju Íslenskur fréttamaður, sem fyrir 45 árum fylgdist með Neil Armstrong æfa sig í Öskju fyrir tunglferðina, segir að þótt hann hafi verið hógvær og lítillátur hafi hann verið foringinn í hópnum. Bandarísku geimfararnir skelltu sér meðal annars á sveitaball í Mývatnssveit. Landslagið í Öskju þótti nægilega framandi og ógnvekjandi til að þjálfa geimfarana andlega undir tunglgöngu og kannski hjálpaði það Neil Armstrong að hafa setið á brún Vítis tveimur árum fyrr þegar honum tókst með snarræði á síðustu stundu að afstýra tunglferjunni frá því að lenda oní álíka gíg á tunglinu. 26. ágúst 2012 19:15 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15
Armstrong var foringinn í Öskju Íslenskur fréttamaður, sem fyrir 45 árum fylgdist með Neil Armstrong æfa sig í Öskju fyrir tunglferðina, segir að þótt hann hafi verið hógvær og lítillátur hafi hann verið foringinn í hópnum. Bandarísku geimfararnir skelltu sér meðal annars á sveitaball í Mývatnssveit. Landslagið í Öskju þótti nægilega framandi og ógnvekjandi til að þjálfa geimfarana andlega undir tunglgöngu og kannski hjálpaði það Neil Armstrong að hafa setið á brún Vítis tveimur árum fyrr þegar honum tókst með snarræði á síðustu stundu að afstýra tunglferjunni frá því að lenda oní álíka gíg á tunglinu. 26. ágúst 2012 19:15