Gríðarleg sprenging varð í bandarísku borginni Indianapolis í nótt. Einn er látinn hið minnsta og nokkrir slasaðir en svo virðist sem íbúðarhús við friðsæla götu í borginni hafi einfaldlega sprungið í tætlur.
Enn er óljóst um orsök sprengingarinnar en líkur eru taldar á gasleka. Sprengingin varð svo öflug að nærliggjandi hús stórskemmdust og eldur braust út víða í hverfinu. Um tíma var jafnvel talið að flugvél hefði hrapað á húsið en svo reyndist ekki vera.
Hús sprakk í tætlur
