Flugskýli Icelandair hrópar á fleiri flugvirkja Kristján Már Unnarsson skrifar 17. febrúar 2012 19:32 Hlutfall Suðurnesjamanna í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur fimmfaldast frá því flugskýlið var opnað. Skortur er nú á flugvirkjum. Það þótti ekki endilega sjálfsögð ákvörðun hjá Icelandair fyrir rúmum tuttugu árum að byggja upp fullkomna viðhaldsstöð á Íslandi fyrir flugflota sinn. Starfsmenn voru um 120 talsins þegar stöðin tók til starfa en nú vinna þar um 300 manns, að sögn Theodórs Brynjólfssonar, yfirflugvirkja Icelandair Technical Services, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Með þessari uppbyggingu fluttust inn í landið allar stórskoðanir á vélunum, sem á sinn hátt er umtalsverð gjaldeyrissköpun, enda þýðir ein fjögurra vikna C-skoðun, eins og nú stendur yfir, drjúgan skildinginn fyrir dótturfélagið ITS en slík stórskoðun veltir um 150 milljónum króna. Hér er öllum flóknustu verkum sinnt, eins og að skipta um hreyfla, - stykkið kostar um einn og hálfan milljarð króna, - en hér er einnig verið að skipta um hjóla- og lendingarbúnað í heilu lagi. Stækkun flugflota Icelandair þýðir aukin umsvif í flugskýlinu og segir Theodór að mikil eftirspurn sé nú eftir flugvirkjum. Það vanti fleiri flugvirkja og þótt fyrirtækið hafi ítrekað auglýst eftir flugvirkjum hafi gengið illa að finna fólk innanlands til að leysa þessi störf af hendi. Þá hafi félagið þurft að hafna viðhaldi erlendra flugvéla og segir Theodór það fyrst og fremst vegna þess að þeir eigi fullt í fangi með að sinna viðhaldi eigin véla. Þegar flugskýlið var tekið í notkun fyrir 19 árum var yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna af Reykjavíkursvæðinu en tiltölulega fáir af Suðurnesjum og áætlar Theodór að hlutföllinn hafi verið í kringum 90 prósent úr borginni en 10% af Suðurnesjum. Nú sé hins vegar um helmingur starfsmanna búsettur á Suðurnesjum. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Hlutfall Suðurnesjamanna í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur fimmfaldast frá því flugskýlið var opnað. Skortur er nú á flugvirkjum. Það þótti ekki endilega sjálfsögð ákvörðun hjá Icelandair fyrir rúmum tuttugu árum að byggja upp fullkomna viðhaldsstöð á Íslandi fyrir flugflota sinn. Starfsmenn voru um 120 talsins þegar stöðin tók til starfa en nú vinna þar um 300 manns, að sögn Theodórs Brynjólfssonar, yfirflugvirkja Icelandair Technical Services, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Með þessari uppbyggingu fluttust inn í landið allar stórskoðanir á vélunum, sem á sinn hátt er umtalsverð gjaldeyrissköpun, enda þýðir ein fjögurra vikna C-skoðun, eins og nú stendur yfir, drjúgan skildinginn fyrir dótturfélagið ITS en slík stórskoðun veltir um 150 milljónum króna. Hér er öllum flóknustu verkum sinnt, eins og að skipta um hreyfla, - stykkið kostar um einn og hálfan milljarð króna, - en hér er einnig verið að skipta um hjóla- og lendingarbúnað í heilu lagi. Stækkun flugflota Icelandair þýðir aukin umsvif í flugskýlinu og segir Theodór að mikil eftirspurn sé nú eftir flugvirkjum. Það vanti fleiri flugvirkja og þótt fyrirtækið hafi ítrekað auglýst eftir flugvirkjum hafi gengið illa að finna fólk innanlands til að leysa þessi störf af hendi. Þá hafi félagið þurft að hafna viðhaldi erlendra flugvéla og segir Theodór það fyrst og fremst vegna þess að þeir eigi fullt í fangi með að sinna viðhaldi eigin véla. Þegar flugskýlið var tekið í notkun fyrir 19 árum var yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna af Reykjavíkursvæðinu en tiltölulega fáir af Suðurnesjum og áætlar Theodór að hlutföllinn hafi verið í kringum 90 prósent úr borginni en 10% af Suðurnesjum. Nú sé hins vegar um helmingur starfsmanna búsettur á Suðurnesjum.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira