Lét gamlan draum rætast 18. maí 2012 12:30 Aldís Snorradóttir lét gamlan draum rætast og skipti um starfsvettvang. Hún opnar Gallerí Þoku á Laugavegi 25 á laugardag. fréttablaðið/stefán Aldís Snorradóttir rekur Gallerí Þoku sem staðsett er í kjallara Hríms hönnunarhúss á Laugavegi. Aldís er nýflutt aftur heim frá Montreal þar sem hún lagði stund á nám í listasögu. „Vinkona mín opnaði Hrím fyrir skömmu og þar var rými í kjallaranum sem mér þótti tilvalið til að nýta undir sýningar enda er mikið af hæfileikaríku, ungu listafólki hér á landi og lítið um sýningarstaði. Við ákváðum því að kýla á þetta, taka rýmið í gegn og opna gallerí," segir Aldís. Það er listamaðurinn Magnús Helgason sem ríður á vaðið með sýninguna Guð fær greitt í dollurum sem verður opnuð á laugardag. Aldís útskrifaðist úr viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og starfaði í tvö ár hjá fjárfestingabanka. Hún viðurkennir að listin hafi þó alltaf verið hennar ástríða og árið 2009 ákvað hún að láta drauminn rætast og hefja nám í listfræðum. „Ég hef verið áhugamanneskja um list allt frá því að amma og afi fóru með mig á söfn víða um Evrópu, en gat einhvern veginn ekki ímyndað mér að það gæti orðið að lífsstarfi mínu. Ég fór því í viðskiptafræði því það þótti svo praktískt á þeim tíma. Ég hef nú komist að því að maður á að elta drauma sína því það er það sem gerir mann hamingjusaman og mér finnst ég nú loksins vera komin á rétta hillu í lífinu. Það er allt annað að læra eitthvað sem maður hefur brennandi áhuga á." Aðspurð segir Aldís að það sé í mörg horn að líta þegar setja á upp listasýningu og nefnir í því samhengi að lýsingin þurfi að vera rétt og að oftast þurfi að vinna með takmarkað fjármagn. Aldís sinnir ekki aðeins starfi sýningarstjóra heldur mun hún einnig sjá um að selja verkin og telur það kost að galleríið sé í sama húsi og Hrím því þangað koma bæði erlendir ferðamenn sem og fagurkerar. Hún segist vera spennt fyrir opnunarkvöldinu en einnig svolítið stressuð. „Þetta hefur allt gerst svo hratt að maður trúir varla að þetta sé að gerast strax." Guð fær greitt í dollurum verður opnuð á laugardag klukkan 17. Gallerí Þoka er á Laugavegi 25. -sm Menning Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Aldís Snorradóttir rekur Gallerí Þoku sem staðsett er í kjallara Hríms hönnunarhúss á Laugavegi. Aldís er nýflutt aftur heim frá Montreal þar sem hún lagði stund á nám í listasögu. „Vinkona mín opnaði Hrím fyrir skömmu og þar var rými í kjallaranum sem mér þótti tilvalið til að nýta undir sýningar enda er mikið af hæfileikaríku, ungu listafólki hér á landi og lítið um sýningarstaði. Við ákváðum því að kýla á þetta, taka rýmið í gegn og opna gallerí," segir Aldís. Það er listamaðurinn Magnús Helgason sem ríður á vaðið með sýninguna Guð fær greitt í dollurum sem verður opnuð á laugardag. Aldís útskrifaðist úr viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og starfaði í tvö ár hjá fjárfestingabanka. Hún viðurkennir að listin hafi þó alltaf verið hennar ástríða og árið 2009 ákvað hún að láta drauminn rætast og hefja nám í listfræðum. „Ég hef verið áhugamanneskja um list allt frá því að amma og afi fóru með mig á söfn víða um Evrópu, en gat einhvern veginn ekki ímyndað mér að það gæti orðið að lífsstarfi mínu. Ég fór því í viðskiptafræði því það þótti svo praktískt á þeim tíma. Ég hef nú komist að því að maður á að elta drauma sína því það er það sem gerir mann hamingjusaman og mér finnst ég nú loksins vera komin á rétta hillu í lífinu. Það er allt annað að læra eitthvað sem maður hefur brennandi áhuga á." Aðspurð segir Aldís að það sé í mörg horn að líta þegar setja á upp listasýningu og nefnir í því samhengi að lýsingin þurfi að vera rétt og að oftast þurfi að vinna með takmarkað fjármagn. Aldís sinnir ekki aðeins starfi sýningarstjóra heldur mun hún einnig sjá um að selja verkin og telur það kost að galleríið sé í sama húsi og Hrím því þangað koma bæði erlendir ferðamenn sem og fagurkerar. Hún segist vera spennt fyrir opnunarkvöldinu en einnig svolítið stressuð. „Þetta hefur allt gerst svo hratt að maður trúir varla að þetta sé að gerast strax." Guð fær greitt í dollurum verður opnuð á laugardag klukkan 17. Gallerí Þoka er á Laugavegi 25. -sm
Menning Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira