Liðsmaður Kansas City Chiefs myrti unnustu sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2012 10:00 Mynd tekin fyrir utan heimili Belcher í gær. Nordicphotos/Getty Jovan Belcher, leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-fótboltanum skaut unnustu sína til bana í gærmorgun. Skömmu síðar tók hann eigið líf. Samkvæmt Reuters fréttastofunni skaut Belcher, sem var 25 ára, unnustu sína sem var þremur árum yngri á heimili þeirra. Þaðan keyrði hann á æfingasvæði liðs síns og skaut sjálfan sig í þann mund sem lögreglumenn mættu á svæðið. „Þegar lögreglumennirnir mættu á svæðið og stigu úr bílnum heyrðu þeir byssuskot. Það lítur út fyrir að einstaklingurinn hafi tekið eigið líf,"sagði talsmaður lögreglunnar við fjölmiðla vestanhafs. Fram kom að þjálfari og framkvæmdastjóri félagsins hefðu verið viðstaddir sjálfsmorið. Belcher hafi hins vegar ekki ógnað þeim heldur þakkað fyrir velvild í sinn garð áður en hann miðaði skammbyssunni að eigin höfði. Talsmaður lögreglunnar staðfesti að hún hefði verið kölluð að heimili Belcher vegna skotárásar. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að Belcher og unnusta hans hafi átt þriggja mánaða gamla dóttur. Þá á móðir unnustu Belcher að hafa orðið vitni að morðinu og tilkynnt lögregluyfirvöldum. „Þetta er sorglegi hlutinn af sveitalífinu í landinu okkar. Skammbyssur eru úti um allt, fólk skýtur sjálft sig og aðra. Sá tími kemur að við verðum að ná stjórn á þessu vandamáli," sagði borgarstjórinn í Kansasborg. Ákveðið hefur verið að þrátt fyrir atburði gærdagsins muni leikur Kansas City Chiefs og Carolina Panthers í Kansasborg fara fram í kvöld. Belcher samdi við Chiefs árið 2009 eftir að hafa ekki hlotið náð fyrir augum liða í nýliðavali deildarinnar. Á hans öðru ári með liðinu vann hann sér fast sæti í liðinu. Belcher hafði byrjað tíu af ellefu leikjum tímabilsins. Erlendar Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Enski boltinn Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Hótað lífláti eftir klúður á ögurstundu Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Dagskráin: Körfuboltakvöld Extra fer yfir fyrstu leiki ársins Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Sjá meira
Jovan Belcher, leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-fótboltanum skaut unnustu sína til bana í gærmorgun. Skömmu síðar tók hann eigið líf. Samkvæmt Reuters fréttastofunni skaut Belcher, sem var 25 ára, unnustu sína sem var þremur árum yngri á heimili þeirra. Þaðan keyrði hann á æfingasvæði liðs síns og skaut sjálfan sig í þann mund sem lögreglumenn mættu á svæðið. „Þegar lögreglumennirnir mættu á svæðið og stigu úr bílnum heyrðu þeir byssuskot. Það lítur út fyrir að einstaklingurinn hafi tekið eigið líf,"sagði talsmaður lögreglunnar við fjölmiðla vestanhafs. Fram kom að þjálfari og framkvæmdastjóri félagsins hefðu verið viðstaddir sjálfsmorið. Belcher hafi hins vegar ekki ógnað þeim heldur þakkað fyrir velvild í sinn garð áður en hann miðaði skammbyssunni að eigin höfði. Talsmaður lögreglunnar staðfesti að hún hefði verið kölluð að heimili Belcher vegna skotárásar. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að Belcher og unnusta hans hafi átt þriggja mánaða gamla dóttur. Þá á móðir unnustu Belcher að hafa orðið vitni að morðinu og tilkynnt lögregluyfirvöldum. „Þetta er sorglegi hlutinn af sveitalífinu í landinu okkar. Skammbyssur eru úti um allt, fólk skýtur sjálft sig og aðra. Sá tími kemur að við verðum að ná stjórn á þessu vandamáli," sagði borgarstjórinn í Kansasborg. Ákveðið hefur verið að þrátt fyrir atburði gærdagsins muni leikur Kansas City Chiefs og Carolina Panthers í Kansasborg fara fram í kvöld. Belcher samdi við Chiefs árið 2009 eftir að hafa ekki hlotið náð fyrir augum liða í nýliðavali deildarinnar. Á hans öðru ári með liðinu vann hann sér fast sæti í liðinu. Belcher hafði byrjað tíu af ellefu leikjum tímabilsins.
Erlendar Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Enski boltinn Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Hótað lífláti eftir klúður á ögurstundu Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Dagskráin: Körfuboltakvöld Extra fer yfir fyrstu leiki ársins Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Sjá meira