Hrunið gerði ekki öll lán ólögleg Stígur Helgason skrifar 10. desember 2012 17:07 Þórður Bogason hæstaréttarlögmaður. „Hrun íslensks efnahagslífs breytti ekki öllum lánveitingum í ólögmæta gerninga," sagði Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar, í málflutningsræðu sinni í Vafningsmálinu sem hann lauk við í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Þórður talaði í tæpar tvær klukkustundir. Guðmundur, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, er ákærður ásamt Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, fyrir umboðssvik með því að hafa veitt Milesteone tíu milljarða ólögmætt lán í febrúar 2008. Þórður tók undir það sem fram kom í ræðu Óttars Pálssonar, verjanda Lárusar, og vísaði til hennar. Í ræðu sinni fór hann hins vegar, líkt og Óttar, afar hörðum orðum um rannsókn málsins. „Fyrir viku síðan hafði sækjandi þessa máls ekki hugmynd um hvað kæmi fram í vitnaleiðslum yfir tíu vitnum," sagði hann, með vísan til þeirra tíu vitna sem gáfu skýrslu í málinu í fyrsta sinn fyrir dómi í síðustu viku. Þórður sagði ljóst að skýringar skjólstæðings hans hefðu aldrei verið teknar til greina við rannsókn málsins. Hann hefði skilað ábendingum í greinargerðarformi en að þeim hefði verið stungið undir stól. „Það þýðir ekki að misbjóða virðulegum héraðsdómi með því að halda öðru fram," sagði Þórður. Enn fremur sagði Þórður að engin gögn í málinu bentu til þess að útborgun peningamarkaðsláns til Milestone 8. febrúar 2008 hefði verið borin undir ákærðu, og raunar ekki útborgun Vafningslánsins eftir helgina heldur. „Þetta bara gerist – algjörlega átómatískt," sagði hann.Bjuggu til glæp sem aldrei var framinn Þórður velti fyrir sér hversu trúverðugt það væri að hinir áhrifamiklu sakborningar í málinu hafi viljað fela lánveitingu til Milestone þegar fyrir liggi að þeir hefðu getað afgreitt slíkt mál sjálfir í fullu samræmi við lög. Sú fullyrðing rímar reyndar ekki við málatilbúnað ákæruvaldsins, sem telur að svo hátt lán til Milestone hefði verið ólöglegt á þessum tíma. „Hvers vegna í ósköpunum ættu þessir einstaklingar að vilja framkvæma eitthvað sem kallar á fimm ár í fangelsi? Þessi saga stenst ekki," sagði Þórður um upplegg sérstaks saksóknara. Hann bætti því við að svo virtist sem ákæruvaldið hefði eytt drjúgum tíma í að búa til glæp sem ekki hafi verið framinn. „Og langur rannsóknartími er auðvitað refsing í sjálfu sér," sagði hann. Hann sagði rannsóknina alla bera með sér að ákærðu væri í raun gert að sanna sakleysi sitt, sem bryti gegn reglunni um réttláta málsmeðferð. „Ég held að það sé alveg ljóst að við ákærðu er ekki að sakast í þessu máli," sagði Þórður, sem færði rök fyrir því að útilokað væri að Guðmundur Hjaltason hefði tekið ákvörðun um lánveitinguna til Milestone. „Ákæruvaldið er að etja saman fólki," sagði Þórður um þau orð Hólmsteins Gauta Sigurðssonar saksóknara að Lárus og Guðmundur hefðu sakað fyrrverandi undirmenn sína um falsanir. Vitnin hefðu mátt þola lítilsvirðandi yfirheyrslur fyrir dómi vegna þess í hve miklu skötulíki rannsóknin hefði verið. Að síðustu sagði Þórður refsikröfur saksóknara mjög ósanngjarnar. Saksóknari fór fram á fimm ára fangelsi yfir Guðmundi og fimm og hálft ár yfir Lárusi. Þórður telur að brotið – ef um brot sé að ræða – rúmist innan refsirammans utan um léttvægari umboðssvik. Réttast teldi hann að skilorðsbinda refsinguna ef til hennar kæmi. Hann sagði málið allt mjög sérstakt og reyna á ýtrasta þanþol réttarríkisins. Nú gefst saksóknara og verjendum kostur á andsvörum. Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Sjá meira
