Innlent

Framleiðendur Oblivion vildu loka svæðinu yfir Veiðivötnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svæðið þar sem tökurnar fara fram. Framleiðendur myndarinnar óskuðu eftir því að þessu svæði yrði lokað fyrir flugumferð, en það fékkst ekki samþykkt.
Svæðið þar sem tökurnar fara fram. Framleiðendur myndarinnar óskuðu eftir því að þessu svæði yrði lokað fyrir flugumferð, en það fékkst ekki samþykkt.
Framleiðendur kvikmyndarinnar Oblivion kröfðust þess að flugbann yrði sett yfir svæðinu þar sem tökur fara fram við Veiðivötn. Eins og kunnugt er leikur Tom Cruise aðalhlutverkið í myndinni. Flugmálayfirvöld fengu beiðni um að svæðinu yrði lokað fyrir flugumferð þar sem einhverjar sprengingar voru fyrirhugaðar vegna töku kvikmyndar þar.

Umrætt svæði er kallað óstjórnað svæði og því hefur Isavia, sem stýrir flugumferð, ekki heimild til að loka þessu svæði sem slíku. Hins vegar var að tillögu Flugmálastjórnar Íslands gefið út svokallað Notam, þar sem þeir sem fljúga um svæðið eru varaðir við því að sprengingar kunna að vera á jörðu niðri sem ná í hátt að 3000 fetum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×