Margt óunnið áður en þjóðin tekur afstöðu til grundvallarmála Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. janúar 2012 19:14 Lagastofnun Háskóla Íslands telur nokkuð óunnið og óútfært í sambandi við frumvarp stjórnlagaráðs og til þess að taka að sér að framkvæma álagspróf á frumvarpinu þurfi stofnunin langan tíma og talsvert frelsi við að útfæra verkefnið. Stefnt er að því að leggja frumvarpið, lítillega breytt, í ráðgefandi atkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum. Að mati Skúla Magnússonar dósents við lagadeild HÍ og Ágústs Þórs Árnasonar aðjúnkts við lagadeild HA felur frumvarp stjórnlagaráðs í sér róttækustu breytingartillögu á íslenskri stjórnarskrá frá upphafi. „Með hliðsjón af þeim hagsmunum sem hér er um að tefla er brýnt að ítarleg rannsókn fari fram á tillögunni í þeim tilgangi að leggja mat á hvers konar efnislega stjórnskipun hún felur í sér og hver líkleg raunveruleg áhrif hennar yrðu," segir í umsögn þeirra til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin fól Lagastofnun Háskóla Íslands að fara yfir frumvarp ráðsins en samkvæmt upplýsingum fréttastofu bárust þau svör frá stofnuninni að til þess að svo mætti vera þyrfti stofnunin langan tíma og talsvert frelsi í vinnubrögðum.Nefndin ætlar að ljúka störfum áður en febrúar er úti „Við töluðum við Lagastofnun Háskóla Íslands og óskuðum eftir álagsprófi á þessu og þau töldu að það væri ekki eitthvað sem þau gætu klárað á einum eða tveimur mánuðum. Þau ætluðu hins vegar að skila okkur verklýsingu á því sem þau gætu gert og hún er ekki komin," segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Valgerður segir að vinna nefndarinnar sé langt komin og stefnt sé að ljúka henni áður en febrúar er úti. „Við hyggjumst vera tilbúin með þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu með forsetakosningunum í lok júní," segir Valgerður. Niðurstaða úr ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslunni verður notað sem veganesti við gerð frumvarps til stjórnskipunarlaga sem smíðað verður í haust. Í raun er langur vegur framundan við breytingar á stjórnarskránni, því það frumvarp sem lagt verður fram í haust, að undargenginni ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, þarf nýtt Alþingi síðan að samþykkja óbreytt eftir kosningarnar 2013, samkvæmt 79.gr. gildandi stjórnarskrár.Ótækt að setja tillöguna í dóm kjósenda í heild sinni Skúli Magnússon dósent og Ágúst Þór Árnason aðjúnkt segja í umsögn að ótækt sé að setja tillögu stjórnlagaráðs í dóm kjósenda í óbreyttri mynd. „(T)eljum við ótækt að stilla upp einni tillögu þar sem afstaða er tekin til fleiri ólíkra og óskyldra efnisatriða og láta greiða um hana atkvæði. Lýðræðislegra væri að fram færi ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um afmörkuð og stefnumótandi atriði eftir því sem forsendur væru fyrir hendi." Þarna eru þeir félagar í raun að leggja til að fram fari "Já" og "Nei" atkvæðagreiðsla um grundvallarspurningar eins og „Á að leggja niður embætti forseta Íslands og fela öðrum handhöfum ríkisvalds að gegna stöðu þjóðhöfðingja?" Valgerður segir að umsögn þeirra Skúla og Ágústs fái umfjöllun í nefndinni eins og aðrar, en ekki standi til að hverfa frá þeirri afstöðu að leggja frumvarpið, kannski lítillega breytt, í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Valgerður útilokar hins vegar ekki að samhliða því verði einhverjar grundvallarspurningar sem kjósendur verði beðnir um að taka afstöðu til. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Lagastofnun Háskóla Íslands telur nokkuð óunnið og óútfært í sambandi við frumvarp stjórnlagaráðs og til þess að taka að sér að framkvæma álagspróf á frumvarpinu þurfi stofnunin langan tíma og talsvert frelsi við að útfæra verkefnið. Stefnt er að því að leggja frumvarpið, lítillega breytt, í ráðgefandi atkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum. Að mati Skúla Magnússonar dósents við lagadeild HÍ og Ágústs Þórs Árnasonar aðjúnkts við lagadeild HA felur frumvarp stjórnlagaráðs í sér róttækustu breytingartillögu á íslenskri stjórnarskrá frá upphafi. „Með hliðsjón af þeim hagsmunum sem hér er um að tefla er brýnt að ítarleg rannsókn fari fram á tillögunni í þeim tilgangi að leggja mat á hvers konar efnislega stjórnskipun hún felur í sér og hver líkleg raunveruleg áhrif hennar yrðu," segir í umsögn þeirra til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin fól Lagastofnun Háskóla Íslands að fara yfir frumvarp ráðsins en samkvæmt upplýsingum fréttastofu bárust þau svör frá stofnuninni að til þess að svo mætti vera þyrfti stofnunin langan tíma og talsvert frelsi í vinnubrögðum.Nefndin ætlar að ljúka störfum áður en febrúar er úti „Við töluðum við Lagastofnun Háskóla Íslands og óskuðum eftir álagsprófi á þessu og þau töldu að það væri ekki eitthvað sem þau gætu klárað á einum eða tveimur mánuðum. Þau ætluðu hins vegar að skila okkur verklýsingu á því sem þau gætu gert og hún er ekki komin," segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Valgerður segir að vinna nefndarinnar sé langt komin og stefnt sé að ljúka henni áður en febrúar er úti. „Við hyggjumst vera tilbúin með þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu með forsetakosningunum í lok júní," segir Valgerður. Niðurstaða úr ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslunni verður notað sem veganesti við gerð frumvarps til stjórnskipunarlaga sem smíðað verður í haust. Í raun er langur vegur framundan við breytingar á stjórnarskránni, því það frumvarp sem lagt verður fram í haust, að undargenginni ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, þarf nýtt Alþingi síðan að samþykkja óbreytt eftir kosningarnar 2013, samkvæmt 79.gr. gildandi stjórnarskrár.Ótækt að setja tillöguna í dóm kjósenda í heild sinni Skúli Magnússon dósent og Ágúst Þór Árnason aðjúnkt segja í umsögn að ótækt sé að setja tillögu stjórnlagaráðs í dóm kjósenda í óbreyttri mynd. „(T)eljum við ótækt að stilla upp einni tillögu þar sem afstaða er tekin til fleiri ólíkra og óskyldra efnisatriða og láta greiða um hana atkvæði. Lýðræðislegra væri að fram færi ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um afmörkuð og stefnumótandi atriði eftir því sem forsendur væru fyrir hendi." Þarna eru þeir félagar í raun að leggja til að fram fari "Já" og "Nei" atkvæðagreiðsla um grundvallarspurningar eins og „Á að leggja niður embætti forseta Íslands og fela öðrum handhöfum ríkisvalds að gegna stöðu þjóðhöfðingja?" Valgerður segir að umsögn þeirra Skúla og Ágústs fái umfjöllun í nefndinni eins og aðrar, en ekki standi til að hverfa frá þeirri afstöðu að leggja frumvarpið, kannski lítillega breytt, í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Valgerður útilokar hins vegar ekki að samhliða því verði einhverjar grundvallarspurningar sem kjósendur verði beðnir um að taka afstöðu til. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira