Hommar deila um eignarhald á ketti Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. júlí 2012 13:52 Köttur. mynd/ getty. Karlmaður sakar fyrrverandi sambýlismann sinn um að hafa stolið frá sér ketti sem þeir héldu á meðan þeir voru í sambúð. Hann hefur kært manninn til lögreglunnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist þess að fá að gera húsleit hjá sambýlismanninum fyrrverandi til að kanna hvort hann sé enn með köttinn í fórum sínum, en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfunni og Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu í gær. Meðferð málsins er enn fyrir dómstólum þrátt fyrir að kröfu um húsleitina hafi verið hafnað. Sambýlismaðurinn hefur viðurkennt að hafa farið að heimili mannsins og sótt köttinn. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að mennirnir deili um það hvor sé eigandi kattarins. Úr slíkum einkaréttarlegum ágreiningi verður, eins og atvikum málsins háttar, skorið í dómsmáli þeirra í milli. Þótt lögregla hafi vald til að rannsaka hvort varnaraðili kunni að hafa framið refsivert brot með brottnámi kattarins umrætt sinn og gera nauðsynlegar ráðstafanir í tengslum við þá rannsókn, leiði almannahagsmunir ekki til þess að krafa sóknaraðila um húsleit hjá varnaraðila nái fram að ganga. Samkvæmt þessu verður staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar. ____________________________________ Athugasemd 20. júlí kl. 00:22 Upphaflega var fullyrt að sambýlismaðurinn hafi farið inn í íbúð karlmannsins og náð í köttinn. Það má hvergi lesa úr umræddum úrskurði Hæstaréttar. Maðurinn fór að heimili hans og náði í köttinn. Orðrétt segir í úrskurðinum: "Eins og þar greinir játaði varnaraðili við skýrslutöku hjá lögreglu 2. júlí síðastliðinn að hafa farið 28. júní sama ár að heimili A á [...], á meðan hinn síðarnefndi var að heiman, í því skyni að sækja köttinn. Kvaðst varnaraðili einfaldlega hafa farið og náð í köttinn." Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira
Karlmaður sakar fyrrverandi sambýlismann sinn um að hafa stolið frá sér ketti sem þeir héldu á meðan þeir voru í sambúð. Hann hefur kært manninn til lögreglunnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist þess að fá að gera húsleit hjá sambýlismanninum fyrrverandi til að kanna hvort hann sé enn með köttinn í fórum sínum, en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfunni og Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu í gær. Meðferð málsins er enn fyrir dómstólum þrátt fyrir að kröfu um húsleitina hafi verið hafnað. Sambýlismaðurinn hefur viðurkennt að hafa farið að heimili mannsins og sótt köttinn. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að mennirnir deili um það hvor sé eigandi kattarins. Úr slíkum einkaréttarlegum ágreiningi verður, eins og atvikum málsins háttar, skorið í dómsmáli þeirra í milli. Þótt lögregla hafi vald til að rannsaka hvort varnaraðili kunni að hafa framið refsivert brot með brottnámi kattarins umrætt sinn og gera nauðsynlegar ráðstafanir í tengslum við þá rannsókn, leiði almannahagsmunir ekki til þess að krafa sóknaraðila um húsleit hjá varnaraðila nái fram að ganga. Samkvæmt þessu verður staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar. ____________________________________ Athugasemd 20. júlí kl. 00:22 Upphaflega var fullyrt að sambýlismaðurinn hafi farið inn í íbúð karlmannsins og náð í köttinn. Það má hvergi lesa úr umræddum úrskurði Hæstaréttar. Maðurinn fór að heimili hans og náði í köttinn. Orðrétt segir í úrskurðinum: "Eins og þar greinir játaði varnaraðili við skýrslutöku hjá lögreglu 2. júlí síðastliðinn að hafa farið 28. júní sama ár að heimili A á [...], á meðan hinn síðarnefndi var að heiman, í því skyni að sækja köttinn. Kvaðst varnaraðili einfaldlega hafa farið og náð í köttinn."
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira