Íslensk ættleiðing í fjársvelti Hugrún J. Halldórsdóttir skrifar 28. mars 2012 18:56 Svo gæti farið að eina ættleiðingafélag Íslands hætti að taka við umsóknum á þessu ári vegna fjárskorts. Formaður segir félagið þurfa áttatíu milljónir aukalega frá ríkinu til að geta haldið rekstrinum áfram. Halli hefur verið á rekstri íslenskrar ættleiðingar undanfarin ár og því hefur ekki verið unnt að sinna öllum þeim skyldum sem stjórnvöld hafa tekið á sig með því að undirgangast alþjóðlega samninga, til að mynda að bjóða læknisþjónustu og sinna þjónustu eftir ættleiðingar. „Það er samdóma álit okkar og fulltrúa innanríkisráðuneytisins að þessi verkefni kosti 62 milljónir á ári og við erum einungis að fá brot af þeirri upphæð," segir Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar. Félaginu eru ætlaðar 9,2 milljónir á fjárlögum þessa árs og segir Hörður að útlit sé fyrir að ganga þurfi á varasjóði þess. „Það er erfitt að segja hvað tekur við en þegar sjóðirnir klárast þá kemur auðvitað að því að það verður að hætta að taka við umsóknum um ættleiðingar og það getur vel verið að það gerist þegar líður á árið," segir Hörður. Félagið er eina íslenska ættleiðingarfélagið og ef það leggur upp laupana geta ættleiðingar í raun ekki farið fram hér á landi. „Það er augljóst því það er bannað samkvæmt lögum að ættleiða nema með milligöngu ættleiðingarfélags," segir Hörður. 100 fjölskyldur eru á biðlista eftir ættleiðingu í dag en Hörður gerir ráð fyrir að umsóknum þeirra verði fylgt eftir ef allt fer á versta veg. Staðan verður rædd á fundi félagsins í kvöld en mál þess var tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi þann 9.mars síðastliðinn. „Við höfum engar fréttir af þeim fundi. Þannig að við gerum ráð fyrir því að það sé ekki pólitískur vilji til þess að breyta aðstæðum félagsins," segir Hörður. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Svo gæti farið að eina ættleiðingafélag Íslands hætti að taka við umsóknum á þessu ári vegna fjárskorts. Formaður segir félagið þurfa áttatíu milljónir aukalega frá ríkinu til að geta haldið rekstrinum áfram. Halli hefur verið á rekstri íslenskrar ættleiðingar undanfarin ár og því hefur ekki verið unnt að sinna öllum þeim skyldum sem stjórnvöld hafa tekið á sig með því að undirgangast alþjóðlega samninga, til að mynda að bjóða læknisþjónustu og sinna þjónustu eftir ættleiðingar. „Það er samdóma álit okkar og fulltrúa innanríkisráðuneytisins að þessi verkefni kosti 62 milljónir á ári og við erum einungis að fá brot af þeirri upphæð," segir Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar. Félaginu eru ætlaðar 9,2 milljónir á fjárlögum þessa árs og segir Hörður að útlit sé fyrir að ganga þurfi á varasjóði þess. „Það er erfitt að segja hvað tekur við en þegar sjóðirnir klárast þá kemur auðvitað að því að það verður að hætta að taka við umsóknum um ættleiðingar og það getur vel verið að það gerist þegar líður á árið," segir Hörður. Félagið er eina íslenska ættleiðingarfélagið og ef það leggur upp laupana geta ættleiðingar í raun ekki farið fram hér á landi. „Það er augljóst því það er bannað samkvæmt lögum að ættleiða nema með milligöngu ættleiðingarfélags," segir Hörður. 100 fjölskyldur eru á biðlista eftir ættleiðingu í dag en Hörður gerir ráð fyrir að umsóknum þeirra verði fylgt eftir ef allt fer á versta veg. Staðan verður rædd á fundi félagsins í kvöld en mál þess var tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi þann 9.mars síðastliðinn. „Við höfum engar fréttir af þeim fundi. Þannig að við gerum ráð fyrir því að það sé ekki pólitískur vilji til þess að breyta aðstæðum félagsins," segir Hörður.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira