Andrea styður þjóðaratkvæðagreiðslu um samband ríkis og kirkju BBI skrifar 26. júní 2012 21:20 Andrea Ólafsdóttir fær ekki skilið hvers vegna ekki hefur verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um samband ríkis og kirkju. „Samband ríkis og kirkju er ekki órjúfanlegt og það á að vera í höndum þjóðarinnar að ákveða það," segir hún. Samband ríkis og kirkju er stórt og umdeilt mál meðal þjóðarinnar. Andreu finnst sjálfsagt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um nokkur stór mál af þessum toga. „Svona stórar ákvarðanir eiga ekki að vera einungis í höndum 63 kjörinna fulltrúa á Alþingi," segir hún Andrea aðhyllist fullkomið trúfrelsi. Hún kýs að halda trúarskoðunum sínum að mestu leyti fyrir sjálfa sig og vill meina að hún geti ekki útskýrt þær með berum orðum. Hún segist þó trúa á ákveðin gildi, til að mynda hugrekki, heiðarleika, traust, réttlæti, mannúð, náungakærleika og ást. Í gær komst í hámæli að Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Í kjölfarið spurði fréttastofa meðframbjóðendur hennar um trúarskoðanir þeirra og leitaði eftir skoðunum þeirra á sambandi ríkis og kirkju.Hér að neðan eru svör Andreu í heild sinni Ég aðhyllist fullkomið trúfrelsi. Hvaða trú sem hver velur sér eða trúleysi þá er það frjálst val hvers einstaklings. Ég er mjög fráhverf trúboði með blóðsúthellingum og þvingunum því hver sá sem hefur trú á einhverju verður að hafa sitt frelsi og sjálfstæðan vilja til að trúa eða ekki trúa. Ég tel líka að fólk hafi rétt á því að halda trúarskoðunum sínum fyrir sig ef það kýs að gera það. Ég kýs að halda því út af fyrir mig því ég vil ekki og get ekki útskýrt það með berum orðum. Ég get þó sagt að ég aðhyllist og trúi á ákveðin gildi og það eru gildi eins og hugrekki, heiðarleiki, traust, réttlæti, mannúð, náungakærleikur og ást. Ég trúi á að lifa í samræmi við góð gildi og láta gott af mér leiða. Samband ríkis og kirkju er ekki órjúfanlegt og það á að vera í höndum þjóðarinnar að ákveða það. Það hefur verið í umræðunni í stjórnmálum mjög lengi, það kemur upp á landsfundum stjórnmálaflokka og annað slagið inn í samfélagslega umræðu. Ég fæ ekki skilið hvers vegna við höfum ekki haldið þjóðaratkvæðagreislu um nokkur svona stór mál, að þessu meðtöldu, og förum síðan eftir henni. Mér finnst það sjálfsagt mál og þá til að fólkið sjálft taki ákvörðun um það - því svona stórar ákvarðanir eiga ekki að vera einungis í höndum 63 kjörinna fulltrúa á Alþingi. Þannig væri hægt að kjósa um nokkur mál í einu. Við eigum ekki að þurfa að deila um sömu málin árum eða áratugum saman - við eigum einfaldlega að kjósa um þau og taka ákvarðanir sem við fylgjum eftir. Tengdar fréttir Þóra er ekki kristinnar trúar Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Hún er ekki í þjóðkirkjunni og stendur utan trúfélaga. Þetta kom fram í umræðuþættinum Harmageddon á X-inu í dag. 25. júní 2012 23:39 Hannes trúir á Guð Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi, er kristinn og trúir á Guð. Þó hann sé ekki alltaf sammála því sem prestar segja í prédikunum sínum segir hann barnatrúna hafa hjálpað sér á erfiðum stundum. 26. júní 2012 21:38 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Andrea Ólafsdóttir fær ekki skilið hvers vegna ekki hefur verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um samband ríkis og kirkju. „Samband ríkis og kirkju er ekki órjúfanlegt og það á að vera í höndum þjóðarinnar að ákveða það," segir hún. Samband ríkis og kirkju er stórt og umdeilt mál meðal þjóðarinnar. Andreu finnst sjálfsagt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um nokkur stór mál af þessum toga. „Svona stórar ákvarðanir eiga ekki að vera einungis í höndum 63 kjörinna fulltrúa á Alþingi," segir hún Andrea aðhyllist fullkomið trúfrelsi. Hún kýs að halda trúarskoðunum sínum að mestu leyti fyrir sjálfa sig og vill meina að hún geti ekki útskýrt þær með berum orðum. Hún segist þó trúa á ákveðin gildi, til að mynda hugrekki, heiðarleika, traust, réttlæti, mannúð, náungakærleika og ást. Í gær komst í hámæli að Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Í kjölfarið spurði fréttastofa meðframbjóðendur hennar um trúarskoðanir þeirra og leitaði eftir skoðunum þeirra á sambandi ríkis og kirkju.Hér að neðan eru svör Andreu í heild sinni Ég aðhyllist fullkomið trúfrelsi. Hvaða trú sem hver velur sér eða trúleysi þá er það frjálst val hvers einstaklings. Ég er mjög fráhverf trúboði með blóðsúthellingum og þvingunum því hver sá sem hefur trú á einhverju verður að hafa sitt frelsi og sjálfstæðan vilja til að trúa eða ekki trúa. Ég tel líka að fólk hafi rétt á því að halda trúarskoðunum sínum fyrir sig ef það kýs að gera það. Ég kýs að halda því út af fyrir mig því ég vil ekki og get ekki útskýrt það með berum orðum. Ég get þó sagt að ég aðhyllist og trúi á ákveðin gildi og það eru gildi eins og hugrekki, heiðarleiki, traust, réttlæti, mannúð, náungakærleikur og ást. Ég trúi á að lifa í samræmi við góð gildi og láta gott af mér leiða. Samband ríkis og kirkju er ekki órjúfanlegt og það á að vera í höndum þjóðarinnar að ákveða það. Það hefur verið í umræðunni í stjórnmálum mjög lengi, það kemur upp á landsfundum stjórnmálaflokka og annað slagið inn í samfélagslega umræðu. Ég fæ ekki skilið hvers vegna við höfum ekki haldið þjóðaratkvæðagreislu um nokkur svona stór mál, að þessu meðtöldu, og förum síðan eftir henni. Mér finnst það sjálfsagt mál og þá til að fólkið sjálft taki ákvörðun um það - því svona stórar ákvarðanir eiga ekki að vera einungis í höndum 63 kjörinna fulltrúa á Alþingi. Þannig væri hægt að kjósa um nokkur mál í einu. Við eigum ekki að þurfa að deila um sömu málin árum eða áratugum saman - við eigum einfaldlega að kjósa um þau og taka ákvarðanir sem við fylgjum eftir.
Tengdar fréttir Þóra er ekki kristinnar trúar Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Hún er ekki í þjóðkirkjunni og stendur utan trúfélaga. Þetta kom fram í umræðuþættinum Harmageddon á X-inu í dag. 25. júní 2012 23:39 Hannes trúir á Guð Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi, er kristinn og trúir á Guð. Þó hann sé ekki alltaf sammála því sem prestar segja í prédikunum sínum segir hann barnatrúna hafa hjálpað sér á erfiðum stundum. 26. júní 2012 21:38 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Þóra er ekki kristinnar trúar Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Hún er ekki í þjóðkirkjunni og stendur utan trúfélaga. Þetta kom fram í umræðuþættinum Harmageddon á X-inu í dag. 25. júní 2012 23:39
Hannes trúir á Guð Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi, er kristinn og trúir á Guð. Þó hann sé ekki alltaf sammála því sem prestar segja í prédikunum sínum segir hann barnatrúna hafa hjálpað sér á erfiðum stundum. 26. júní 2012 21:38