Ekki svigrúm til frekari launahækkana Jóhanna Margrét Gísladóttir. skrifar 9. september 2012 13:06 Stefán Einar Stefánsson Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að ekki sé svigrúm til frekari launahækkana við endurskoðun kjarasamninga um áramótin þrátt fyrir tvö til þrjú prósent launaskrið á árinu. Hann segir mikilvægt að nota svigrúm fyrirtækja til að lækka verðbólgu. Samkvæmt launakönnun sem stéttarfélögin VR, SFR og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar kynntu á föstudag hafa laun hækkað að meðaltali um 7-10 prósent á síðastliðnu ári og er launaskrið umfram kjarasamninga tvö til þrjú prósent. Formaður VR, Stefán Einar Stefánsson hefur sagt könnunina benda til þess að svigrúm sé til launahækkana þegar kjarasamningar verða endurskoðaðir í byrjun árs. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins er ekki sammála því. „Við þurfum að horfa fram í tímann og það sem mér finnst vera aðalatriðið er að við notum næsta ár til að komast skrefi nær einhverjum stöðugleika til lengri tíma og það gerum við ekki með því að hækka laun umfram það sem búið er að semja um," segir Vilhjálmur. Þá telur hann núverandi launaskrið sem komið er fram vera vegna misvægis milli atvinnugreina, staða í útflutningsgreinum sé betri vegna lágs gengis krónunnar og þær leiða launaskriðið en aðrir hafa þurft að fylgja með. „Síðan hafa launalækkanir verið að ganga til baka og allt þetta hefur kallað fram launaskriðið en það þýðir líka að við höfum ekki verið að ná verðbólgunni eins mikið niður eins og við vildum hafa gert," segir Vilhjálmur Hann segir samhengi milli þess hverjar launahækkanir verða og verðbólgunnar í landinu og á næsta ári gefist kostur á því að koma verðbólgu undir 2,5 prósenta viðmið seðlabankans. Þá muni launakostnaður hækka um þrjú prósent á næsta ári miðað við núverandi hækkanir og það sé nú þegar meira en í nágrannalöndum okkar. „Við viljum keppa að því að vera með verðbólgu á svipuðu róli og þessar þjóðir og þá verðum við að vera með launahækkanir á svipuðu róli líka," segir Vilhjálmur. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að ekki sé svigrúm til frekari launahækkana við endurskoðun kjarasamninga um áramótin þrátt fyrir tvö til þrjú prósent launaskrið á árinu. Hann segir mikilvægt að nota svigrúm fyrirtækja til að lækka verðbólgu. Samkvæmt launakönnun sem stéttarfélögin VR, SFR og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar kynntu á föstudag hafa laun hækkað að meðaltali um 7-10 prósent á síðastliðnu ári og er launaskrið umfram kjarasamninga tvö til þrjú prósent. Formaður VR, Stefán Einar Stefánsson hefur sagt könnunina benda til þess að svigrúm sé til launahækkana þegar kjarasamningar verða endurskoðaðir í byrjun árs. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins er ekki sammála því. „Við þurfum að horfa fram í tímann og það sem mér finnst vera aðalatriðið er að við notum næsta ár til að komast skrefi nær einhverjum stöðugleika til lengri tíma og það gerum við ekki með því að hækka laun umfram það sem búið er að semja um," segir Vilhjálmur. Þá telur hann núverandi launaskrið sem komið er fram vera vegna misvægis milli atvinnugreina, staða í útflutningsgreinum sé betri vegna lágs gengis krónunnar og þær leiða launaskriðið en aðrir hafa þurft að fylgja með. „Síðan hafa launalækkanir verið að ganga til baka og allt þetta hefur kallað fram launaskriðið en það þýðir líka að við höfum ekki verið að ná verðbólgunni eins mikið niður eins og við vildum hafa gert," segir Vilhjálmur Hann segir samhengi milli þess hverjar launahækkanir verða og verðbólgunnar í landinu og á næsta ári gefist kostur á því að koma verðbólgu undir 2,5 prósenta viðmið seðlabankans. Þá muni launakostnaður hækka um þrjú prósent á næsta ári miðað við núverandi hækkanir og það sé nú þegar meira en í nágrannalöndum okkar. „Við viljum keppa að því að vera með verðbólgu á svipuðu róli og þessar þjóðir og þá verðum við að vera með launahækkanir á svipuðu róli líka," segir Vilhjálmur.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira