Nauðsynlegt fyrir Íslendinga að líta á björtu hliðarnar Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 29. júlí 2012 21:02 Breskur rithöfundur segir það nauðsynlegt að Íslendingar horfi á björtu hliðarnar í heiminum þrátt fyrir efnahagskreppuna. Þjóðin standi betur að vígi en margar evrópuþjóðir. Matt Ridley er breskur rithöfundur og fyrrum vísindaritstjóri tímaritsins The Economist hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands á föstudag. Þar ræddi hann m.a. um skoðanir sínar sem birtast í nýjustu bók sinni The Rational Optimist. Hans helsti boðskapur er að mannkynið þurfi ekki að örvænta þrátt fyrir miklar efnahagsþrengingar. Framfarirnar séu enn örar. „Það er gott að vera uppi nú á tímum. Á ævi minni hefur barnadauði dregist saman um 30%, ævilengd hefur aukist um 30% og við höfum þrefaldað tekjur okkar. Þetta eru merkilegar tölur og ég held að þetta haldi áfram, því ég held því fram að einu hömlurnar séu framboðið á hugmyndum. Og þær eru ótæmandi," segir hann. Hann segir Íslendinga vissulega hafa lent í miklum erfiðleikum í hruninu en landið sé nú á réttri leið. „Ég held að þið hafið ýmsa kosti sem mörg evruríkjanna hafa ekki. Þið getið fellt gengið, sem er leið til að verða aftur samkeppnisfær. Ég held því að það sé í gegnum viðskipti sem lönd öðlast aftur velmegun, og leiðin til að auka viðskipti er að verða samkeppnishæf og Ísland er sennilega á réttri leið," segir hann. Matt segir því Íslendinga geta litið björtum augum til framtíðar. Horfa verði á heiminn í stærra samhengi en bara Evrópu. „Öðrum heimshlutum hefur vegnað vel á síðustu fimm árum. Efnahagslíf heimsins dróst saman um innan við eitt prósent árið 2009 og það hefur vaxið um næstum 5% á ári á þessum þrem árum síðan þá. Svo það er miklu auðugra á heimsvísu núna en það var fyrir kreppuna," segir hann. Afríkuríkin hafi til dæmis hagnast mikið síðustu árin. „Við sjáum ótrúlegar tölur frá Afríku. Það er frábært því þetta er aðallega fátækt fólk sem nú verður ríkara. Fátæka fólkið auðgast hraðar en ríka fólkið. Ríku löndin auðgast ekki jafn hratt og áður en fátæku löndin verða ríkari. Það eru góðar fréttir fyrir mannkynið í heild," segir hann. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Breskur rithöfundur segir það nauðsynlegt að Íslendingar horfi á björtu hliðarnar í heiminum þrátt fyrir efnahagskreppuna. Þjóðin standi betur að vígi en margar evrópuþjóðir. Matt Ridley er breskur rithöfundur og fyrrum vísindaritstjóri tímaritsins The Economist hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands á föstudag. Þar ræddi hann m.a. um skoðanir sínar sem birtast í nýjustu bók sinni The Rational Optimist. Hans helsti boðskapur er að mannkynið þurfi ekki að örvænta þrátt fyrir miklar efnahagsþrengingar. Framfarirnar séu enn örar. „Það er gott að vera uppi nú á tímum. Á ævi minni hefur barnadauði dregist saman um 30%, ævilengd hefur aukist um 30% og við höfum þrefaldað tekjur okkar. Þetta eru merkilegar tölur og ég held að þetta haldi áfram, því ég held því fram að einu hömlurnar séu framboðið á hugmyndum. Og þær eru ótæmandi," segir hann. Hann segir Íslendinga vissulega hafa lent í miklum erfiðleikum í hruninu en landið sé nú á réttri leið. „Ég held að þið hafið ýmsa kosti sem mörg evruríkjanna hafa ekki. Þið getið fellt gengið, sem er leið til að verða aftur samkeppnisfær. Ég held því að það sé í gegnum viðskipti sem lönd öðlast aftur velmegun, og leiðin til að auka viðskipti er að verða samkeppnishæf og Ísland er sennilega á réttri leið," segir hann. Matt segir því Íslendinga geta litið björtum augum til framtíðar. Horfa verði á heiminn í stærra samhengi en bara Evrópu. „Öðrum heimshlutum hefur vegnað vel á síðustu fimm árum. Efnahagslíf heimsins dróst saman um innan við eitt prósent árið 2009 og það hefur vaxið um næstum 5% á ári á þessum þrem árum síðan þá. Svo það er miklu auðugra á heimsvísu núna en það var fyrir kreppuna," segir hann. Afríkuríkin hafi til dæmis hagnast mikið síðustu árin. „Við sjáum ótrúlegar tölur frá Afríku. Það er frábært því þetta er aðallega fátækt fólk sem nú verður ríkara. Fátæka fólkið auðgast hraðar en ríka fólkið. Ríku löndin auðgast ekki jafn hratt og áður en fátæku löndin verða ríkari. Það eru góðar fréttir fyrir mannkynið í heild," segir hann.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira