Andrea styður þjóðaratkvæðagreiðslu um samband ríkis og kirkju BBI skrifar 26. júní 2012 21:20 Andrea Ólafsdóttir fær ekki skilið hvers vegna ekki hefur verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um samband ríkis og kirkju. „Samband ríkis og kirkju er ekki órjúfanlegt og það á að vera í höndum þjóðarinnar að ákveða það," segir hún. Samband ríkis og kirkju er stórt og umdeilt mál meðal þjóðarinnar. Andreu finnst sjálfsagt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um nokkur stór mál af þessum toga. „Svona stórar ákvarðanir eiga ekki að vera einungis í höndum 63 kjörinna fulltrúa á Alþingi," segir hún Andrea aðhyllist fullkomið trúfrelsi. Hún kýs að halda trúarskoðunum sínum að mestu leyti fyrir sjálfa sig og vill meina að hún geti ekki útskýrt þær með berum orðum. Hún segist þó trúa á ákveðin gildi, til að mynda hugrekki, heiðarleika, traust, réttlæti, mannúð, náungakærleika og ást. Í gær komst í hámæli að Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Í kjölfarið spurði fréttastofa meðframbjóðendur hennar um trúarskoðanir þeirra og leitaði eftir skoðunum þeirra á sambandi ríkis og kirkju.Hér að neðan eru svör Andreu í heild sinni Ég aðhyllist fullkomið trúfrelsi. Hvaða trú sem hver velur sér eða trúleysi þá er það frjálst val hvers einstaklings. Ég er mjög fráhverf trúboði með blóðsúthellingum og þvingunum því hver sá sem hefur trú á einhverju verður að hafa sitt frelsi og sjálfstæðan vilja til að trúa eða ekki trúa. Ég tel líka að fólk hafi rétt á því að halda trúarskoðunum sínum fyrir sig ef það kýs að gera það. Ég kýs að halda því út af fyrir mig því ég vil ekki og get ekki útskýrt það með berum orðum. Ég get þó sagt að ég aðhyllist og trúi á ákveðin gildi og það eru gildi eins og hugrekki, heiðarleiki, traust, réttlæti, mannúð, náungakærleikur og ást. Ég trúi á að lifa í samræmi við góð gildi og láta gott af mér leiða. Samband ríkis og kirkju er ekki órjúfanlegt og það á að vera í höndum þjóðarinnar að ákveða það. Það hefur verið í umræðunni í stjórnmálum mjög lengi, það kemur upp á landsfundum stjórnmálaflokka og annað slagið inn í samfélagslega umræðu. Ég fæ ekki skilið hvers vegna við höfum ekki haldið þjóðaratkvæðagreislu um nokkur svona stór mál, að þessu meðtöldu, og förum síðan eftir henni. Mér finnst það sjálfsagt mál og þá til að fólkið sjálft taki ákvörðun um það - því svona stórar ákvarðanir eiga ekki að vera einungis í höndum 63 kjörinna fulltrúa á Alþingi. Þannig væri hægt að kjósa um nokkur mál í einu. Við eigum ekki að þurfa að deila um sömu málin árum eða áratugum saman - við eigum einfaldlega að kjósa um þau og taka ákvarðanir sem við fylgjum eftir. Tengdar fréttir Þóra er ekki kristinnar trúar Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Hún er ekki í þjóðkirkjunni og stendur utan trúfélaga. Þetta kom fram í umræðuþættinum Harmageddon á X-inu í dag. 25. júní 2012 23:39 Hannes trúir á Guð Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi, er kristinn og trúir á Guð. Þó hann sé ekki alltaf sammála því sem prestar segja í prédikunum sínum segir hann barnatrúna hafa hjálpað sér á erfiðum stundum. 26. júní 2012 21:38 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Sjá meira
Andrea Ólafsdóttir fær ekki skilið hvers vegna ekki hefur verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um samband ríkis og kirkju. „Samband ríkis og kirkju er ekki órjúfanlegt og það á að vera í höndum þjóðarinnar að ákveða það," segir hún. Samband ríkis og kirkju er stórt og umdeilt mál meðal þjóðarinnar. Andreu finnst sjálfsagt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um nokkur stór mál af þessum toga. „Svona stórar ákvarðanir eiga ekki að vera einungis í höndum 63 kjörinna fulltrúa á Alþingi," segir hún Andrea aðhyllist fullkomið trúfrelsi. Hún kýs að halda trúarskoðunum sínum að mestu leyti fyrir sjálfa sig og vill meina að hún geti ekki útskýrt þær með berum orðum. Hún segist þó trúa á ákveðin gildi, til að mynda hugrekki, heiðarleika, traust, réttlæti, mannúð, náungakærleika og ást. Í gær komst í hámæli að Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Í kjölfarið spurði fréttastofa meðframbjóðendur hennar um trúarskoðanir þeirra og leitaði eftir skoðunum þeirra á sambandi ríkis og kirkju.Hér að neðan eru svör Andreu í heild sinni Ég aðhyllist fullkomið trúfrelsi. Hvaða trú sem hver velur sér eða trúleysi þá er það frjálst val hvers einstaklings. Ég er mjög fráhverf trúboði með blóðsúthellingum og þvingunum því hver sá sem hefur trú á einhverju verður að hafa sitt frelsi og sjálfstæðan vilja til að trúa eða ekki trúa. Ég tel líka að fólk hafi rétt á því að halda trúarskoðunum sínum fyrir sig ef það kýs að gera það. Ég kýs að halda því út af fyrir mig því ég vil ekki og get ekki útskýrt það með berum orðum. Ég get þó sagt að ég aðhyllist og trúi á ákveðin gildi og það eru gildi eins og hugrekki, heiðarleiki, traust, réttlæti, mannúð, náungakærleikur og ást. Ég trúi á að lifa í samræmi við góð gildi og láta gott af mér leiða. Samband ríkis og kirkju er ekki órjúfanlegt og það á að vera í höndum þjóðarinnar að ákveða það. Það hefur verið í umræðunni í stjórnmálum mjög lengi, það kemur upp á landsfundum stjórnmálaflokka og annað slagið inn í samfélagslega umræðu. Ég fæ ekki skilið hvers vegna við höfum ekki haldið þjóðaratkvæðagreislu um nokkur svona stór mál, að þessu meðtöldu, og förum síðan eftir henni. Mér finnst það sjálfsagt mál og þá til að fólkið sjálft taki ákvörðun um það - því svona stórar ákvarðanir eiga ekki að vera einungis í höndum 63 kjörinna fulltrúa á Alþingi. Þannig væri hægt að kjósa um nokkur mál í einu. Við eigum ekki að þurfa að deila um sömu málin árum eða áratugum saman - við eigum einfaldlega að kjósa um þau og taka ákvarðanir sem við fylgjum eftir.
Tengdar fréttir Þóra er ekki kristinnar trúar Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Hún er ekki í þjóðkirkjunni og stendur utan trúfélaga. Þetta kom fram í umræðuþættinum Harmageddon á X-inu í dag. 25. júní 2012 23:39 Hannes trúir á Guð Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi, er kristinn og trúir á Guð. Þó hann sé ekki alltaf sammála því sem prestar segja í prédikunum sínum segir hann barnatrúna hafa hjálpað sér á erfiðum stundum. 26. júní 2012 21:38 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Sjá meira
Þóra er ekki kristinnar trúar Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Hún er ekki í þjóðkirkjunni og stendur utan trúfélaga. Þetta kom fram í umræðuþættinum Harmageddon á X-inu í dag. 25. júní 2012 23:39
Hannes trúir á Guð Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi, er kristinn og trúir á Guð. Þó hann sé ekki alltaf sammála því sem prestar segja í prédikunum sínum segir hann barnatrúna hafa hjálpað sér á erfiðum stundum. 26. júní 2012 21:38