Innlent

Sveigði frá fuglum og valt

Bíll valt á Ólafsfjarðarvegi í morgun. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var orsök óhappsins sú að ökumaður reyndi að sveigja hjá fuglum sem voru á veginum.

Þetta hafði þær afleiðingar að ökumaður missti stjórn á bílnum og velti honum. Ekki urðu slys á fólki samkvæmt lögreglu.

Umferðarstofa vill koma því á framfæri að mikil hætta skapist þegar ökumenn bregðast svona við. Ekki er áætlunin að gera lítið úr viðleitni ökumanna að vernda og verja líf fugla sem á vegi þeirra verða.

Í þessu sambandi skal minnt á að mikilvægt er að horft sé vel og langt fram á vegin svo ekkert komi ökumanni skyndilega á óvart sem valdið getur óvæntum og hættulegum viðbrögðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×