Innlent

Skaut flugeldum á bíl og kýldi síðan farþegann

Logandi flugeldum var kastað út úr bíl á ferð á annan bíl, sem líka var á ferð eftir Reykjanesbraut á tólfta tímanum í gærkvöldi. Ökumaður bílsins, sem varð fyrir flugeldaárásinni reyndi í ofboði að komast undan með því að beygja út á vegslóða og forða sér, en slóðinn endaði þannig að hann komst í sjálfheldu.

Hinn bíllinn hafði elt og vatt maður sér út úr honum, braut rúðu í bíl þeirra sem skotið hafði verið á og sló einn farþeganna í andlitið, áður en hann vatt sér aftur upp í bíl sinn og hvarf á braut.

Fólkið úr bílnum, sem varð fyrir árásinni, leitaði til lögreglu og er ákveðinn maður grunaður um árásina og er hans nú leitað. Sá sem var sleginn ætlaði að leita sér aðhlynningar á slysadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×