Samningar við Huang Nubo langt komnir 18. júlí 2012 05:30 Huang sagðist, í viðtali við Bloomberg í gær, ráðgera að reisa hótel, um 100 einbýlishús og golfvöll á hinu byggilega svæði Grímsstaða. Þá verði boðið upp á ýmiss konar afþreyingu á svæðinu. Nordicphotos/AFP Samningaviðræður félags Huangs Nubo við sex sveitarfélög á Norðausturlandi um kaup og leigu á Grímsstöðum á Fjöllum eru langt komnar. Huang segir að heildarfjárfesting hans hér á landi muni nema ríflega 25 milljörðum króna. Samningaviðræðum Zhongkun-fjárfestingafélagsins, í eigu kínverska fjárfestisins Huangs Nubo, við sveitarfélög á Norðausturlandi um langtímaleigu á Grímsstöðum á Fjöllum eru langt komnar. Vonast er eftir því að skrifað verði undir leigusamning á næstu vikum. „Þetta mál er komið mjög langt og er í fínum farvegi. Við vonumst eftir því að geta látið á þetta reyna innan tiltölulega skamms tíma,“ segir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings og stjórnarformaður GÁF sem er einkahlutafélag í eigu sex sveitarfélaga á Norðausturlandi. Var félagið stofnað til að undirbúa kaup og leigu á Grímsstöðum. Bergur segir að þegar sé fengin niðurstaða í flest þau atriði sem semja hafi þurft um. Nú sé í gangi lögfræðivinna sem snúi að því að fínpússa samninginn. Bergur segist ekki geta tjáð sig efnislega um samkomulagið fyrr en skrifað hafi verið undir samning. Niðurstaðan sé þó í takti við það sem sveitarfélögin hafi lagt upp með í upphafi. Loks segir Bergur að gangi allt að óskum fari hönnunarvinna brátt af stað. Að henni lokinni geti framkvæmdir hafist, sem gæti orðið árið 2014. Huang sagði sjálfur í viðtali við bandarísku viðskiptafréttaveituna Bloomberg í gær að samningaviðræðunum væri lokið þótt enn hefði ekki verið skrifað undir formlegan leigusamning. Skrifað yrði undir samninginn í síðasta lagi í október. Samkvæmt frétt Bloomberg er leiguverðið tæplega 7,8 milljónir Bandaríkjadala, jafngildi um 990 milljóna íslenskra króna. Þá kemur fram í fréttinni að leiguverðið sé um einni milljón dala lægra en það kaupverð lóðarinnar sem rætt hafði verið um. Þá er haft eftir Huang að heildarfjárfesting hans vegna leigu á landinu og uppbyggingar á svæðinu verði tæplega 200 milljónir Bandaríkjadala, jafngildi ríflega 25 milljarða króna. Huang ráðgerir að reisa hótel, um 100 einbýlishús og golfvöll á hinu byggilega svæði Grímsstaða en landið verður að hans sögn leigt til fjörutíu ára með möguleika á framlengingu til annarra fjörutíu ára. Þá verður hinn hluti lóðarinnar notaður sem útivistarsvæði þar sem boðið verður upp á afþreyingu á borð við hestaferðir, fjallgöngur og svifdrekaflug. Huang kveðst vonast til þess að sala á einbýlishúsunum, að mestu til ríkra Kínverja, muni nægja til að greiða upp verkefnið. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Sjá meira
Samningaviðræður félags Huangs Nubo við sex sveitarfélög á Norðausturlandi um kaup og leigu á Grímsstöðum á Fjöllum eru langt komnar. Huang segir að heildarfjárfesting hans hér á landi muni nema ríflega 25 milljörðum króna. Samningaviðræðum Zhongkun-fjárfestingafélagsins, í eigu kínverska fjárfestisins Huangs Nubo, við sveitarfélög á Norðausturlandi um langtímaleigu á Grímsstöðum á Fjöllum eru langt komnar. Vonast er eftir því að skrifað verði undir leigusamning á næstu vikum. „Þetta mál er komið mjög langt og er í fínum farvegi. Við vonumst eftir því að geta látið á þetta reyna innan tiltölulega skamms tíma,“ segir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings og stjórnarformaður GÁF sem er einkahlutafélag í eigu sex sveitarfélaga á Norðausturlandi. Var félagið stofnað til að undirbúa kaup og leigu á Grímsstöðum. Bergur segir að þegar sé fengin niðurstaða í flest þau atriði sem semja hafi þurft um. Nú sé í gangi lögfræðivinna sem snúi að því að fínpússa samninginn. Bergur segist ekki geta tjáð sig efnislega um samkomulagið fyrr en skrifað hafi verið undir samning. Niðurstaðan sé þó í takti við það sem sveitarfélögin hafi lagt upp með í upphafi. Loks segir Bergur að gangi allt að óskum fari hönnunarvinna brátt af stað. Að henni lokinni geti framkvæmdir hafist, sem gæti orðið árið 2014. Huang sagði sjálfur í viðtali við bandarísku viðskiptafréttaveituna Bloomberg í gær að samningaviðræðunum væri lokið þótt enn hefði ekki verið skrifað undir formlegan leigusamning. Skrifað yrði undir samninginn í síðasta lagi í október. Samkvæmt frétt Bloomberg er leiguverðið tæplega 7,8 milljónir Bandaríkjadala, jafngildi um 990 milljóna íslenskra króna. Þá kemur fram í fréttinni að leiguverðið sé um einni milljón dala lægra en það kaupverð lóðarinnar sem rætt hafði verið um. Þá er haft eftir Huang að heildarfjárfesting hans vegna leigu á landinu og uppbyggingar á svæðinu verði tæplega 200 milljónir Bandaríkjadala, jafngildi ríflega 25 milljarða króna. Huang ráðgerir að reisa hótel, um 100 einbýlishús og golfvöll á hinu byggilega svæði Grímsstaða en landið verður að hans sögn leigt til fjörutíu ára með möguleika á framlengingu til annarra fjörutíu ára. Þá verður hinn hluti lóðarinnar notaður sem útivistarsvæði þar sem boðið verður upp á afþreyingu á borð við hestaferðir, fjallgöngur og svifdrekaflug. Huang kveðst vonast til þess að sala á einbýlishúsunum, að mestu til ríkra Kínverja, muni nægja til að greiða upp verkefnið. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Sjá meira