„Lýðræðið er í hættu," skrifar Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi á heimasíðu sinni og bætir við að þeir einu sem geta komið lýðræðinu til bjargar séu almennir borgarar.
„En almennir borgarar geta líka átt þátt í því að tortíma lýðræðinu með því að kjósa yfir sig öfl sem eru ekki bundin verðleikum heldur hagsmunum," skrifar Herdís.
Hún segir ennfremur í pistli sínum að óvissuástandi í efnahagsmálum sé áhyggjuefni. Þá hefur hún einnig áhyggjur af því að fjármála- og hagsmunaöfl ráði för fjölmiðla.
Hægt er að lesa pistil Herdísar hér.
Herdís Þorgeirsdóttir segir lýðræðið vera í hættu
