Innlent

Segir fleiri í arnarvarpsskoðun

Erfitt hefur verið með arnarvarp á Breiðafirði undanfarin þrjú ár
Erfitt hefur verið með arnarvarp á Breiðafirði undanfarin þrjú ár .fréttablaðið/valgarð
Páll Kr. Pálsson stjórnarformaður Sæferða segir að það verði forvitnilegt að sjá hvernig yfirvöld taki á öðrum sjófarendum sem sigli um sömu svæði og þeir um Breiðafjörðinn.

„Það er að vissu leyti skiljanlegt að við séum teknir fyrir þar sem við erum stærstir en það eru náttúrulega fleiri að skoða á þessu sama svæði og við, bæði einstaklingar og ferðaþjónustuaðilar,“ segir hann. Hann sendi frá sér, fyrir hönd Sæferða, yfirlýsingu vegna skrifa á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands þar sem segir að Sæferðir hafi haft truflandi áhrif á arnarvarp í Breiðafirði. Umhverfisstofnun kærði Sæferðir nýlega fyrir að sigla með ferðamenn upp að arnarhreiðrum. Fyrirtækið hafði fengið leyfi til þess undanfarin þrettán ár en það leyfi var ekki veitt í ár. Hafði fyrirtækið gengið að því vísu að leyfið fengist og því hafið skoðunarferðir á arnarsvæðin áður en neitunin barst.

„Með yfirlýsingunni vildum við fyrst og fremst benda á að það er mikið hagsmunamál fyrir okkur að varp takist og eins það að það er engan veginn hægt að kenna ferðum Sæferða um að arnarvarp hafi misfarist við Breiðafjörð eins og reyndar um alla Vestfirði,“ segir Páll. - jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×