Vilborg búin að ganga 180 kílómetra Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 3. desember 2012 20:28 Vilborg Arna pólfari segist hafa lent í ýmsum erfiðum aðstæðum á þeim tveimur vikum sem hún hefur skíðað á Suðurskautslandinu. Allt hafi hins vegar gengið vel og vonast hún til að vera komin á Suðurpólinn innan fjörutíu daga. Vilborg Arna Gissurardóttir er komin 180 kílómetra áleiðis í átt að Suðurpólnum en samtals mun hún ferðast yfir ellefu hundruð kílómetra og segir hún ferðalagið hingað til hafa gengið vel. „Maður gengur ekki alveg beina leið heldur þarf maður að krækja fyrir sprungur og það eru brekkur, hækkun og svoleiðis. En ég er komin yfir erfiðustu hjallana hvað það varðar," segir hún. Hún hefur núna gengið að meðaltali um 17 kílómetra á dag en þarf að koma sér upp í yfir tuttugu kílómetra á næstu dögum til að halda áætlun en ýmislegt getur komið uppá við þessar aðstæður. „Ég hef ekki lent í lífshættu eða þannig en ég hef lent í erfiðum aðstæðum eins og að fara yfir sprungur og leita að leiðum til að komast yfir sprungurnar af því maður getur ekki alltaf farið beinustu leið heldur þarf að finna tryggar snjóbrýr og þess háttar til að komast yfir. Ég þurfti að gera það í upphafi ferðar og það gat verið krefjandi." Þá hefur hún þurft að glíma við mikinn kulda og vindasamt veður undanfarna daga og um daginn brotnaði ein af tjaldsúlum hennar svo það tók hana mjög langan tíma að tjalda tjaldinu úti í fimbulkulda. „Það er ekki hættulegt í sjálfu sér en maður þarf að vera rólegur og klára að gera við og svoleiðis. Manni verður kalt á meðan en þeim mun betra að komast í tjaldið á eftir." Vilborg gengur til styrktar kvennadeild Landspítalans en hægt er að fylgjast með ferðinni og heita á hana á heimasíðunni lifsspor.is og hvetur hún fólk til þess. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Sjá meira
Vilborg Arna pólfari segist hafa lent í ýmsum erfiðum aðstæðum á þeim tveimur vikum sem hún hefur skíðað á Suðurskautslandinu. Allt hafi hins vegar gengið vel og vonast hún til að vera komin á Suðurpólinn innan fjörutíu daga. Vilborg Arna Gissurardóttir er komin 180 kílómetra áleiðis í átt að Suðurpólnum en samtals mun hún ferðast yfir ellefu hundruð kílómetra og segir hún ferðalagið hingað til hafa gengið vel. „Maður gengur ekki alveg beina leið heldur þarf maður að krækja fyrir sprungur og það eru brekkur, hækkun og svoleiðis. En ég er komin yfir erfiðustu hjallana hvað það varðar," segir hún. Hún hefur núna gengið að meðaltali um 17 kílómetra á dag en þarf að koma sér upp í yfir tuttugu kílómetra á næstu dögum til að halda áætlun en ýmislegt getur komið uppá við þessar aðstæður. „Ég hef ekki lent í lífshættu eða þannig en ég hef lent í erfiðum aðstæðum eins og að fara yfir sprungur og leita að leiðum til að komast yfir sprungurnar af því maður getur ekki alltaf farið beinustu leið heldur þarf að finna tryggar snjóbrýr og þess háttar til að komast yfir. Ég þurfti að gera það í upphafi ferðar og það gat verið krefjandi." Þá hefur hún þurft að glíma við mikinn kulda og vindasamt veður undanfarna daga og um daginn brotnaði ein af tjaldsúlum hennar svo það tók hana mjög langan tíma að tjalda tjaldinu úti í fimbulkulda. „Það er ekki hættulegt í sjálfu sér en maður þarf að vera rólegur og klára að gera við og svoleiðis. Manni verður kalt á meðan en þeim mun betra að komast í tjaldið á eftir." Vilborg gengur til styrktar kvennadeild Landspítalans en hægt er að fylgjast með ferðinni og heita á hana á heimasíðunni lifsspor.is og hvetur hún fólk til þess.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Sjá meira