Rukkað í öll bílastæði við HÍ og Landspítala 7. september 2012 07:00 hjálmar sveinsson Bílanotkun nemenda Háskóla Íslands (HÍ) og starfsfólks Landspítalans þarf að dragast saman sem mótvægisaðgerð við aukinni umferð við nýjan Landspítala. Gert er ráð fyrir gjaldtöku við öll bílastæði í háskólanum, við spítalann og á milli gömlu og nýju Hringbrautar. Þetta segir Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurbogar. „Við höfum átt í samræðum við þessa aðila, höfum sett þeim ströng skilyrði og teljum engan vafa á að þetta muni takast,“ segir Hjálmar. Hann segir forsvarsmenn háskólans ekki hafa tekið illa í þessar hugmyndir. Fréttablaðið greindi í gær frá athugasemdum íbúasamtaka vegna aukinnar umferðar við fyrirhugaðan spítala. Hjálmar segist skilja þær áhyggjur, en hann sé sannfærður um að það takist að stjórna umferð. Miklabrautin beri aðeins ákveðið mikla umferð og hún geti ekki orðið mikið meiri en í dag. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir brýna þörf á að byggja við Landspítalann við Hringbraut. Sú tillaga sem liggi fyrir sé hins vegar fráleit, enda allt of mikið byggingarmagn. „Þetta er rétt staðsetning en röng tillaga.“ Þá sé ekki lengur um viðbyggingu við byggingar að ræða, heldur alveg nýjan spítala. Hjálmar segir að til lengri tíma litið sé rétt að benda á uppbyggingu í Vatnsmýrinni, en aðeins séu rúm þrjú ár í að hluti flugvallarins fari. „Það stendur ekkert til annað en það að í endurskoðuðu Aðalskipulagi verði staðið við tímasetningar og norður/suðurbrautin fari árið 2016. Það eru rétt rúm þrjú ár í það. Þetta er sterk yfirlýsing um að við lítum svo á að flugvöllurinn sé að fara í áföngum sem geri það kleift að að byggja í Vatnsmýrinni á næstu tuttugu árum. Það mun minnka umferðarþörf og gefa fleirum kost á að búa miðsvæðis, til dæmis nálægt nýjum spítala.“ Skipulagsráð hefur samþykkt að framlengja frest til athugasemda við tillöguna til 20. september.- kóp / sjá síðu 6 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Bílanotkun nemenda Háskóla Íslands (HÍ) og starfsfólks Landspítalans þarf að dragast saman sem mótvægisaðgerð við aukinni umferð við nýjan Landspítala. Gert er ráð fyrir gjaldtöku við öll bílastæði í háskólanum, við spítalann og á milli gömlu og nýju Hringbrautar. Þetta segir Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurbogar. „Við höfum átt í samræðum við þessa aðila, höfum sett þeim ströng skilyrði og teljum engan vafa á að þetta muni takast,“ segir Hjálmar. Hann segir forsvarsmenn háskólans ekki hafa tekið illa í þessar hugmyndir. Fréttablaðið greindi í gær frá athugasemdum íbúasamtaka vegna aukinnar umferðar við fyrirhugaðan spítala. Hjálmar segist skilja þær áhyggjur, en hann sé sannfærður um að það takist að stjórna umferð. Miklabrautin beri aðeins ákveðið mikla umferð og hún geti ekki orðið mikið meiri en í dag. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir brýna þörf á að byggja við Landspítalann við Hringbraut. Sú tillaga sem liggi fyrir sé hins vegar fráleit, enda allt of mikið byggingarmagn. „Þetta er rétt staðsetning en röng tillaga.“ Þá sé ekki lengur um viðbyggingu við byggingar að ræða, heldur alveg nýjan spítala. Hjálmar segir að til lengri tíma litið sé rétt að benda á uppbyggingu í Vatnsmýrinni, en aðeins séu rúm þrjú ár í að hluti flugvallarins fari. „Það stendur ekkert til annað en það að í endurskoðuðu Aðalskipulagi verði staðið við tímasetningar og norður/suðurbrautin fari árið 2016. Það eru rétt rúm þrjú ár í það. Þetta er sterk yfirlýsing um að við lítum svo á að flugvöllurinn sé að fara í áföngum sem geri það kleift að að byggja í Vatnsmýrinni á næstu tuttugu árum. Það mun minnka umferðarþörf og gefa fleirum kost á að búa miðsvæðis, til dæmis nálægt nýjum spítala.“ Skipulagsráð hefur samþykkt að framlengja frest til athugasemda við tillöguna til 20. september.- kóp / sjá síðu 6
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira