Samdi einlæga vísindaskáldsögu 9. nóvember 2012 10:54 Davíð Þór Jónsson segir vísindaskáldsöguna vera alvöru bókmenntategund sem útgefendur taka ekki alvarlega. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR "Það hefur aldrei verið skrifuð, svo ég muni eftir, einlæg og heiðarleg vísindaskáldsaga á Íslandi," segir Davíð Þór Jónsson. Hann hefur sent frá sér vísindaskáldsöguna Orrustan um Fold. Hún gerist á tunglinu Fold þar sem lítil nýlenda manna hefur skotið rótum. Þegar undarlegar verur taka að herja á íbúana reynir á styrk þjóðarinnar. "Það kom tímabil í sumar þar sem ég bjó einn úti á landi og hafði ekkert að gera á kvöldin og um helgar nema að spila tölvuleiki eða horfa á sumardagskrána í Ríkissjónvarpinu," segir Davíð Þór um tilurð bókarinnar. "Það hafði blundað í mér löngun til að spreyta mig á skáldsögunni og ég ákvað að skrifa vísindaskáldsögu, bæði af því að ég hef gaman af svoleiðis bókum og svo er enginn að skrifa þannig bækur á Íslandi. Þetta er alvöru bókmenntategund sem íslenskir útgefendur hafa ekki tekið alvarlega." Þegar Davíð Þór kynnti bókina fyrir íslenskum bókaforlögum fékk hann dræmar undirtektir. "Mér leið eins og þegar menn voru að skrifa glæpasögur fyrir tuttugu árum. Menn höfðu enga trú á þeim." Á endanum var það Helgi Jónsson hjá Tindi á Akureyri sem ákvað að gefa hana út. "Hann er hugrakkur og framsýnn útgefandi, ekki eins og vondu kapítalistarnir fyrir sunnan." Davíð Þór, sem er fluttur til Þýskalands þar sem konan hans býr, hafði mjög gaman af skrifunum og langar að halda þeim áfram. "Þetta er eiginlega bókin sem mig langaði til að lesa eftir íslenskan rithöfund. Fyrst enginn var að skrifa hana ákvað ég að skrifa hana sjálfur." - fb Menning Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Það hefur aldrei verið skrifuð, svo ég muni eftir, einlæg og heiðarleg vísindaskáldsaga á Íslandi," segir Davíð Þór Jónsson. Hann hefur sent frá sér vísindaskáldsöguna Orrustan um Fold. Hún gerist á tunglinu Fold þar sem lítil nýlenda manna hefur skotið rótum. Þegar undarlegar verur taka að herja á íbúana reynir á styrk þjóðarinnar. "Það kom tímabil í sumar þar sem ég bjó einn úti á landi og hafði ekkert að gera á kvöldin og um helgar nema að spila tölvuleiki eða horfa á sumardagskrána í Ríkissjónvarpinu," segir Davíð Þór um tilurð bókarinnar. "Það hafði blundað í mér löngun til að spreyta mig á skáldsögunni og ég ákvað að skrifa vísindaskáldsögu, bæði af því að ég hef gaman af svoleiðis bókum og svo er enginn að skrifa þannig bækur á Íslandi. Þetta er alvöru bókmenntategund sem íslenskir útgefendur hafa ekki tekið alvarlega." Þegar Davíð Þór kynnti bókina fyrir íslenskum bókaforlögum fékk hann dræmar undirtektir. "Mér leið eins og þegar menn voru að skrifa glæpasögur fyrir tuttugu árum. Menn höfðu enga trú á þeim." Á endanum var það Helgi Jónsson hjá Tindi á Akureyri sem ákvað að gefa hana út. "Hann er hugrakkur og framsýnn útgefandi, ekki eins og vondu kapítalistarnir fyrir sunnan." Davíð Þór, sem er fluttur til Þýskalands þar sem konan hans býr, hafði mjög gaman af skrifunum og langar að halda þeim áfram. "Þetta er eiginlega bókin sem mig langaði til að lesa eftir íslenskan rithöfund. Fyrst enginn var að skrifa hana ákvað ég að skrifa hana sjálfur." - fb
Menning Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira