Innlent

Interpol varar við fölsuðum miðum

Interpol í Lundúnum varar við vefsíðum sem bjóða kaup á fölsuðum miðum á Ólympíuleikana 2012 og Ólympíuleika fatlaðra 2012. Þá er félagið Euroteam í rannsókn hjá lögreglunni og er fólki ráðlagt að versla alls ekki miða á atburði leikanna af þessu félagi.

Euroteam rekur eftirfarandi vefsíður:

www.Euroteam.net

www.tixnet.com

www.olympicticket.info

www.euroteam.info

www.euroteamtickets.com

www.2012tickets.org

www.londonsummergames.net

www.londonsummergames.org

www.euroteam.travel

www.worldticketservice.net

Þeir sem nú þegar hafa keypt miða af einhverjum af þessum vefsíðum er bent á að hafa samband við fyrirtækið og einnig að hafa samband við greiðslufyrirtækið sem notað var til að greiða fyrir miðana.

Samkvæmt lögreglunni í Lundúnum þykir það afar ólíklegt að þeir sem keypt hafa miða af þessum vefsíðum fái þá afhenta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×