Fékk viðskiptahugmynd við dauðans dyr Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 7. júní 2012 19:48 Ungur maður sem var við dauðans dyr segist vilja veita dauðvona fólki huggun með því að gera þeim kleift að taka upp og senda skilaboð til ástvina. Þannig sé ekkert eftir ósagt ef allt fer á versta veg. Í júlí 2009 þegar Sveinn Kristjánsson, þá 24 ára gamall, var að keyra heim úr vinnunni, fór hann að finna fyrir dofa í vinstri hendi og fæti og í kringum munninn, læknisskoðun leiddi í ljós að hann var með blæðandi heilaæxli. „En þrátt fyrir að það væri góðkynja var það samt staðsett þannig að læknar gátu ekki komist að því og voru hræddir um að gera meira slæmt en gott með aðgerð" segir Sveinn. Æxlið hélt hins vegar áfram að stækka og blæða og var orðið á stærð við golfkúlu þegar konunni hans var hætt að lítast á blikuna. Þá var Sveinn sendur í aðgerð og það var einungis spurning um klukkustundir hvort hann myndi lifa af. „Ég horfði fram á það að ég ætti 14 mánaða strák og nýfædda stelpu að þau myndu í raun ekki muna eftir mér, en mig langaði að taka upp myndbönd til að sýna þeim þegar þau myndu gifta sig, fá bílpróf og þar frameftir götunum." Til allrar hamingju lifði Sveinn aðgerðina af og þurfti ekki á slíkum myndböndum að halda en af þessarri lífreysnlu kviknaði hugmyndin um að búa til kerfi þar sem fólk getur tekið upp skilaboð milliliðalaust og þeim síðan komið til skila ef allt fer á versta veg. Þau hjónin hafa nú unnið að hugmyndinni síðan í nóvember og munu prófanir á vefsíðunni fara fram í sumar. „Og það að geta gert svona og geta tekið upp allt sem þú vilt segja, það veitir svo mikla huggun og „comfort" fyrir aðilann að vita af að það er ekkert eftir ósagt," segir hann. „Ég vil að hver sem standi í þeim sporum sem ég stóð í og horfi fram á óvissu geti notað þetta verkefni, fundið smá huggun í því að vita af þessu því þetta gerir mjög margt fyrir manneskju sem stendur í erfiðleikum." Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Ungur maður sem var við dauðans dyr segist vilja veita dauðvona fólki huggun með því að gera þeim kleift að taka upp og senda skilaboð til ástvina. Þannig sé ekkert eftir ósagt ef allt fer á versta veg. Í júlí 2009 þegar Sveinn Kristjánsson, þá 24 ára gamall, var að keyra heim úr vinnunni, fór hann að finna fyrir dofa í vinstri hendi og fæti og í kringum munninn, læknisskoðun leiddi í ljós að hann var með blæðandi heilaæxli. „En þrátt fyrir að það væri góðkynja var það samt staðsett þannig að læknar gátu ekki komist að því og voru hræddir um að gera meira slæmt en gott með aðgerð" segir Sveinn. Æxlið hélt hins vegar áfram að stækka og blæða og var orðið á stærð við golfkúlu þegar konunni hans var hætt að lítast á blikuna. Þá var Sveinn sendur í aðgerð og það var einungis spurning um klukkustundir hvort hann myndi lifa af. „Ég horfði fram á það að ég ætti 14 mánaða strák og nýfædda stelpu að þau myndu í raun ekki muna eftir mér, en mig langaði að taka upp myndbönd til að sýna þeim þegar þau myndu gifta sig, fá bílpróf og þar frameftir götunum." Til allrar hamingju lifði Sveinn aðgerðina af og þurfti ekki á slíkum myndböndum að halda en af þessarri lífreysnlu kviknaði hugmyndin um að búa til kerfi þar sem fólk getur tekið upp skilaboð milliliðalaust og þeim síðan komið til skila ef allt fer á versta veg. Þau hjónin hafa nú unnið að hugmyndinni síðan í nóvember og munu prófanir á vefsíðunni fara fram í sumar. „Og það að geta gert svona og geta tekið upp allt sem þú vilt segja, það veitir svo mikla huggun og „comfort" fyrir aðilann að vita af að það er ekkert eftir ósagt," segir hann. „Ég vil að hver sem standi í þeim sporum sem ég stóð í og horfi fram á óvissu geti notað þetta verkefni, fundið smá huggun í því að vita af þessu því þetta gerir mjög margt fyrir manneskju sem stendur í erfiðleikum."
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira