Vill fleiri sannleiksnefndir um dulræn fyrirbæri 16. ágúst 2012 13:29 „Þetta er mjög gott fordæmi og þyrfti að gerast oftar eftir því sem svona mál koma upp," segir Magnús Skarphéðinsson, skólastjóri og sérfræðingur í dulrænum fyrirbærum en hann situr í fyrstu sannleiksnefnd sem hefur verið sett saman um dulrænt fyrirbæri hér á landi, að því best er vitað. Fram kemur á heimasíðu Austurluggans, agl.is, að sveitarfélagið Fljótsdalshérað hafi skipað þrettán manna sannleiksnefnd til að leggja mat á hvort myndband Hjartar Kjerúlf af Lagarfljótsorminum sýni í raun og veru orminn. Ástæðan er ósk Hjartar um verðlaunafé sem bæjarstjórn Egilsstaða hét fyrir fimmtán árum hverjum þeim sem næði mynd af orminum. Skrímslið komst í heimsfréttirnar í vetur þegar Hjörtur fangaði eitthvað sem líkist ormi og birti á myndbandavefnum YouTube. Hjörtur vill meina að myndbandið sýni orminn svamla í Jökulsá í Fljótsdal neðan við Hrafnkelsstaði. Um fimm milljónir manna hafa horft á myndbandið á vefnum. Þá hafa erlendir fréttamenn sýnt málinu mikinn áhuga og meðal annars heimsótt Hjört og kvikmyndatökulið leitað ormsins. Á agl.is kemur fram að árið 1997 hafi bæjarstjórn Egilsstaða, sem voru þá sjálfstætt sveitarfélag, staðið fyrir samkeppni þar sem heitið var hálfrar milljónar króna verðlaunum fyrir mynd af Lagarfljótsorminum. Engin mynd barst í keppnina sem þótt hægt að staðfesta að væri af orminum. Bæjarstjórnin samþykkti hins vegar að ef einhvern tímann kæmi fram slík mynd mætti vitja verðlaunanna. Á það lét Hjörtur, bóndi á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, reyna með bréfi til bæjarstjórnarinnar sem barst seinni partinn í júlí. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tók erindi Hjartar fyrir á fundi sínum í gærkvöldi. Í bókun hennar segir að engin ástæða sé til að „efast um heilindi og flekklausan karakter bréfritara" auk þess sem ítrekað er að bæjarstjórnin efist „ekki eitt augnablik um tilvist ormsins í Lagarfljóti." Því var nefndin skipuð, en hún samanstendur af ansi ólíkum einstaklingum. Þar má meðal annars finna þingmanninn Jónínu Rós Guðmundsdóttur, Sigrúnu Blöndal, bæjarfulltrúa og áhugamann um Lagarfljótsorminn sem og Láru G. Oddsdóttur, sóknarprest á Valþjófsstað auk fjölda annarra. „Bæjarstjóri hringdi í mig fyrir nokkru og bað mig um að vera í nefndinni," segir Magnús en sjálfur efast hann ekki um tilvist Lagafljótsormsins, frekar en bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs. Magnús áréttar að eingöngu verður rannsakað hvort myndbandið sem um ræðir sýni raunverulega orminn dularfulla, tilvist ormsins verður ekki rannsökuð sem slík - enda virðast fáir efast um þann þátt málsins. Magnús segir vinnubrögð bæjarstjórnarinnar til fyrirmyndar og vill sjá slíkar nefndir oftar settar saman ef tilefni gefst til. Þess má geta að nefndin þiggur ekki laun fyrir störf sín. Í ljósi umfangs verkefnisins telur bæjarstjórn hæfilegt að veita nefndinni frest til loka yfirstandandi kjörtímabils til að ljúka störfum. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið sem verður rannsakað. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
„Þetta er mjög gott fordæmi og þyrfti að gerast oftar eftir því sem svona mál koma upp," segir Magnús Skarphéðinsson, skólastjóri og sérfræðingur í dulrænum fyrirbærum en hann situr í fyrstu sannleiksnefnd sem hefur verið sett saman um dulrænt fyrirbæri hér á landi, að því best er vitað. Fram kemur á heimasíðu Austurluggans, agl.is, að sveitarfélagið Fljótsdalshérað hafi skipað þrettán manna sannleiksnefnd til að leggja mat á hvort myndband Hjartar Kjerúlf af Lagarfljótsorminum sýni í raun og veru orminn. Ástæðan er ósk Hjartar um verðlaunafé sem bæjarstjórn Egilsstaða hét fyrir fimmtán árum hverjum þeim sem næði mynd af orminum. Skrímslið komst í heimsfréttirnar í vetur þegar Hjörtur fangaði eitthvað sem líkist ormi og birti á myndbandavefnum YouTube. Hjörtur vill meina að myndbandið sýni orminn svamla í Jökulsá í Fljótsdal neðan við Hrafnkelsstaði. Um fimm milljónir manna hafa horft á myndbandið á vefnum. Þá hafa erlendir fréttamenn sýnt málinu mikinn áhuga og meðal annars heimsótt Hjört og kvikmyndatökulið leitað ormsins. Á agl.is kemur fram að árið 1997 hafi bæjarstjórn Egilsstaða, sem voru þá sjálfstætt sveitarfélag, staðið fyrir samkeppni þar sem heitið var hálfrar milljónar króna verðlaunum fyrir mynd af Lagarfljótsorminum. Engin mynd barst í keppnina sem þótt hægt að staðfesta að væri af orminum. Bæjarstjórnin samþykkti hins vegar að ef einhvern tímann kæmi fram slík mynd mætti vitja verðlaunanna. Á það lét Hjörtur, bóndi á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, reyna með bréfi til bæjarstjórnarinnar sem barst seinni partinn í júlí. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tók erindi Hjartar fyrir á fundi sínum í gærkvöldi. Í bókun hennar segir að engin ástæða sé til að „efast um heilindi og flekklausan karakter bréfritara" auk þess sem ítrekað er að bæjarstjórnin efist „ekki eitt augnablik um tilvist ormsins í Lagarfljóti." Því var nefndin skipuð, en hún samanstendur af ansi ólíkum einstaklingum. Þar má meðal annars finna þingmanninn Jónínu Rós Guðmundsdóttur, Sigrúnu Blöndal, bæjarfulltrúa og áhugamann um Lagarfljótsorminn sem og Láru G. Oddsdóttur, sóknarprest á Valþjófsstað auk fjölda annarra. „Bæjarstjóri hringdi í mig fyrir nokkru og bað mig um að vera í nefndinni," segir Magnús en sjálfur efast hann ekki um tilvist Lagafljótsormsins, frekar en bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs. Magnús áréttar að eingöngu verður rannsakað hvort myndbandið sem um ræðir sýni raunverulega orminn dularfulla, tilvist ormsins verður ekki rannsökuð sem slík - enda virðast fáir efast um þann þátt málsins. Magnús segir vinnubrögð bæjarstjórnarinnar til fyrirmyndar og vill sjá slíkar nefndir oftar settar saman ef tilefni gefst til. Þess má geta að nefndin þiggur ekki laun fyrir störf sín. Í ljósi umfangs verkefnisins telur bæjarstjórn hæfilegt að veita nefndinni frest til loka yfirstandandi kjörtímabils til að ljúka störfum. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið sem verður rannsakað.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira