Ástin, fortíðin, pólitíkin og allt hitt á Bókamessu 16. nóvember 2012 00:01 Segir Bókamessuna í Ráðhúsinu skipulagða með það fyrir augum að allir finni eitthvað við sitt hæfi, enda komi út bækur um allt milli himins og jarðar. Fréttablaðið/Vilhelm „Markmiðið er fyrst og fremst að sýna fram á þá gróskumiklu og breiðu flóru sem íslensk bókaútgáfa býður upp á," segir Kristín Viðarsdóttir verkefnisstjóri um bókamessu sem Félag íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardag og sunnudag. Þetta er í annað sinn sem slík bókamessa er haldin; í fyrra fór hún fram í Ráðhúsinu og Iðnó en að þessu sinni var ákveðið að hafa alla dagskrána á einum stað. Á messunni gefst bókaunnendum færi á að kynna sér það sem í boði er á útgáfulistum forlaganna, spjalla við höfunda, hlýða á upplestra og margt fleira. Þrjár pallborðsumræður eru meðal annars á dagskrá. Á laugardag ræðir Eiríkur Guðmundsson við fjóra rithöfunda í spjall um nýjar skáldsögur þeirra, þær Auði Övu Ólafsdóttur, Kristínu Ómarsdóttur, Sigurbjörgu Þrastardóttur og Steinunni Sigurðardóttur, þar sem sjónum er beint að ástinni í verkum þeirra. Á sunnudag stýrir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, umræðum um nokkrar skáldsögur sem tengjast sögu eða sagnaarfi okkar Íslendinga. Hún fær til liðs við sig Einar Kárason, Eyrúnu Ingadóttur, Kristínu Steinsdóttur, Pétur Gunnarsson og Vilborgu Davíðsdóttur. Sama dag ræðir Guðni Th. Jóhannesson við þá Styrmi Gunnarsson og Svavar Gestsson um nýjar bækur þeirra í sal borgarstjórnar en þetta kvað vera í fyrsta sinn sem boðið er upp á dagskrá af þessum toga þar. Fjölmargir aðrir viðburðir eru á dagskrá fyrir fullorðna og börn og segir Kristín að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánari upplýsingar má á heimasíðunni bokmenntaborgin.is Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Markmiðið er fyrst og fremst að sýna fram á þá gróskumiklu og breiðu flóru sem íslensk bókaútgáfa býður upp á," segir Kristín Viðarsdóttir verkefnisstjóri um bókamessu sem Félag íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardag og sunnudag. Þetta er í annað sinn sem slík bókamessa er haldin; í fyrra fór hún fram í Ráðhúsinu og Iðnó en að þessu sinni var ákveðið að hafa alla dagskrána á einum stað. Á messunni gefst bókaunnendum færi á að kynna sér það sem í boði er á útgáfulistum forlaganna, spjalla við höfunda, hlýða á upplestra og margt fleira. Þrjár pallborðsumræður eru meðal annars á dagskrá. Á laugardag ræðir Eiríkur Guðmundsson við fjóra rithöfunda í spjall um nýjar skáldsögur þeirra, þær Auði Övu Ólafsdóttur, Kristínu Ómarsdóttur, Sigurbjörgu Þrastardóttur og Steinunni Sigurðardóttur, þar sem sjónum er beint að ástinni í verkum þeirra. Á sunnudag stýrir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, umræðum um nokkrar skáldsögur sem tengjast sögu eða sagnaarfi okkar Íslendinga. Hún fær til liðs við sig Einar Kárason, Eyrúnu Ingadóttur, Kristínu Steinsdóttur, Pétur Gunnarsson og Vilborgu Davíðsdóttur. Sama dag ræðir Guðni Th. Jóhannesson við þá Styrmi Gunnarsson og Svavar Gestsson um nýjar bækur þeirra í sal borgarstjórnar en þetta kvað vera í fyrsta sinn sem boðið er upp á dagskrá af þessum toga þar. Fjölmargir aðrir viðburðir eru á dagskrá fyrir fullorðna og börn og segir Kristín að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánari upplýsingar má á heimasíðunni bokmenntaborgin.is
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira