Kona um sextugt sagði Tinnu Rós að skjóta sig í höfuðið 27. ágúst 2012 22:00 Tinna Rós kann víst að skipta um ljósaperur. Mynd / Facebooksíða Tinnu Rósar „Svo sannarlega og ég hef fengið að kynnast því," svarar Tinna Rós Steinsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu sem skrifaði pistil í Fréttablaðið á laugardaginn undir fyrirsögninni „Ósjálfbjarga og elska það" þegar útvarpsmenn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni spurðu hana hvort það væri dýrkeypt að viðra skoðanir sínar um jafnréttismál. Líklega hefur pistillinn ekki farið framhjá mörgum en þar viðraði Tinna Rós, að því er virðist umdeilda kenningu sína, um að jafnréttisbaráttan væri að ganga riddaramennskunni að dauðri. Ýmsir lögðu orð í belg. Meðal annars fékk Tinna Rós ógeðfelld skilaboð frá konu um sextugt sem sagði henni að hún ætti að skjóta sig í höfuðið. Tinna ákvað að fara með þá orðsendingu auk annarrar til lögreglu í því skyni að kæra einstaklingana fyrir líflátshótanir. Málið er þó ekki komið í kæruferli en er á borði lögreglunnar. Aðrir gagnrýndu pistil Tinnu Rósar með yfirvegaðri hætti. Meðal annars skrifaði rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð háðsádeilu með fyrirsögninni „Karlremba og elska það" sem birtist meðal annars á femíniska vefritinu Knúz.is. Tinna Rós segir í viðtali við útvarpsmennina að hugmyndin að pistlinum hafi kviknað í vinkonuhópnum sínum. „Og, já, ég hélt að ég væri að gera þetta á skoplegan hátt, í frekar ýktri útgáfu, en það virðist hafa lagst svona illa í landann. Eða hluta hans." Tinnu Rós blöskrar umræðan á netinu. Hún fagnar skoðanaskiptum en afþakkar fúlar pillur reiðra lesenda. „Ég hef fengið ábendingu um að ég sé heimsk og löt og að ég eigi engan rétt á því að lifa út af skoðunum mínum. Sumir hafa skrifað að þeir vonist til þess að ég eigi engin börn því það væri hræðilegt að eiga mig sem foreldri," segir Tinna Rós þegar hún lýsir viðbrögðunum við pistlinum. Spurð hverjir það séu sem séu að ráðast á hana með svo harkalegum hætti, en hún er sérstaklega spurð hvort það séu femínistar í því samhengi, svarar Tinna Rós að það sé ógerlegt að flokka fólk niður með þessum hætti. „Hver er ekki femínisti? Þetta eru skilaboð jafnt frá körlum og konum á öllum aldri," segir hún. Tinna Rós tekur hinsvegar sérstaklega fram í viðtalinu að hún hafi einnig fengið gríðarlega mikið af jákvæðum viðbrögðum. Þannig hafi hún fengið viðbrögð frá konum sem séu sammála viðhorfinu en þora ekki fyrir sitt litla líf að viðra þau af ótta við viðbrögðin að hennar sögn. Hún tekur sem dæmi skilaboð frá konum sem hafa ákveðið að hafa börnin sín heima frekar en að hafa þau á leikskóla. „Mér finnst það vond jafnréttisbarátta að fólk megi ekki velja sína leið í lífinu," bætir hún við. Tinna segir viðbrögðin nú ekki slá sig út af laginu. „Ég var með hugmynd að heilalausum pistli fyrir næsta blað, en ég skrifa hann líklega ekki." Tinna bætir svo við að lokum: „Ég sé ekki eftir því að hafa birt þennan pistil og það er frábært hvað hann fékk mikil viðbrögð, það er eiginlega stórkostlegt. En ég mun ekki láta þetta hefta mig í því að viðra mínar skoðanir." Hægt er að hlusta á viðtalið við Tinnu Rós hér. Pistilinn sjálfann má lesa í viðhengi hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Ósjálfbjarga og elska það Erlendur blaðamaður greip mig á rölti niður Laugaveginn á dögunum. Hún var að skrifa grein fyrir bandarískt tímarit um stefnumótamenningu Íslendinga og bað um mitt álit. Ég jós úr viskubrunni mínum á þessu sviði í dágóðan tíma og bölvaði því að riddaramennskan væri steindauð hérlendis. Þegar hún spurði mig af hverju ég héldi að það væri var ég þó alveg mát. 25. ágúst 2012 11:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Svo sannarlega og ég hef fengið að kynnast því," svarar Tinna Rós Steinsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu sem skrifaði pistil í Fréttablaðið á laugardaginn undir fyrirsögninni „Ósjálfbjarga og elska það" þegar útvarpsmenn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni spurðu hana hvort það væri dýrkeypt að viðra skoðanir sínar um jafnréttismál. Líklega hefur pistillinn ekki farið framhjá mörgum en þar viðraði Tinna Rós, að því er virðist umdeilda kenningu sína, um að jafnréttisbaráttan væri að ganga riddaramennskunni að dauðri. Ýmsir lögðu orð í belg. Meðal annars fékk Tinna Rós ógeðfelld skilaboð frá konu um sextugt sem sagði henni að hún ætti að skjóta sig í höfuðið. Tinna ákvað að fara með þá orðsendingu auk annarrar til lögreglu í því skyni að kæra einstaklingana fyrir líflátshótanir. Málið er þó ekki komið í kæruferli en er á borði lögreglunnar. Aðrir gagnrýndu pistil Tinnu Rósar með yfirvegaðri hætti. Meðal annars skrifaði rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð háðsádeilu með fyrirsögninni „Karlremba og elska það" sem birtist meðal annars á femíniska vefritinu Knúz.is. Tinna Rós segir í viðtali við útvarpsmennina að hugmyndin að pistlinum hafi kviknað í vinkonuhópnum sínum. „Og, já, ég hélt að ég væri að gera þetta á skoplegan hátt, í frekar ýktri útgáfu, en það virðist hafa lagst svona illa í landann. Eða hluta hans." Tinnu Rós blöskrar umræðan á netinu. Hún fagnar skoðanaskiptum en afþakkar fúlar pillur reiðra lesenda. „Ég hef fengið ábendingu um að ég sé heimsk og löt og að ég eigi engan rétt á því að lifa út af skoðunum mínum. Sumir hafa skrifað að þeir vonist til þess að ég eigi engin börn því það væri hræðilegt að eiga mig sem foreldri," segir Tinna Rós þegar hún lýsir viðbrögðunum við pistlinum. Spurð hverjir það séu sem séu að ráðast á hana með svo harkalegum hætti, en hún er sérstaklega spurð hvort það séu femínistar í því samhengi, svarar Tinna Rós að það sé ógerlegt að flokka fólk niður með þessum hætti. „Hver er ekki femínisti? Þetta eru skilaboð jafnt frá körlum og konum á öllum aldri," segir hún. Tinna Rós tekur hinsvegar sérstaklega fram í viðtalinu að hún hafi einnig fengið gríðarlega mikið af jákvæðum viðbrögðum. Þannig hafi hún fengið viðbrögð frá konum sem séu sammála viðhorfinu en þora ekki fyrir sitt litla líf að viðra þau af ótta við viðbrögðin að hennar sögn. Hún tekur sem dæmi skilaboð frá konum sem hafa ákveðið að hafa börnin sín heima frekar en að hafa þau á leikskóla. „Mér finnst það vond jafnréttisbarátta að fólk megi ekki velja sína leið í lífinu," bætir hún við. Tinna segir viðbrögðin nú ekki slá sig út af laginu. „Ég var með hugmynd að heilalausum pistli fyrir næsta blað, en ég skrifa hann líklega ekki." Tinna bætir svo við að lokum: „Ég sé ekki eftir því að hafa birt þennan pistil og það er frábært hvað hann fékk mikil viðbrögð, það er eiginlega stórkostlegt. En ég mun ekki láta þetta hefta mig í því að viðra mínar skoðanir." Hægt er að hlusta á viðtalið við Tinnu Rós hér. Pistilinn sjálfann má lesa í viðhengi hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Ósjálfbjarga og elska það Erlendur blaðamaður greip mig á rölti niður Laugaveginn á dögunum. Hún var að skrifa grein fyrir bandarískt tímarit um stefnumótamenningu Íslendinga og bað um mitt álit. Ég jós úr viskubrunni mínum á þessu sviði í dágóðan tíma og bölvaði því að riddaramennskan væri steindauð hérlendis. Þegar hún spurði mig af hverju ég héldi að það væri var ég þó alveg mát. 25. ágúst 2012 11:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Ósjálfbjarga og elska það Erlendur blaðamaður greip mig á rölti niður Laugaveginn á dögunum. Hún var að skrifa grein fyrir bandarískt tímarit um stefnumótamenningu Íslendinga og bað um mitt álit. Ég jós úr viskubrunni mínum á þessu sviði í dágóðan tíma og bölvaði því að riddaramennskan væri steindauð hérlendis. Þegar hún spurði mig af hverju ég héldi að það væri var ég þó alveg mát. 25. ágúst 2012 11:00