„Hrun íslensks efnahagslífs breytti ekki öllum lánveitingum í ólögmæta gerninga," sagði Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar, í málflutningsræðu sinni í Vafningsmálinu sem hann lauk við í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Þórður talaði í tæpar tvær klukkustundir. Guðmundur, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, er ákærður ásamt Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, fyrir umboðssvik með því að hafa veitt Milesteone tíu milljarða ólögmætt lán í febrúar 2008. Þórður tók undir það sem fram kom í ræðu Óttars Pálssonar, verjanda Lárusar, og vísaði til hennar. Í ræðu sinni fór hann hins vegar, líkt og Óttar, afar hörðum orðum um rannsókn málsins. „Fyrir viku síðan hafði sækjandi þessa máls ekki hugmynd um hvað kæmi fram í vitnaleiðslum yfir tíu vitnum," sagði hann, með vísan til þeirra tíu vitna sem gáfu skýrslu í málinu í fyrsta sinn fyrir dómi í síðustu viku. Þórður sagði ljóst að skýringar skjólstæðings hans hefðu aldrei verið teknar til greina við rannsókn málsins. Hann hefði skilað ábendingum í greinargerðarformi en að þeim hefði verið stungið undir stól. „Það þýðir ekki að misbjóða virðulegum héraðsdómi með því að halda öðru fram," sagði Þórður. Enn fremur sagði Þórður að engin gögn í málinu bentu til þess að útborgun peningamarkaðsláns til Milestone 8. febrúar 2008 hefði verið borin undir ákærðu, og raunar ekki útborgun Vafningslánsins eftir helgina heldur. „Þetta bara gerist – algjörlega átómatískt," sagði hann.Bjuggu til glæp sem aldrei var framinn Þórður velti fyrir sér hversu trúverðugt það væri að hinir áhrifamiklu sakborningar í málinu hafi viljað fela lánveitingu til Milestone þegar fyrir liggi að þeir hefðu getað afgreitt slíkt mál sjálfir í fullu samræmi við lög. Sú fullyrðing rímar reyndar ekki við málatilbúnað ákæruvaldsins, sem telur að svo hátt lán til Milestone hefði verið ólöglegt á þessum tíma. „Hvers vegna í ósköpunum ættu þessir einstaklingar að vilja framkvæma eitthvað sem kallar á fimm ár í fangelsi? Þessi saga stenst ekki," sagði Þórður um upplegg sérstaks saksóknara. Hann bætti því við að svo virtist sem ákæruvaldið hefði eytt drjúgum tíma í að búa til glæp sem ekki hafi verið framinn. „Og langur rannsóknartími er auðvitað refsing í sjálfu sér," sagði hann. Hann sagði rannsóknina alla bera með sér að ákærðu væri í raun gert að sanna sakleysi sitt, sem bryti gegn reglunni um réttláta málsmeðferð. „Ég held að það sé alveg ljóst að við ákærðu er ekki að sakast í þessu máli," sagði Þórður, sem færði rök fyrir því að útilokað væri að Guðmundur Hjaltason hefði tekið ákvörðun um lánveitinguna til Milestone. „Ákæruvaldið er að etja saman fólki," sagði Þórður um þau orð Hólmsteins Gauta Sigurðssonar saksóknara að Lárus og Guðmundur hefðu sakað fyrrverandi undirmenn sína um falsanir. Vitnin hefðu mátt þola lítilsvirðandi yfirheyrslur fyrir dómi vegna þess í hve miklu skötulíki rannsóknin hefði verið. Að síðustu sagði Þórður refsikröfur saksóknara mjög ósanngjarnar. Saksóknari fór fram á fimm ára fangelsi yfir Guðmundi og fimm og hálft ár yfir Lárusi. Þórður telur að brotið – ef um brot sé að ræða – rúmist innan refsirammans utan um léttvægari umboðssvik. Réttast teldi hann að skilorðsbinda refsinguna ef til hennar kæmi. Hann sagði málið allt mjög sérstakt og reyna á ýtrasta þanþol réttarríkisins. Nú gefst saksóknara og verjendum kostur á andsvörum.
Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Sjá meira