Vigdís um kvenréttindabaráttuna: Öfgar geta eyðilagt góðan málstað 22. mars 2012 10:45 Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands í 16 ár. mynd/GVA „Ég vil ekki að karlar þurfi að upplifa það sem konur þurftu að upplifa áður, að konur séu orðnar það sterkar að karlar þurfi að hafa sig alla við til að viðhalda jafnrétti," segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands. Hún segir það mikil forréttindi að fá að fæðast á Íslandi og að íslenska þjóðin sé mjög samhent. Vigdís er í viðtali við Monitor í dag. Í viðtalinu segist hún vera mikil kvenréttindakona en hún sé að verða meiri og meiri karlréttindakona því hún vilji hafa jafnvægi í þjóðfélaginu. „Mér finnst mikilvægt að karlar og konur standi jafnfætis í þjóðfélaginu. Gæfan er sú að karlar og konur hafa svo mikinn stuðning hvert af öðru því hvort kynið fyrir sig hugsar eilítið öðruvísi en hitt kynið." Hún segir að ótrúlega margt hafi áunnist í kvennréttindabaráttunni en ekki sé þó algjör jafnrétti. Hún segist fylgjast með umræðu um öfgafemínista. „Við vitum öll að á meðan launajafnrétti er ekki náð þá er ekkert jafnrétti. Það verður að meta störf kvenna til jafns við störf karla. Hinn gullni meðalvegur er þó alltaf sterkastur. Allar öfgar fara öfugt inn í hugsanagang samfélagsins, barátta sem er mjög öfgafull snýst upp í andhverfu sína. Auðvitað fylgist ég með allri umræðu um slíkt og ég segi: Gætum varhug við því, öfgarnar geta eyðilagt góðan málstað." Hún segir mikla framtíðarmöguleika á Íslandi. „Það eru allavega mikil forréttindi að fá að fæðast á Íslandi vegna þess að við erum svo fá að hver og einn sem fæðist hér hefur mikla framtíðarmöguleika. Hér er okkur gefin besta gjöf sem hægt er að gefa nokkrum manni. Þú færð það afhent á silfurbakka að læra að lesa. Það er gjöf, því það er ólíklegt að þú hafir þig eftir því upp á eigin spýtur að læra að lesa þegar þú ert fimm eða sex ára. Þegar til kastanna kemur er þessi þjóð mjög samhent, þú sérð það ef eitthvað bjátar á. Ef það er sjóslys, eldgos eða eitthvað stórt kemur fyrir þjóðina þá standa allir saman eins og einn maður." Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
„Ég vil ekki að karlar þurfi að upplifa það sem konur þurftu að upplifa áður, að konur séu orðnar það sterkar að karlar þurfi að hafa sig alla við til að viðhalda jafnrétti," segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands. Hún segir það mikil forréttindi að fá að fæðast á Íslandi og að íslenska þjóðin sé mjög samhent. Vigdís er í viðtali við Monitor í dag. Í viðtalinu segist hún vera mikil kvenréttindakona en hún sé að verða meiri og meiri karlréttindakona því hún vilji hafa jafnvægi í þjóðfélaginu. „Mér finnst mikilvægt að karlar og konur standi jafnfætis í þjóðfélaginu. Gæfan er sú að karlar og konur hafa svo mikinn stuðning hvert af öðru því hvort kynið fyrir sig hugsar eilítið öðruvísi en hitt kynið." Hún segir að ótrúlega margt hafi áunnist í kvennréttindabaráttunni en ekki sé þó algjör jafnrétti. Hún segist fylgjast með umræðu um öfgafemínista. „Við vitum öll að á meðan launajafnrétti er ekki náð þá er ekkert jafnrétti. Það verður að meta störf kvenna til jafns við störf karla. Hinn gullni meðalvegur er þó alltaf sterkastur. Allar öfgar fara öfugt inn í hugsanagang samfélagsins, barátta sem er mjög öfgafull snýst upp í andhverfu sína. Auðvitað fylgist ég með allri umræðu um slíkt og ég segi: Gætum varhug við því, öfgarnar geta eyðilagt góðan málstað." Hún segir mikla framtíðarmöguleika á Íslandi. „Það eru allavega mikil forréttindi að fá að fæðast á Íslandi vegna þess að við erum svo fá að hver og einn sem fæðist hér hefur mikla framtíðarmöguleika. Hér er okkur gefin besta gjöf sem hægt er að gefa nokkrum manni. Þú færð það afhent á silfurbakka að læra að lesa. Það er gjöf, því það er ólíklegt að þú hafir þig eftir því upp á eigin spýtur að læra að lesa þegar þú ert fimm eða sex ára. Þegar til kastanna kemur er þessi þjóð mjög samhent, þú sérð það ef eitthvað bjátar á. Ef það er sjóslys, eldgos eða eitthvað stórt kemur fyrir þjóðina þá standa allir saman eins og einn maður."
Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira