Innlent

Jón Ásgeir hafnar ábyrgð á tapi lífeyrissjóðanna

Jón Ásgeir hafnar því að bera ábyrgð á tapi lífeyrissjóðanna á falli Glitnis.
Jón Ásgeir hafnar því að bera ábyrgð á tapi lífeyrissjóðanna á falli Glitnis.
Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrum aðaleigandi Baugs, hafnar því að bera ábyrgð á tapi lífeyrissjóðanna á falli Glitnis. Honum finnst hins vegar miður að sjóðirnir hafi tapað á Baugi. Lífeyrissjóðirnir töpuðu samtals 77 milljörðum króna á félögum tengdum Baugi.

Rannsóknarskýrsla lífeyrissjóða listar upp þau fyrirtæki tengdum Baugi sem lífeyrissjóðirnir höfðu fjárfest í fram að hruni, þar á meðal eru Glitnir, Eik fasteignafélag, Vodafone, Íslensk afþreying, Teymi, Landic Property, Mosaic Fashions, Stoðir og 365, svo nokkur séu nefnd. Samanlagt tap lífeyrissjóðanna á fyrirtækjum tengdum Baugi voru 77.182 milljónir króna - þar af eru rúmur 47 og hálfur milljarður sem töpuðust á hlutabréfum og skuldabréfum í Glitni.

Jón Ásgeir sendi frá sér yfirlýsingu nú skömmu fyrir hádegi og segir að tvö fyrirtæki sem voru undir hans yfirráðum hafi fengið lánsfé frá lífeyrissjóðunum, Hagar og Baugur. Hagar hafi greitt allar skuldir við sjóðina með vöxtum. Lán til Baugs hafi verið upp á 4,8 milljarða, orðrétt segir Jón Ásgeir: Mér finnst miður að lífeyrissjóðir hafi tapað fjármunum á Baugi Group, tilvitnun lýkur og tekur fram að skiptum á þrotabúinu sé eki lokið.

Þá hafnar hann því alfarið að bera ábyrgð á tapi lífeyrissjóðanna á Glitni, lífeyrissjóðirnir hafi fjárfest í Glitni frá stofnun bankans áður en hann varð stór eigandi. Hann fellst ekki á að hægt sé að kenna sér eða Baugi um 47 milljarða tap sjóðanna á Glitni sem sé meðal annars vegna fjárfestinga fyrir árið 2007.

Hægt er að nálgast yfirlýsinguna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×