Ríkið aðstoði bæjarfélög við að kaupa kvóta Karen Kjartansdóttir skrifar 6. október 2012 23:10 Alþjóðleg ráðstefna um fiskveiðar var haldin í Háskóla Íslands í dag. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Þráinn Eggertsson, prófessor sem mikið hefur fjallað um nýtingu auðlinda. Hann hefur kennt við virta háskóla í Bandaríkjunum og Þýskalandi og meðal annars hefur verið útnefndur alþjóðlegur heiðursprófessor við New York University í Bandaríkjunum. „Ég trúi því staðfastlega að þær breytingar sem verið er að stefna að núna með skipulagi á sjávarútvegi að þær séu allt að því hættulegar. Þær ná miklu lengur en það hver eigi arðinn á miðunum. Það er verið að breyta algjörlega um stefnu." Þráinn segir að í þeim tillögum sem liggja fyrir sé ekki gert ráð fyrir efnahagslegum hvötum hjá þeim sem starfa í atvinnulífinu, ekki þar að finna áhyggjur af hugsanlegri pólitískri spillingu þá þyki honum næstum dramb falið í því að ætla setjast niður við skrifborð og endurskipuleggja undirstöðugrein þjóðarinnar frá grunni. „Þessi vinna sem hefur verið unnin í tengslum við þessar breytingar er eftir mínu viti illa gerð í sumum tilvikum," segir Þráinn. Hann segir Íslendinga í hættulegri stöðu eftir efnahagshrunið og því séu breytingarnar mjög varasamar um þessar mundir þegar mikilvægt sé að ná upp hagvexti. „Þetta er greinin sem stendur undir framförum og hagvexti og góðum lífskjörum hjá okkur. En á þessum hættutímum hjá okkur ráðast menn í það, eins og þeir hafi bara fengið flog, í það að snúa öllu við í greininni. Eins og það sé það mikilvægasta sem þurfi að sinna núna." Núverandi kerfi hefur oft sætt gagnrýni um að það feli í sér misskiptingu og geri heil byggðalög viðkvæm fyrir ákvörðun einstaklinga. „Við höfum ekki efni á að nota sjávarútveg í byggðastefnu. En kerfið að vera hagkvæmt fyrir þjóðina og fólkið á staðnum. En svo er þetta að einhverju leyti að orðum aukið. Það er mikill uppgangur á landsbyggðinni vegna þessa kerfis og það hefur skapað miklar tekjur í byggðum landsins," segir hann. Frá 1990 hafi verið tveggja prósenta vöxtur í framleiðni í sjávarútvegnum. Það sé mikill vöxtur á jafn löngu tímabili sem hafi gagnast öllum og fært landsbyggðinni velsæld. Þá hafi bæjarfélögin í sumum tilfellum selt kvótann út úr bæjarfélaginu þannig það sé ekki hægt að skella skuldinni á einstaklinga og ákvarðanir þeirra. En ef koma eigi í veg fyrir áhrif einstaklinga á samfélög eða bæta skaða sem hafi orðið vegna þessa sé hægt að leita annarra leiða en að umbylta fiskveiðistjórnunarkerfinu algjörlega eftir að hafa unnið vinnu við skrifborð í snatri. „Það er alveg sjálfsagt að setjast niður og spá í þessa hluti og reyna að aðstoða bæjarfélög, ef illa gengur hjá þeim og ekkert annað getur komið í staðinn, við að kaupa kvóta, til dæmis með því að ríkið styrki ákveðinn bæjarfélög með því hjálpa þeim að kaupa kvóta. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Alþjóðleg ráðstefna um fiskveiðar var haldin í Háskóla Íslands í dag. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Þráinn Eggertsson, prófessor sem mikið hefur fjallað um nýtingu auðlinda. Hann hefur kennt við virta háskóla í Bandaríkjunum og Þýskalandi og meðal annars hefur verið útnefndur alþjóðlegur heiðursprófessor við New York University í Bandaríkjunum. „Ég trúi því staðfastlega að þær breytingar sem verið er að stefna að núna með skipulagi á sjávarútvegi að þær séu allt að því hættulegar. Þær ná miklu lengur en það hver eigi arðinn á miðunum. Það er verið að breyta algjörlega um stefnu." Þráinn segir að í þeim tillögum sem liggja fyrir sé ekki gert ráð fyrir efnahagslegum hvötum hjá þeim sem starfa í atvinnulífinu, ekki þar að finna áhyggjur af hugsanlegri pólitískri spillingu þá þyki honum næstum dramb falið í því að ætla setjast niður við skrifborð og endurskipuleggja undirstöðugrein þjóðarinnar frá grunni. „Þessi vinna sem hefur verið unnin í tengslum við þessar breytingar er eftir mínu viti illa gerð í sumum tilvikum," segir Þráinn. Hann segir Íslendinga í hættulegri stöðu eftir efnahagshrunið og því séu breytingarnar mjög varasamar um þessar mundir þegar mikilvægt sé að ná upp hagvexti. „Þetta er greinin sem stendur undir framförum og hagvexti og góðum lífskjörum hjá okkur. En á þessum hættutímum hjá okkur ráðast menn í það, eins og þeir hafi bara fengið flog, í það að snúa öllu við í greininni. Eins og það sé það mikilvægasta sem þurfi að sinna núna." Núverandi kerfi hefur oft sætt gagnrýni um að það feli í sér misskiptingu og geri heil byggðalög viðkvæm fyrir ákvörðun einstaklinga. „Við höfum ekki efni á að nota sjávarútveg í byggðastefnu. En kerfið að vera hagkvæmt fyrir þjóðina og fólkið á staðnum. En svo er þetta að einhverju leyti að orðum aukið. Það er mikill uppgangur á landsbyggðinni vegna þessa kerfis og það hefur skapað miklar tekjur í byggðum landsins," segir hann. Frá 1990 hafi verið tveggja prósenta vöxtur í framleiðni í sjávarútvegnum. Það sé mikill vöxtur á jafn löngu tímabili sem hafi gagnast öllum og fært landsbyggðinni velsæld. Þá hafi bæjarfélögin í sumum tilfellum selt kvótann út úr bæjarfélaginu þannig það sé ekki hægt að skella skuldinni á einstaklinga og ákvarðanir þeirra. En ef koma eigi í veg fyrir áhrif einstaklinga á samfélög eða bæta skaða sem hafi orðið vegna þessa sé hægt að leita annarra leiða en að umbylta fiskveiðistjórnunarkerfinu algjörlega eftir að hafa unnið vinnu við skrifborð í snatri. „Það er alveg sjálfsagt að setjast niður og spá í þessa hluti og reyna að aðstoða bæjarfélög, ef illa gengur hjá þeim og ekkert annað getur komið í staðinn, við að kaupa kvóta, til dæmis með því að ríkið styrki ákveðinn bæjarfélög með því hjálpa þeim að kaupa kvóta.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira