Ögmundur bíður með að tjá sig um ívilnun til Nubos 26. janúar 2012 19:10 Tilraun Kínverjans Nubos til að fá Grímsstaði á langtímaleigu með ívilnun frá iðnaðarráðherra gæti leitt af sér ný átök milli stjórnarflokkanna. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið að sinni. Eftir að Ögmundur hafnaði því að veita fyrirtæki Nubos undanþágu til að kaupa jörðina Grímsstaði lýsti Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra því yfir að leitað yrði annara leiða til að greiða fyrir tugmilljarða fjárfestingum Nubos á Íslandi. Ögmundur varð strax tortrygginn á áform Katrínar og sagði í viðtali á Stöð 2 þann 4. desember að ef gera ætti leigusamning um jörðina til þriggja ára eða lengur þyrfti að bera það undir innanríkisráðuneytið. Kvaðst Ögmundur vona að ekki stæði til að leiðbeina Nubo framhjá lögunum, eins og hann hefði grun um að gert hefði verið í Magma-málinu. Heimildir Stöðvar 2 herma að það sé samkvæmt leiðbeiningum iðnaðarráðuneytis sem Nubo hefur nú á grundvelli laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga sótt um undanþágu til að gera samning um langtímaleigu á hluta Grímsstaða, til að byggja þar glæsihótel og annað stærra á Reykjavíkursvæðinu. Í iðnaðarráðuneytinu líta menn svo á að ráðherra þess málaflokks hafi lagaheimildir til að afgreiða málið án þess að bera það undir innanríkisráðherrann. Ögmundur er á hóteli í Kaupmannahöfn þessa dagana vegna fundar dómsmálaráðherra Norðurlanda en aðstoðarmaður hans sagði í dag að hann hygðist ekki tjá sig að sinni um þessar nýjustu vendingar í Nubo-málinu. Tengdar fréttir Fjórir fengið ívilnanir - Nubo vill líka Iðnaðarráðherra hefur á grundvelli nýlegra laga um ívilnanir þegar veitt fjórum aðilum undanþágur frá lögum vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Kínverjinn Huang Nubo hefur nú sótt um að fá að njóta samskonar ívilnunar til að leigja Grímsstaði og byggja upp lúxushótel. 26. janúar 2012 14:05 Vill ívilnun frá iðnaðarráðherra til að leigja Grímsstaði Kínverjinn Huang Nubo hefur á grundvelli nýlegra laga um ívilnanir sótt um undanþágu til iðnaðarráðherra til langtímaleigu á Grímsstöðum á Fjöllum í því skyni að reisa þar lúxushótel en einnig til að reisa fimm stjörnu hótel á Reykjavíkursvæðinu. Ósk Nubos í fyrrasumar um að kaupa Grímsstaði olli uppámi innan ríkisstjórnarinnar en svo fór á endanum að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra synjaði fyrirtæki Nubos um undanþágu til að kaupa jörðina. 25. janúar 2012 19:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Tilraun Kínverjans Nubos til að fá Grímsstaði á langtímaleigu með ívilnun frá iðnaðarráðherra gæti leitt af sér ný átök milli stjórnarflokkanna. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið að sinni. Eftir að Ögmundur hafnaði því að veita fyrirtæki Nubos undanþágu til að kaupa jörðina Grímsstaði lýsti Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra því yfir að leitað yrði annara leiða til að greiða fyrir tugmilljarða fjárfestingum Nubos á Íslandi. Ögmundur varð strax tortrygginn á áform Katrínar og sagði í viðtali á Stöð 2 þann 4. desember að ef gera ætti leigusamning um jörðina til þriggja ára eða lengur þyrfti að bera það undir innanríkisráðuneytið. Kvaðst Ögmundur vona að ekki stæði til að leiðbeina Nubo framhjá lögunum, eins og hann hefði grun um að gert hefði verið í Magma-málinu. Heimildir Stöðvar 2 herma að það sé samkvæmt leiðbeiningum iðnaðarráðuneytis sem Nubo hefur nú á grundvelli laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga sótt um undanþágu til að gera samning um langtímaleigu á hluta Grímsstaða, til að byggja þar glæsihótel og annað stærra á Reykjavíkursvæðinu. Í iðnaðarráðuneytinu líta menn svo á að ráðherra þess málaflokks hafi lagaheimildir til að afgreiða málið án þess að bera það undir innanríkisráðherrann. Ögmundur er á hóteli í Kaupmannahöfn þessa dagana vegna fundar dómsmálaráðherra Norðurlanda en aðstoðarmaður hans sagði í dag að hann hygðist ekki tjá sig að sinni um þessar nýjustu vendingar í Nubo-málinu.
Tengdar fréttir Fjórir fengið ívilnanir - Nubo vill líka Iðnaðarráðherra hefur á grundvelli nýlegra laga um ívilnanir þegar veitt fjórum aðilum undanþágur frá lögum vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Kínverjinn Huang Nubo hefur nú sótt um að fá að njóta samskonar ívilnunar til að leigja Grímsstaði og byggja upp lúxushótel. 26. janúar 2012 14:05 Vill ívilnun frá iðnaðarráðherra til að leigja Grímsstaði Kínverjinn Huang Nubo hefur á grundvelli nýlegra laga um ívilnanir sótt um undanþágu til iðnaðarráðherra til langtímaleigu á Grímsstöðum á Fjöllum í því skyni að reisa þar lúxushótel en einnig til að reisa fimm stjörnu hótel á Reykjavíkursvæðinu. Ósk Nubos í fyrrasumar um að kaupa Grímsstaði olli uppámi innan ríkisstjórnarinnar en svo fór á endanum að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra synjaði fyrirtæki Nubos um undanþágu til að kaupa jörðina. 25. janúar 2012 19:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Fjórir fengið ívilnanir - Nubo vill líka Iðnaðarráðherra hefur á grundvelli nýlegra laga um ívilnanir þegar veitt fjórum aðilum undanþágur frá lögum vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Kínverjinn Huang Nubo hefur nú sótt um að fá að njóta samskonar ívilnunar til að leigja Grímsstaði og byggja upp lúxushótel. 26. janúar 2012 14:05
Vill ívilnun frá iðnaðarráðherra til að leigja Grímsstaði Kínverjinn Huang Nubo hefur á grundvelli nýlegra laga um ívilnanir sótt um undanþágu til iðnaðarráðherra til langtímaleigu á Grímsstöðum á Fjöllum í því skyni að reisa þar lúxushótel en einnig til að reisa fimm stjörnu hótel á Reykjavíkursvæðinu. Ósk Nubos í fyrrasumar um að kaupa Grímsstaði olli uppámi innan ríkisstjórnarinnar en svo fór á endanum að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra synjaði fyrirtæki Nubos um undanþágu til að kaupa jörðina. 25. janúar 2012 19:00