Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni Jón Ásgeir Jóhannesson skrifar 5. febrúar 2012 12:09 Í tilefni þess sem kemur fram í lífeyrissjóðaskýrslunni að Baugur Group hf. hafi borið ábyrgð á 77 milljarða tapi lífeyrissjóðanna í gegnum beina og óbeina eignarhluti, vil ég vekja athygli á eftirfarandi staðreyndum: Tvö fyrirtæki, sem voru undir yfirráðum mínum fengu lánsfjármagn frá lífeyrissjóðum. Þessi fyrirtæki voru Hagar hf. og Baugur Group hf. Hagar hf. greiddu upp allar skuldir alls 8. 7 milljarða með vöxtum við lífeyrissjóðina í október 2009 – á þeim tíma eitt íslenskra fyrirtækja. Lán lífeyrissjóðanna til Baugs Group hf. voru að fjárhæð 4,8 milljarðar. Þessar lánveitingar námu 1,5% af efnahagi Baugs Group hf. og 1% af tapi lífeyrissjóðanna. Mér finnst miður að lífeyrissjóðir hafi tapað fjármunum á Baugi Group hf. Ég minni þó á að skiptum á þrotabúinu er ekki lokið og Baugur Group hf. hafði greitt þeim háar fjárhæðir í vexti á árunum á undan. Ég hafna því alfarið að bera ábyrgð á tapi lífeyrissjóðanna á Glitni banka hf. Lífeyrissjóðirnir í landinu höfðu fjárfest í Glitni banka hf. frá stofnun hans, bæði í hlutabréfum og skuldbréfum. Lífeyrissjóðirnir voru stórir hluthafar bankans, þegar FL Group hf. eignaðist 29% í Glitni á vormánuðum 2007. Á þeim tíma átti Baugur 20% í FL Group hf. og átti því beint og óbeint 9% hlut í Glitni banka hf þegar mest var. Ég fellst ekki á að hægt sé að kenna mér eða Baugi Group hf. um 47 milljarða tap lífeyrissjóðanna á Glitni banka hf., sem er m.a. vegna fjárfestinga fyrir árið 2007, þegar ég eða aðilar mér tengdir höfðu engan snertiflöt við bankann né stjórnuðum fjárfestingum lífeyrissjóða hvorki þá né seinna. Til samanburðar má benda á að á sama tíma átti Baugur Group hf. um 14% hlut í bresku verslunarkeðjunni Debenhams. Engum heilvita manni hefði dottið í hug að telja skuldir Debenhams sem skuldir Baugs Group hf. Framsetning í skýrslunni er því mjög villandi. Varðandi Landic hf., FL Group hf. og Teymi hf. þá voru þau fyrirtæki ekki undir meirihluta yfirráðum mínum eða Baugs Group hf., þó Baugur Group hf. hafi verið hluthafi í þessum fyrirtækjum. Þessi fyrirtæki fóru í gegnum nauðasamninga og eignuðust lífeyrissjóðirnir hlutafé í þeim. Hvers virði þau verða á endanum hefur ekki enn verið leitt í ljós – en umræða um að allt sé tapað er ábyrgðarlaus. Það eru forsvarsmenn lífeyrissjóðanna, sem báru ábyrgð á fjárfestingum þeirra og engir aðrir. Mér kemur verulega á óvart að skýrsluhöfundar hafi ekki séð ástæðu til að heyra sjónarmið forsvarsmanna þeirra fyrirtækja, sem sérstaklega eru tilgreind í skýrslunni. Þar virðisast vera viðhöfð sömu vinnubrögð og í rannsóknarskýrslu Alþingis. Því ekki gefur hún að öllu leyti rétta mynd af stöðunni. Þá vil enn og aftur ítreka það að hrunið á Íslandi var ekki staðbundið við Ísland heldur gekk stórhluti vestræna ríkja í gegnum sömu hremingar. Íslenskir lífeyrissjóðir komust betur frá þeim hremingum en t.d. sjóðir í nágrannalöndum okkar í Evrópu. Hrunið verður ekki gert upp með skýrslunum sem eru einsleitar þar sem takmarkaður hópur fær aðgang að skýrsluhöfundum. Betur væri að það yrði sett upp sannleiksnefnd t.d á Alþingi og þar yrðu menn kallaðir fyrir líkt og gert er í Bandaríkjunum. Þá fengi þjóðin að heyra hvað gerðist í beinni útsendingu. Jón Ásgeir Jóhannesson fyrrum aðaleigandi Baugs Group hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í tilefni þess sem kemur fram í lífeyrissjóðaskýrslunni að Baugur Group hf. hafi borið ábyrgð á 77 milljarða tapi lífeyrissjóðanna í gegnum beina og óbeina eignarhluti, vil ég vekja athygli á eftirfarandi staðreyndum: Tvö fyrirtæki, sem voru undir yfirráðum mínum fengu lánsfjármagn frá lífeyrissjóðum. Þessi fyrirtæki voru Hagar hf. og Baugur Group hf. Hagar hf. greiddu upp allar skuldir alls 8. 7 milljarða með vöxtum við lífeyrissjóðina í október 2009 – á þeim tíma eitt íslenskra fyrirtækja. Lán lífeyrissjóðanna til Baugs Group hf. voru að fjárhæð 4,8 milljarðar. Þessar lánveitingar námu 1,5% af efnahagi Baugs Group hf. og 1% af tapi lífeyrissjóðanna. Mér finnst miður að lífeyrissjóðir hafi tapað fjármunum á Baugi Group hf. Ég minni þó á að skiptum á þrotabúinu er ekki lokið og Baugur Group hf. hafði greitt þeim háar fjárhæðir í vexti á árunum á undan. Ég hafna því alfarið að bera ábyrgð á tapi lífeyrissjóðanna á Glitni banka hf. Lífeyrissjóðirnir í landinu höfðu fjárfest í Glitni banka hf. frá stofnun hans, bæði í hlutabréfum og skuldbréfum. Lífeyrissjóðirnir voru stórir hluthafar bankans, þegar FL Group hf. eignaðist 29% í Glitni á vormánuðum 2007. Á þeim tíma átti Baugur 20% í FL Group hf. og átti því beint og óbeint 9% hlut í Glitni banka hf þegar mest var. Ég fellst ekki á að hægt sé að kenna mér eða Baugi Group hf. um 47 milljarða tap lífeyrissjóðanna á Glitni banka hf., sem er m.a. vegna fjárfestinga fyrir árið 2007, þegar ég eða aðilar mér tengdir höfðu engan snertiflöt við bankann né stjórnuðum fjárfestingum lífeyrissjóða hvorki þá né seinna. Til samanburðar má benda á að á sama tíma átti Baugur Group hf. um 14% hlut í bresku verslunarkeðjunni Debenhams. Engum heilvita manni hefði dottið í hug að telja skuldir Debenhams sem skuldir Baugs Group hf. Framsetning í skýrslunni er því mjög villandi. Varðandi Landic hf., FL Group hf. og Teymi hf. þá voru þau fyrirtæki ekki undir meirihluta yfirráðum mínum eða Baugs Group hf., þó Baugur Group hf. hafi verið hluthafi í þessum fyrirtækjum. Þessi fyrirtæki fóru í gegnum nauðasamninga og eignuðust lífeyrissjóðirnir hlutafé í þeim. Hvers virði þau verða á endanum hefur ekki enn verið leitt í ljós – en umræða um að allt sé tapað er ábyrgðarlaus. Það eru forsvarsmenn lífeyrissjóðanna, sem báru ábyrgð á fjárfestingum þeirra og engir aðrir. Mér kemur verulega á óvart að skýrsluhöfundar hafi ekki séð ástæðu til að heyra sjónarmið forsvarsmanna þeirra fyrirtækja, sem sérstaklega eru tilgreind í skýrslunni. Þar virðisast vera viðhöfð sömu vinnubrögð og í rannsóknarskýrslu Alþingis. Því ekki gefur hún að öllu leyti rétta mynd af stöðunni. Þá vil enn og aftur ítreka það að hrunið á Íslandi var ekki staðbundið við Ísland heldur gekk stórhluti vestræna ríkja í gegnum sömu hremingar. Íslenskir lífeyrissjóðir komust betur frá þeim hremingum en t.d. sjóðir í nágrannalöndum okkar í Evrópu. Hrunið verður ekki gert upp með skýrslunum sem eru einsleitar þar sem takmarkaður hópur fær aðgang að skýrsluhöfundum. Betur væri að það yrði sett upp sannleiksnefnd t.d á Alþingi og þar yrðu menn kallaðir fyrir líkt og gert er í Bandaríkjunum. Þá fengi þjóðin að heyra hvað gerðist í beinni útsendingu. Jón Ásgeir Jóhannesson fyrrum aðaleigandi Baugs Group hf.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar