Sjómenn vilja breytt lög um strandveiðar 31. júlí 2012 05:30 Strandveiðimenn eru í kapphlaupi hver við annan um að ná sem mestum afla þar til potturinn klárast, og því geta einstakir sjómenn ekki frestað veiðum þar til eftir helgi. Fréttablaðið/Stefán Breyta ætti lögum um strandveiðar svo veiðidagar hitti ekki á tímabil þar sem fiskverð er lágt segir formaður smábátasjómanna. Þrátt fyrir viðræður náðist ekki samkomulag um að fresta strandveiðum þar til eftir verslunarmannahelgi. Stjórnvöld ættu að tryggja að í framtíðinni hefjist strandveiðar í ágúst ekki dagana fyrir verslunarmannahelgi, segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Mikil óánægja er meðal strandveiðimanna með að tímabil strandveiða skuli hefjast 1. ágúst, enda stórar fiskvinnslur lokaðar um helgina og því líklegt að verð á fiskmörkuðum verði lágt. Arthur segir ljóst að stjórnvöld hafi engar heimildir til að bregðast við þetta árið, en rétt sé að taka málið til rækilegrar endurskoðunar fyrir næsta sumar og breyta reglunum svo veiðarnar hitti ekki á svo óheppilega daga. „Við munum reyna að fá ráðuneytið í samvinnu við að gera þetta þannig úr garði að sem minnst hætta sé á verðföllum af þessu tagi,“ segir Arthur. Strandveiðar fara fram fyrstu dagana í hverjum sumarmánuði, og hefjast því á morgun, 1. ágúst. Veiðarnar stöðvast þegar heildarafla er náð og klárast því yfirleitt á nokkrum dögum. Því geta strandveiðimenn ekki beðið með að halda til veiða, enda hætt við að þá verði lítið til skiptanna ef aðrir fara á sjó. Arthur segir strandveiðimenn hafa rætt um að bindast samtökum um að róa ekki fyrr en eftir verslunarmannahelgi. „Ég veit að menn eru að tala saman, en ég hef ekki heyrt að það sé neitt samkomulag um það, og ósennilegt að samkomulag náist úr því sem komið er,“ segir Arthur. Hann segir það huggun harmi gegn að mögulega verði fiskverðið á markaði ekki jafn lágt og menn hafi haldið. „Þetta breytir því ekki að þetta eru augljóslega ekki heppilegustu dagarnir til að róa á,“ segir Arthur. Eins og fram kom í Fréttablaðinu nýverið hafa fjölmargir strandveiðimenn haft samband við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og óskað eftir því að ráðherra fresti strandveiðum þar til eftir helgi. Til þess hefur hann enga heimild samkvæmt lögunum. Eina úrræði ráðherra til að hafa slík áhrif væri því væntanlega að setja bráðabirgðalög, og nær útilokað er að það verði gert. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna málsins í gær. brjann@frettabladid.is Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Breyta ætti lögum um strandveiðar svo veiðidagar hitti ekki á tímabil þar sem fiskverð er lágt segir formaður smábátasjómanna. Þrátt fyrir viðræður náðist ekki samkomulag um að fresta strandveiðum þar til eftir verslunarmannahelgi. Stjórnvöld ættu að tryggja að í framtíðinni hefjist strandveiðar í ágúst ekki dagana fyrir verslunarmannahelgi, segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Mikil óánægja er meðal strandveiðimanna með að tímabil strandveiða skuli hefjast 1. ágúst, enda stórar fiskvinnslur lokaðar um helgina og því líklegt að verð á fiskmörkuðum verði lágt. Arthur segir ljóst að stjórnvöld hafi engar heimildir til að bregðast við þetta árið, en rétt sé að taka málið til rækilegrar endurskoðunar fyrir næsta sumar og breyta reglunum svo veiðarnar hitti ekki á svo óheppilega daga. „Við munum reyna að fá ráðuneytið í samvinnu við að gera þetta þannig úr garði að sem minnst hætta sé á verðföllum af þessu tagi,“ segir Arthur. Strandveiðar fara fram fyrstu dagana í hverjum sumarmánuði, og hefjast því á morgun, 1. ágúst. Veiðarnar stöðvast þegar heildarafla er náð og klárast því yfirleitt á nokkrum dögum. Því geta strandveiðimenn ekki beðið með að halda til veiða, enda hætt við að þá verði lítið til skiptanna ef aðrir fara á sjó. Arthur segir strandveiðimenn hafa rætt um að bindast samtökum um að róa ekki fyrr en eftir verslunarmannahelgi. „Ég veit að menn eru að tala saman, en ég hef ekki heyrt að það sé neitt samkomulag um það, og ósennilegt að samkomulag náist úr því sem komið er,“ segir Arthur. Hann segir það huggun harmi gegn að mögulega verði fiskverðið á markaði ekki jafn lágt og menn hafi haldið. „Þetta breytir því ekki að þetta eru augljóslega ekki heppilegustu dagarnir til að róa á,“ segir Arthur. Eins og fram kom í Fréttablaðinu nýverið hafa fjölmargir strandveiðimenn haft samband við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og óskað eftir því að ráðherra fresti strandveiðum þar til eftir helgi. Til þess hefur hann enga heimild samkvæmt lögunum. Eina úrræði ráðherra til að hafa slík áhrif væri því væntanlega að setja bráðabirgðalög, og nær útilokað er að það verði gert. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna málsins í gær. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira