Ekki svigrúm til frekari launahækkana Jóhanna Margrét Gísladóttir. skrifar 9. september 2012 13:06 Stefán Einar Stefánsson Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að ekki sé svigrúm til frekari launahækkana við endurskoðun kjarasamninga um áramótin þrátt fyrir tvö til þrjú prósent launaskrið á árinu. Hann segir mikilvægt að nota svigrúm fyrirtækja til að lækka verðbólgu. Samkvæmt launakönnun sem stéttarfélögin VR, SFR og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar kynntu á föstudag hafa laun hækkað að meðaltali um 7-10 prósent á síðastliðnu ári og er launaskrið umfram kjarasamninga tvö til þrjú prósent. Formaður VR, Stefán Einar Stefánsson hefur sagt könnunina benda til þess að svigrúm sé til launahækkana þegar kjarasamningar verða endurskoðaðir í byrjun árs. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins er ekki sammála því. „Við þurfum að horfa fram í tímann og það sem mér finnst vera aðalatriðið er að við notum næsta ár til að komast skrefi nær einhverjum stöðugleika til lengri tíma og það gerum við ekki með því að hækka laun umfram það sem búið er að semja um," segir Vilhjálmur. Þá telur hann núverandi launaskrið sem komið er fram vera vegna misvægis milli atvinnugreina, staða í útflutningsgreinum sé betri vegna lágs gengis krónunnar og þær leiða launaskriðið en aðrir hafa þurft að fylgja með. „Síðan hafa launalækkanir verið að ganga til baka og allt þetta hefur kallað fram launaskriðið en það þýðir líka að við höfum ekki verið að ná verðbólgunni eins mikið niður eins og við vildum hafa gert," segir Vilhjálmur Hann segir samhengi milli þess hverjar launahækkanir verða og verðbólgunnar í landinu og á næsta ári gefist kostur á því að koma verðbólgu undir 2,5 prósenta viðmið seðlabankans. Þá muni launakostnaður hækka um þrjú prósent á næsta ári miðað við núverandi hækkanir og það sé nú þegar meira en í nágrannalöndum okkar. „Við viljum keppa að því að vera með verðbólgu á svipuðu róli og þessar þjóðir og þá verðum við að vera með launahækkanir á svipuðu róli líka," segir Vilhjálmur. Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að ekki sé svigrúm til frekari launahækkana við endurskoðun kjarasamninga um áramótin þrátt fyrir tvö til þrjú prósent launaskrið á árinu. Hann segir mikilvægt að nota svigrúm fyrirtækja til að lækka verðbólgu. Samkvæmt launakönnun sem stéttarfélögin VR, SFR og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar kynntu á föstudag hafa laun hækkað að meðaltali um 7-10 prósent á síðastliðnu ári og er launaskrið umfram kjarasamninga tvö til þrjú prósent. Formaður VR, Stefán Einar Stefánsson hefur sagt könnunina benda til þess að svigrúm sé til launahækkana þegar kjarasamningar verða endurskoðaðir í byrjun árs. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins er ekki sammála því. „Við þurfum að horfa fram í tímann og það sem mér finnst vera aðalatriðið er að við notum næsta ár til að komast skrefi nær einhverjum stöðugleika til lengri tíma og það gerum við ekki með því að hækka laun umfram það sem búið er að semja um," segir Vilhjálmur. Þá telur hann núverandi launaskrið sem komið er fram vera vegna misvægis milli atvinnugreina, staða í útflutningsgreinum sé betri vegna lágs gengis krónunnar og þær leiða launaskriðið en aðrir hafa þurft að fylgja með. „Síðan hafa launalækkanir verið að ganga til baka og allt þetta hefur kallað fram launaskriðið en það þýðir líka að við höfum ekki verið að ná verðbólgunni eins mikið niður eins og við vildum hafa gert," segir Vilhjálmur Hann segir samhengi milli þess hverjar launahækkanir verða og verðbólgunnar í landinu og á næsta ári gefist kostur á því að koma verðbólgu undir 2,5 prósenta viðmið seðlabankans. Þá muni launakostnaður hækka um þrjú prósent á næsta ári miðað við núverandi hækkanir og það sé nú þegar meira en í nágrannalöndum okkar. „Við viljum keppa að því að vera með verðbólgu á svipuðu róli og þessar þjóðir og þá verðum við að vera með launahækkanir á svipuðu róli líka," segir Vilhjálmur.
Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira