Fótum kippt undan bónda í djúpum skít 11. desember 2012 05:30 „Þú sérð alltaf einhverja drulluklepra á kúm,“ segir bóndinn á Brúarreykjum sem kveður slæmt ástand í fjósi hans að morgni 8. nóvember síðastliðins hafa verið einsdæmi. Mynd/Matvælastofnun Íslands. Bjarni Bærings Bjarnason, bóndi á Brúarreykjum í Borgarfirði, segist beittur valdníðslu með afturköllun Matvælastofnunar á starfsleyfi kúabús hans. Fótum sé kippt undan fjárhag fjölskyldunnar. Hann hefur sótt aftur um leyfi og bíður svars. „Það á bara að drepa mann lifandi,“ segir Bjarni Bærings Bjarnason á Brúarreykjum í Borgarfirði sem sviptur hefur verið starfsleyfi fyrir kúabú sitt. „Þetta er bara valdníðsla af hálfu Matvælastofnunar,“ segir Bjarni sem kveður héraðsdýralækni Vesturlands hafa komið honum að óvörum að morgni 8. nóvember síðastliðins. „Það höfðu borið átta beljur í einum rykk sjötta og sjöunda nóvember. Þetta voru erfiðar fæðingar og ég hafði ekki sofið í tvo sólarhringa og hafði ekki þrifið og fjósið orðið drullugt,“ útskýrir Bjarni þá stöðu sem var í fjósinu að morgni 8. nóvember og sjá má af meðfylgjandi mynd. Steinþór Arnarson, lögfræðingur hjá Matvælastofnun, segir Brúarreyki hafa fengið margítrekaðan frest til úrbóta frá því býlið var tekið til eftirlits í fyrravetur. Í janúar á þessu ári hafi ekki verið jafn mikið af gripum í fjósinu og nú sé. Þeim hafi hins vegar fjölgað mikið og séu nú um níutíu þótt fjósið sé aðeins gert fyrir sextíu kýr. Steinþór kveður frávikin frá reglunum á Brúarreykjum ekki hafa verið alvarleg fyrr en 8. nóvember. „Það var greinilegt að mjaltirnar ganga ekki þannig fyrir sig að matvælaöryggi sé tryggt,“ segir hann. Aftur var farið í eftirlit á Brúarreyki 15. nóvember. „Þá var búið að þrífa og allt var í lagi nema það voru of margir gripir í fjósinu. Allt annað var í lagi,“ fullyrðir Bjarni. Steinþór segir aðra sögu. „Það var ekki orðið ásættanlegt og starfsleyfið var afturkallað,“ segir hann. Bjarni játar að kýrnar í fjósinu séu of margar samkvæmt reglum. Hann hafi leyft of mörgum gripum að lifa. Hann bendir á að áður fyrr hafi mátt vera með fleiri gripi en básar segja til um í lausagöngufjósum. „Það eru alltaf einhverjir gripir að éta og þeir sofa aldrei allir í einu svo það eru alltaf tuttugu til þrjátíu básar auðir.“ Auk þess sem Bjarni hefur ekki lengur leyfi til að selja frá sér mjólk má hann ekki senda gripi til slátrunar. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að nokkuð sé athugavert við kjöt eða mjólk frá Brúarreykjum. Steinþór segir afturköllun starfsleyfisins eiga að vera fyrirbyggjandi en Bjarni telur skrítið að þurfa að kasta mjólk sem sé fyrsta flokks og verða að farga úrvalskjöti í sveltandi heimi. „Hvaða bull er þetta í þjóðfélaginu?“ spyr Bjarni sem kveðst hafa sótt strax aftur um leyfi en ekki fengið svar. Hann er ekki bjartsýnn á hvað við taki ef búið endurheimtir ekki starfsleyfið. „Þá er það bara kúlan eða reipið.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Bjarni Bærings Bjarnason, bóndi á Brúarreykjum í Borgarfirði, segist beittur valdníðslu með afturköllun Matvælastofnunar á starfsleyfi kúabús hans. Fótum sé kippt undan fjárhag fjölskyldunnar. Hann hefur sótt aftur um leyfi og bíður svars. „Það á bara að drepa mann lifandi,“ segir Bjarni Bærings Bjarnason á Brúarreykjum í Borgarfirði sem sviptur hefur verið starfsleyfi fyrir kúabú sitt. „Þetta er bara valdníðsla af hálfu Matvælastofnunar,“ segir Bjarni sem kveður héraðsdýralækni Vesturlands hafa komið honum að óvörum að morgni 8. nóvember síðastliðins. „Það höfðu borið átta beljur í einum rykk sjötta og sjöunda nóvember. Þetta voru erfiðar fæðingar og ég hafði ekki sofið í tvo sólarhringa og hafði ekki þrifið og fjósið orðið drullugt,“ útskýrir Bjarni þá stöðu sem var í fjósinu að morgni 8. nóvember og sjá má af meðfylgjandi mynd. Steinþór Arnarson, lögfræðingur hjá Matvælastofnun, segir Brúarreyki hafa fengið margítrekaðan frest til úrbóta frá því býlið var tekið til eftirlits í fyrravetur. Í janúar á þessu ári hafi ekki verið jafn mikið af gripum í fjósinu og nú sé. Þeim hafi hins vegar fjölgað mikið og séu nú um níutíu þótt fjósið sé aðeins gert fyrir sextíu kýr. Steinþór kveður frávikin frá reglunum á Brúarreykjum ekki hafa verið alvarleg fyrr en 8. nóvember. „Það var greinilegt að mjaltirnar ganga ekki þannig fyrir sig að matvælaöryggi sé tryggt,“ segir hann. Aftur var farið í eftirlit á Brúarreyki 15. nóvember. „Þá var búið að þrífa og allt var í lagi nema það voru of margir gripir í fjósinu. Allt annað var í lagi,“ fullyrðir Bjarni. Steinþór segir aðra sögu. „Það var ekki orðið ásættanlegt og starfsleyfið var afturkallað,“ segir hann. Bjarni játar að kýrnar í fjósinu séu of margar samkvæmt reglum. Hann hafi leyft of mörgum gripum að lifa. Hann bendir á að áður fyrr hafi mátt vera með fleiri gripi en básar segja til um í lausagöngufjósum. „Það eru alltaf einhverjir gripir að éta og þeir sofa aldrei allir í einu svo það eru alltaf tuttugu til þrjátíu básar auðir.“ Auk þess sem Bjarni hefur ekki lengur leyfi til að selja frá sér mjólk má hann ekki senda gripi til slátrunar. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að nokkuð sé athugavert við kjöt eða mjólk frá Brúarreykjum. Steinþór segir afturköllun starfsleyfisins eiga að vera fyrirbyggjandi en Bjarni telur skrítið að þurfa að kasta mjólk sem sé fyrsta flokks og verða að farga úrvalskjöti í sveltandi heimi. „Hvaða bull er þetta í þjóðfélaginu?“ spyr Bjarni sem kveðst hafa sótt strax aftur um leyfi en ekki fengið svar. Hann er ekki bjartsýnn á hvað við taki ef búið endurheimtir ekki starfsleyfið. „Þá er það bara kúlan eða reipið.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira