Koma má með hrátt kjöt ef það er frosið 11. júlí 2012 07:30 Skinka Ekki þarf að greiða toll af kjötinu sé magnið undir þremur kílóum. Ferðamenn geta nú komið með hrátt kjöt til landsins sé það frosið og prófað fyrir salmónellu. Ekki þarf að greiða toll af kjötinu sé magnið undir þremur kílóum. Afla þarf þó leyfis hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu fyrir fram. Vottorðakrafa fyrir soðnar vörur hefur verið felld niður, að því er Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutningsmála hjá Matvælastofnun (MAST) greinir frá. „Þetta er meðal breytinganna sem ný reglugerð frá því í maí felur í sér. Með reglugerðinni er verið að draga úr innflutningshömlum til Íslands," segir Gísli. Fréttablaðið greindi frá því í gær að innflutningur ferðamanna á allt að einu kílói af ostum úr ógerilsneyddri mjólk til einkaneyslu væri nú leyfður. Breytingin hefur ekki verið kynnt að öðru leyti en því að reglugerðin, sem er númer 448, hefur verið birt á heimasíðum MAST og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. „Það er í raun eðlilegt að þetta sé kynnt betur á okkar heimasíðu því að þetta er umtalsverð breyting þótt í smáum stíl sé." Gísli segir breytingarnar afleiðingar af nýrri matvælalöggjöf sem sett var í nóvember í fyrra. „Ísland var þá í raun að taka upp matvælalöggjöf Evrópusambandsins sem opnaði fyrir frjálst flæði matvæla. Hins vegar uppfyllti engin íslensk kjötvinnsla skilyrði nýju löggjafarinnar. Núna eru nánast allar kjötvinnslurnar komnar á markað Evrópusambandsríkjanna, sem er 500 milljóna manna markaður. Það lá við að ég færi að gráta þegar ég sá auglýstar SS-pylsur í Kaupmannahöfn því að á þeim tíma mátti þekktasta kjötvinnslufyrirtæki landsins ekki flytja út unnar kjötvörur. Þar til í febrúar og mars gat engin kjötvinnsla flutt út svo mikið sem eina pylsu. Núna geta allar kjötvinnslur sem eru á lista MAST yfir viðurkenndar starfsstöðvar flutt vörur sínar hvert sem er innan Evrópska efnahagssvæðisins." Kjötvinnslurnar höfðu frest þar til 1. maí að uppfylla kröfurnar. Að sögn Gísla hefur umbótaferlið, sem staðið hefur yfir á fyrri hluta þessa árs, kostað mörg kjötvinnslufyrirtækjanna tugi milljóna króna til að verða starfshæf. „Þau þurftu ekki bara að gera umbætur til þess að geta flutt vörur sínar út, heldur til þess að mega starfa yfir höfuð. Nú sætum við því að þurfa að uppfylla sömu staðla og þá bestu sem gilda í Evrópu."ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Ferðamenn geta nú komið með hrátt kjöt til landsins sé það frosið og prófað fyrir salmónellu. Ekki þarf að greiða toll af kjötinu sé magnið undir þremur kílóum. Afla þarf þó leyfis hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu fyrir fram. Vottorðakrafa fyrir soðnar vörur hefur verið felld niður, að því er Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutningsmála hjá Matvælastofnun (MAST) greinir frá. „Þetta er meðal breytinganna sem ný reglugerð frá því í maí felur í sér. Með reglugerðinni er verið að draga úr innflutningshömlum til Íslands," segir Gísli. Fréttablaðið greindi frá því í gær að innflutningur ferðamanna á allt að einu kílói af ostum úr ógerilsneyddri mjólk til einkaneyslu væri nú leyfður. Breytingin hefur ekki verið kynnt að öðru leyti en því að reglugerðin, sem er númer 448, hefur verið birt á heimasíðum MAST og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. „Það er í raun eðlilegt að þetta sé kynnt betur á okkar heimasíðu því að þetta er umtalsverð breyting þótt í smáum stíl sé." Gísli segir breytingarnar afleiðingar af nýrri matvælalöggjöf sem sett var í nóvember í fyrra. „Ísland var þá í raun að taka upp matvælalöggjöf Evrópusambandsins sem opnaði fyrir frjálst flæði matvæla. Hins vegar uppfyllti engin íslensk kjötvinnsla skilyrði nýju löggjafarinnar. Núna eru nánast allar kjötvinnslurnar komnar á markað Evrópusambandsríkjanna, sem er 500 milljóna manna markaður. Það lá við að ég færi að gráta þegar ég sá auglýstar SS-pylsur í Kaupmannahöfn því að á þeim tíma mátti þekktasta kjötvinnslufyrirtæki landsins ekki flytja út unnar kjötvörur. Þar til í febrúar og mars gat engin kjötvinnsla flutt út svo mikið sem eina pylsu. Núna geta allar kjötvinnslur sem eru á lista MAST yfir viðurkenndar starfsstöðvar flutt vörur sínar hvert sem er innan Evrópska efnahagssvæðisins." Kjötvinnslurnar höfðu frest þar til 1. maí að uppfylla kröfurnar. Að sögn Gísla hefur umbótaferlið, sem staðið hefur yfir á fyrri hluta þessa árs, kostað mörg kjötvinnslufyrirtækjanna tugi milljóna króna til að verða starfshæf. „Þau þurftu ekki bara að gera umbætur til þess að geta flutt vörur sínar út, heldur til þess að mega starfa yfir höfuð. Nú sætum við því að þurfa að uppfylla sömu staðla og þá bestu sem gilda í Evrópu."ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent