Koma má með hrátt kjöt ef það er frosið 11. júlí 2012 07:30 Skinka Ekki þarf að greiða toll af kjötinu sé magnið undir þremur kílóum. Ferðamenn geta nú komið með hrátt kjöt til landsins sé það frosið og prófað fyrir salmónellu. Ekki þarf að greiða toll af kjötinu sé magnið undir þremur kílóum. Afla þarf þó leyfis hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu fyrir fram. Vottorðakrafa fyrir soðnar vörur hefur verið felld niður, að því er Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutningsmála hjá Matvælastofnun (MAST) greinir frá. „Þetta er meðal breytinganna sem ný reglugerð frá því í maí felur í sér. Með reglugerðinni er verið að draga úr innflutningshömlum til Íslands," segir Gísli. Fréttablaðið greindi frá því í gær að innflutningur ferðamanna á allt að einu kílói af ostum úr ógerilsneyddri mjólk til einkaneyslu væri nú leyfður. Breytingin hefur ekki verið kynnt að öðru leyti en því að reglugerðin, sem er númer 448, hefur verið birt á heimasíðum MAST og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. „Það er í raun eðlilegt að þetta sé kynnt betur á okkar heimasíðu því að þetta er umtalsverð breyting þótt í smáum stíl sé." Gísli segir breytingarnar afleiðingar af nýrri matvælalöggjöf sem sett var í nóvember í fyrra. „Ísland var þá í raun að taka upp matvælalöggjöf Evrópusambandsins sem opnaði fyrir frjálst flæði matvæla. Hins vegar uppfyllti engin íslensk kjötvinnsla skilyrði nýju löggjafarinnar. Núna eru nánast allar kjötvinnslurnar komnar á markað Evrópusambandsríkjanna, sem er 500 milljóna manna markaður. Það lá við að ég færi að gráta þegar ég sá auglýstar SS-pylsur í Kaupmannahöfn því að á þeim tíma mátti þekktasta kjötvinnslufyrirtæki landsins ekki flytja út unnar kjötvörur. Þar til í febrúar og mars gat engin kjötvinnsla flutt út svo mikið sem eina pylsu. Núna geta allar kjötvinnslur sem eru á lista MAST yfir viðurkenndar starfsstöðvar flutt vörur sínar hvert sem er innan Evrópska efnahagssvæðisins." Kjötvinnslurnar höfðu frest þar til 1. maí að uppfylla kröfurnar. Að sögn Gísla hefur umbótaferlið, sem staðið hefur yfir á fyrri hluta þessa árs, kostað mörg kjötvinnslufyrirtækjanna tugi milljóna króna til að verða starfshæf. „Þau þurftu ekki bara að gera umbætur til þess að geta flutt vörur sínar út, heldur til þess að mega starfa yfir höfuð. Nú sætum við því að þurfa að uppfylla sömu staðla og þá bestu sem gilda í Evrópu."ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ferðamenn geta nú komið með hrátt kjöt til landsins sé það frosið og prófað fyrir salmónellu. Ekki þarf að greiða toll af kjötinu sé magnið undir þremur kílóum. Afla þarf þó leyfis hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu fyrir fram. Vottorðakrafa fyrir soðnar vörur hefur verið felld niður, að því er Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutningsmála hjá Matvælastofnun (MAST) greinir frá. „Þetta er meðal breytinganna sem ný reglugerð frá því í maí felur í sér. Með reglugerðinni er verið að draga úr innflutningshömlum til Íslands," segir Gísli. Fréttablaðið greindi frá því í gær að innflutningur ferðamanna á allt að einu kílói af ostum úr ógerilsneyddri mjólk til einkaneyslu væri nú leyfður. Breytingin hefur ekki verið kynnt að öðru leyti en því að reglugerðin, sem er númer 448, hefur verið birt á heimasíðum MAST og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. „Það er í raun eðlilegt að þetta sé kynnt betur á okkar heimasíðu því að þetta er umtalsverð breyting þótt í smáum stíl sé." Gísli segir breytingarnar afleiðingar af nýrri matvælalöggjöf sem sett var í nóvember í fyrra. „Ísland var þá í raun að taka upp matvælalöggjöf Evrópusambandsins sem opnaði fyrir frjálst flæði matvæla. Hins vegar uppfyllti engin íslensk kjötvinnsla skilyrði nýju löggjafarinnar. Núna eru nánast allar kjötvinnslurnar komnar á markað Evrópusambandsríkjanna, sem er 500 milljóna manna markaður. Það lá við að ég færi að gráta þegar ég sá auglýstar SS-pylsur í Kaupmannahöfn því að á þeim tíma mátti þekktasta kjötvinnslufyrirtæki landsins ekki flytja út unnar kjötvörur. Þar til í febrúar og mars gat engin kjötvinnsla flutt út svo mikið sem eina pylsu. Núna geta allar kjötvinnslur sem eru á lista MAST yfir viðurkenndar starfsstöðvar flutt vörur sínar hvert sem er innan Evrópska efnahagssvæðisins." Kjötvinnslurnar höfðu frest þar til 1. maí að uppfylla kröfurnar. Að sögn Gísla hefur umbótaferlið, sem staðið hefur yfir á fyrri hluta þessa árs, kostað mörg kjötvinnslufyrirtækjanna tugi milljóna króna til að verða starfshæf. „Þau þurftu ekki bara að gera umbætur til þess að geta flutt vörur sínar út, heldur til þess að mega starfa yfir höfuð. Nú sætum við því að þurfa að uppfylla sömu staðla og þá bestu sem gilda í Evrópu."ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira