Vill fleiri sannleiksnefndir um dulræn fyrirbæri 16. ágúst 2012 13:29 „Þetta er mjög gott fordæmi og þyrfti að gerast oftar eftir því sem svona mál koma upp," segir Magnús Skarphéðinsson, skólastjóri og sérfræðingur í dulrænum fyrirbærum en hann situr í fyrstu sannleiksnefnd sem hefur verið sett saman um dulrænt fyrirbæri hér á landi, að því best er vitað. Fram kemur á heimasíðu Austurluggans, agl.is, að sveitarfélagið Fljótsdalshérað hafi skipað þrettán manna sannleiksnefnd til að leggja mat á hvort myndband Hjartar Kjerúlf af Lagarfljótsorminum sýni í raun og veru orminn. Ástæðan er ósk Hjartar um verðlaunafé sem bæjarstjórn Egilsstaða hét fyrir fimmtán árum hverjum þeim sem næði mynd af orminum. Skrímslið komst í heimsfréttirnar í vetur þegar Hjörtur fangaði eitthvað sem líkist ormi og birti á myndbandavefnum YouTube. Hjörtur vill meina að myndbandið sýni orminn svamla í Jökulsá í Fljótsdal neðan við Hrafnkelsstaði. Um fimm milljónir manna hafa horft á myndbandið á vefnum. Þá hafa erlendir fréttamenn sýnt málinu mikinn áhuga og meðal annars heimsótt Hjört og kvikmyndatökulið leitað ormsins. Á agl.is kemur fram að árið 1997 hafi bæjarstjórn Egilsstaða, sem voru þá sjálfstætt sveitarfélag, staðið fyrir samkeppni þar sem heitið var hálfrar milljónar króna verðlaunum fyrir mynd af Lagarfljótsorminum. Engin mynd barst í keppnina sem þótt hægt að staðfesta að væri af orminum. Bæjarstjórnin samþykkti hins vegar að ef einhvern tímann kæmi fram slík mynd mætti vitja verðlaunanna. Á það lét Hjörtur, bóndi á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, reyna með bréfi til bæjarstjórnarinnar sem barst seinni partinn í júlí. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tók erindi Hjartar fyrir á fundi sínum í gærkvöldi. Í bókun hennar segir að engin ástæða sé til að „efast um heilindi og flekklausan karakter bréfritara" auk þess sem ítrekað er að bæjarstjórnin efist „ekki eitt augnablik um tilvist ormsins í Lagarfljóti." Því var nefndin skipuð, en hún samanstendur af ansi ólíkum einstaklingum. Þar má meðal annars finna þingmanninn Jónínu Rós Guðmundsdóttur, Sigrúnu Blöndal, bæjarfulltrúa og áhugamann um Lagarfljótsorminn sem og Láru G. Oddsdóttur, sóknarprest á Valþjófsstað auk fjölda annarra. „Bæjarstjóri hringdi í mig fyrir nokkru og bað mig um að vera í nefndinni," segir Magnús en sjálfur efast hann ekki um tilvist Lagafljótsormsins, frekar en bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs. Magnús áréttar að eingöngu verður rannsakað hvort myndbandið sem um ræðir sýni raunverulega orminn dularfulla, tilvist ormsins verður ekki rannsökuð sem slík - enda virðast fáir efast um þann þátt málsins. Magnús segir vinnubrögð bæjarstjórnarinnar til fyrirmyndar og vill sjá slíkar nefndir oftar settar saman ef tilefni gefst til. Þess má geta að nefndin þiggur ekki laun fyrir störf sín. Í ljósi umfangs verkefnisins telur bæjarstjórn hæfilegt að veita nefndinni frest til loka yfirstandandi kjörtímabils til að ljúka störfum. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið sem verður rannsakað. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Sjá meira
„Þetta er mjög gott fordæmi og þyrfti að gerast oftar eftir því sem svona mál koma upp," segir Magnús Skarphéðinsson, skólastjóri og sérfræðingur í dulrænum fyrirbærum en hann situr í fyrstu sannleiksnefnd sem hefur verið sett saman um dulrænt fyrirbæri hér á landi, að því best er vitað. Fram kemur á heimasíðu Austurluggans, agl.is, að sveitarfélagið Fljótsdalshérað hafi skipað þrettán manna sannleiksnefnd til að leggja mat á hvort myndband Hjartar Kjerúlf af Lagarfljótsorminum sýni í raun og veru orminn. Ástæðan er ósk Hjartar um verðlaunafé sem bæjarstjórn Egilsstaða hét fyrir fimmtán árum hverjum þeim sem næði mynd af orminum. Skrímslið komst í heimsfréttirnar í vetur þegar Hjörtur fangaði eitthvað sem líkist ormi og birti á myndbandavefnum YouTube. Hjörtur vill meina að myndbandið sýni orminn svamla í Jökulsá í Fljótsdal neðan við Hrafnkelsstaði. Um fimm milljónir manna hafa horft á myndbandið á vefnum. Þá hafa erlendir fréttamenn sýnt málinu mikinn áhuga og meðal annars heimsótt Hjört og kvikmyndatökulið leitað ormsins. Á agl.is kemur fram að árið 1997 hafi bæjarstjórn Egilsstaða, sem voru þá sjálfstætt sveitarfélag, staðið fyrir samkeppni þar sem heitið var hálfrar milljónar króna verðlaunum fyrir mynd af Lagarfljótsorminum. Engin mynd barst í keppnina sem þótt hægt að staðfesta að væri af orminum. Bæjarstjórnin samþykkti hins vegar að ef einhvern tímann kæmi fram slík mynd mætti vitja verðlaunanna. Á það lét Hjörtur, bóndi á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, reyna með bréfi til bæjarstjórnarinnar sem barst seinni partinn í júlí. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tók erindi Hjartar fyrir á fundi sínum í gærkvöldi. Í bókun hennar segir að engin ástæða sé til að „efast um heilindi og flekklausan karakter bréfritara" auk þess sem ítrekað er að bæjarstjórnin efist „ekki eitt augnablik um tilvist ormsins í Lagarfljóti." Því var nefndin skipuð, en hún samanstendur af ansi ólíkum einstaklingum. Þar má meðal annars finna þingmanninn Jónínu Rós Guðmundsdóttur, Sigrúnu Blöndal, bæjarfulltrúa og áhugamann um Lagarfljótsorminn sem og Láru G. Oddsdóttur, sóknarprest á Valþjófsstað auk fjölda annarra. „Bæjarstjóri hringdi í mig fyrir nokkru og bað mig um að vera í nefndinni," segir Magnús en sjálfur efast hann ekki um tilvist Lagafljótsormsins, frekar en bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs. Magnús áréttar að eingöngu verður rannsakað hvort myndbandið sem um ræðir sýni raunverulega orminn dularfulla, tilvist ormsins verður ekki rannsökuð sem slík - enda virðast fáir efast um þann þátt málsins. Magnús segir vinnubrögð bæjarstjórnarinnar til fyrirmyndar og vill sjá slíkar nefndir oftar settar saman ef tilefni gefst til. Þess má geta að nefndin þiggur ekki laun fyrir störf sín. Í ljósi umfangs verkefnisins telur bæjarstjórn hæfilegt að veita nefndinni frest til loka yfirstandandi kjörtímabils til að ljúka störfum. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið sem verður rannsakað.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Sjá meira