Innlent

Steingrímur hóflega bjartsýnn á árangur í makrílviðræðum

Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra segist í viðtali við netsíðuna Fish-Update, vera hóflega bjartsýnn á viðunandi árangur af fundi strandríkja um makríl, sem hefst í Reykjavík í dag.

Við samningaborðið verða fulltrúar Evrópusambandsins, Noregs, Færeyja og Rússlands, en það hefur gengið treglega að sannfæra þessar þjóðir, að Færeyingum undanskildum, um tilveru makríls í ríkum mæli á Íslandsmiðum.

Þar til í desember síðastliðnum töldu Evrópuþjóðir hæfilegan hlut Íslendinga í kvótanum vera um 3% en hækkuðu það síðan í 6m5%. Við aftur á móti teljum okkur eiga rétt á 16 til 17%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×