Koma má með hrátt kjöt ef það er frosið 11. júlí 2012 07:30 Skinka Ekki þarf að greiða toll af kjötinu sé magnið undir þremur kílóum. Ferðamenn geta nú komið með hrátt kjöt til landsins sé það frosið og prófað fyrir salmónellu. Ekki þarf að greiða toll af kjötinu sé magnið undir þremur kílóum. Afla þarf þó leyfis hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu fyrir fram. Vottorðakrafa fyrir soðnar vörur hefur verið felld niður, að því er Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutningsmála hjá Matvælastofnun (MAST) greinir frá. „Þetta er meðal breytinganna sem ný reglugerð frá því í maí felur í sér. Með reglugerðinni er verið að draga úr innflutningshömlum til Íslands," segir Gísli. Fréttablaðið greindi frá því í gær að innflutningur ferðamanna á allt að einu kílói af ostum úr ógerilsneyddri mjólk til einkaneyslu væri nú leyfður. Breytingin hefur ekki verið kynnt að öðru leyti en því að reglugerðin, sem er númer 448, hefur verið birt á heimasíðum MAST og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. „Það er í raun eðlilegt að þetta sé kynnt betur á okkar heimasíðu því að þetta er umtalsverð breyting þótt í smáum stíl sé." Gísli segir breytingarnar afleiðingar af nýrri matvælalöggjöf sem sett var í nóvember í fyrra. „Ísland var þá í raun að taka upp matvælalöggjöf Evrópusambandsins sem opnaði fyrir frjálst flæði matvæla. Hins vegar uppfyllti engin íslensk kjötvinnsla skilyrði nýju löggjafarinnar. Núna eru nánast allar kjötvinnslurnar komnar á markað Evrópusambandsríkjanna, sem er 500 milljóna manna markaður. Það lá við að ég færi að gráta þegar ég sá auglýstar SS-pylsur í Kaupmannahöfn því að á þeim tíma mátti þekktasta kjötvinnslufyrirtæki landsins ekki flytja út unnar kjötvörur. Þar til í febrúar og mars gat engin kjötvinnsla flutt út svo mikið sem eina pylsu. Núna geta allar kjötvinnslur sem eru á lista MAST yfir viðurkenndar starfsstöðvar flutt vörur sínar hvert sem er innan Evrópska efnahagssvæðisins." Kjötvinnslurnar höfðu frest þar til 1. maí að uppfylla kröfurnar. Að sögn Gísla hefur umbótaferlið, sem staðið hefur yfir á fyrri hluta þessa árs, kostað mörg kjötvinnslufyrirtækjanna tugi milljóna króna til að verða starfshæf. „Þau þurftu ekki bara að gera umbætur til þess að geta flutt vörur sínar út, heldur til þess að mega starfa yfir höfuð. Nú sætum við því að þurfa að uppfylla sömu staðla og þá bestu sem gilda í Evrópu."ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira
Ferðamenn geta nú komið með hrátt kjöt til landsins sé það frosið og prófað fyrir salmónellu. Ekki þarf að greiða toll af kjötinu sé magnið undir þremur kílóum. Afla þarf þó leyfis hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu fyrir fram. Vottorðakrafa fyrir soðnar vörur hefur verið felld niður, að því er Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutningsmála hjá Matvælastofnun (MAST) greinir frá. „Þetta er meðal breytinganna sem ný reglugerð frá því í maí felur í sér. Með reglugerðinni er verið að draga úr innflutningshömlum til Íslands," segir Gísli. Fréttablaðið greindi frá því í gær að innflutningur ferðamanna á allt að einu kílói af ostum úr ógerilsneyddri mjólk til einkaneyslu væri nú leyfður. Breytingin hefur ekki verið kynnt að öðru leyti en því að reglugerðin, sem er númer 448, hefur verið birt á heimasíðum MAST og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. „Það er í raun eðlilegt að þetta sé kynnt betur á okkar heimasíðu því að þetta er umtalsverð breyting þótt í smáum stíl sé." Gísli segir breytingarnar afleiðingar af nýrri matvælalöggjöf sem sett var í nóvember í fyrra. „Ísland var þá í raun að taka upp matvælalöggjöf Evrópusambandsins sem opnaði fyrir frjálst flæði matvæla. Hins vegar uppfyllti engin íslensk kjötvinnsla skilyrði nýju löggjafarinnar. Núna eru nánast allar kjötvinnslurnar komnar á markað Evrópusambandsríkjanna, sem er 500 milljóna manna markaður. Það lá við að ég færi að gráta þegar ég sá auglýstar SS-pylsur í Kaupmannahöfn því að á þeim tíma mátti þekktasta kjötvinnslufyrirtæki landsins ekki flytja út unnar kjötvörur. Þar til í febrúar og mars gat engin kjötvinnsla flutt út svo mikið sem eina pylsu. Núna geta allar kjötvinnslur sem eru á lista MAST yfir viðurkenndar starfsstöðvar flutt vörur sínar hvert sem er innan Evrópska efnahagssvæðisins." Kjötvinnslurnar höfðu frest þar til 1. maí að uppfylla kröfurnar. Að sögn Gísla hefur umbótaferlið, sem staðið hefur yfir á fyrri hluta þessa árs, kostað mörg kjötvinnslufyrirtækjanna tugi milljóna króna til að verða starfshæf. „Þau þurftu ekki bara að gera umbætur til þess að geta flutt vörur sínar út, heldur til þess að mega starfa yfir höfuð. Nú sætum við því að þurfa að uppfylla sömu staðla og þá bestu sem gilda í Evrópu."ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira