Loðdýrabændur brosa út að eyrum Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2012 19:15 Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. Fjallað var um loðdýraræktina í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld en þeir Kristján Már Unnarsson og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður heimsóttu minkabændur í Skagafirði, bæði á Skörðugili og í Héraðsdal 2, en einnig var litið inn í fóðurstöðina á Sauðárkróki, sem bændurnir segja að sé lykilþáttur í starfsemi búanna á Norðurlandi. Stærsta minkabú Skagafjarðar er að Skörðugili en það er jafnframt næststærsta loðdýrabú á Íslandi. Það var árið 1981 sem Einar Gíslason stofnsetti loðdýrabúið en Einar sonur hans tók við búrekstrinum fyrir tólf árum en hann er jafnframt loðdýraræktarráðunautur. Litla loðdýrabúið, sem eitt sinn var, er nú vaxið upp í fyrirtæki með 160 milljóna króna ársveltu, fimm til sex stöðugildum, og nýju minkahúsin tvö eru að flatarmáli á stærð við knattspyrnuhöll. Feðgarnir segja að þetta sé háþróaður landbúnaður og í þættinum kom fram að tölvur og vélar eru nýttar til hins ítrasta til að létta mönnum störfin. Allt snýst þó um að rækta sem verðmætust skinn og þarna eru fimmtán mismunandi litaafbrigði ræktuð. Brún skinn eru þó meirihluti framleiðslunnar á Skörðugili. Jafnframt hafa orðið miklar framfarir i ræktunarstarfinu sem lýsa sér í því að íslenskir minkabændur hafa nú þrjú ár í röð fengið næsthæsta meðalverðið meðal þjóðanna á uppboðinu, - aðeins danskir bændur fá hærra verð. Einar yngri upplýsir okkur um að framleiðslukostnaður á hverju skinni sé nú um sexþúsund krónur. Þeir fá hins vegar yfir tíu þúsund krónur fyrir skinnið og það er því ágætur hagnaður þessi misserin. Staðan var hins vegar önnur og verri fyrir aldarfjórðungi en Einar eldri rifjaði það upp þegar hann fékk afurðalán miðað við fimm þúsund króna skinnaverð. Þegar hamarinn féll á uppboðinu var skinnaverðið fallið niður í 500 krónur. „Það vantaði bara eitt núll. Þá fékk maður að finna fyrir því. Með allar þessar skuldir, búinn að taka allt þetta lán en ekkert til að borga það," sagði Einar Gíslason. Á þessum árum var loðdýraræktin, ásamt fiskeldinu, úthrópuð sem mistök í atvinnuuppbyggingu. Loðdýrabændur nánast gengu með veggjum. „Svona hafa hlutirnir breyst," segir Einar. Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Fluttu til Íslands til að hefja minkarækt í Skagafirði Ungt danskt-íslenskt par, sem er að hasla sér völl í minkarækt á bænum Héraðsdal 2 í Skagafirði, var heimsótt í þættinum "Um land allt" , sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Hún er íslensk, Halla Ólafsdóttir frá Djúpavogi, en hann danskur, Jesper Bækgaard. Þau eiga fimm mánaða gamlan son, Jens Ólaf, en þau kynntust fyrir fimm árum þegar bæði voru við háskólanám í Árósum, þó engu sem tengist loðdýrum, en kaupin á minkabúinu var þeirra leið til að flytjast til Íslands. 11. nóvember 2012 16:30 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. Fjallað var um loðdýraræktina í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld en þeir Kristján Már Unnarsson og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður heimsóttu minkabændur í Skagafirði, bæði á Skörðugili og í Héraðsdal 2, en einnig var litið inn í fóðurstöðina á Sauðárkróki, sem bændurnir segja að sé lykilþáttur í starfsemi búanna á Norðurlandi. Stærsta minkabú Skagafjarðar er að Skörðugili en það er jafnframt næststærsta loðdýrabú á Íslandi. Það var árið 1981 sem Einar Gíslason stofnsetti loðdýrabúið en Einar sonur hans tók við búrekstrinum fyrir tólf árum en hann er jafnframt loðdýraræktarráðunautur. Litla loðdýrabúið, sem eitt sinn var, er nú vaxið upp í fyrirtæki með 160 milljóna króna ársveltu, fimm til sex stöðugildum, og nýju minkahúsin tvö eru að flatarmáli á stærð við knattspyrnuhöll. Feðgarnir segja að þetta sé háþróaður landbúnaður og í þættinum kom fram að tölvur og vélar eru nýttar til hins ítrasta til að létta mönnum störfin. Allt snýst þó um að rækta sem verðmætust skinn og þarna eru fimmtán mismunandi litaafbrigði ræktuð. Brún skinn eru þó meirihluti framleiðslunnar á Skörðugili. Jafnframt hafa orðið miklar framfarir i ræktunarstarfinu sem lýsa sér í því að íslenskir minkabændur hafa nú þrjú ár í röð fengið næsthæsta meðalverðið meðal þjóðanna á uppboðinu, - aðeins danskir bændur fá hærra verð. Einar yngri upplýsir okkur um að framleiðslukostnaður á hverju skinni sé nú um sexþúsund krónur. Þeir fá hins vegar yfir tíu þúsund krónur fyrir skinnið og það er því ágætur hagnaður þessi misserin. Staðan var hins vegar önnur og verri fyrir aldarfjórðungi en Einar eldri rifjaði það upp þegar hann fékk afurðalán miðað við fimm þúsund króna skinnaverð. Þegar hamarinn féll á uppboðinu var skinnaverðið fallið niður í 500 krónur. „Það vantaði bara eitt núll. Þá fékk maður að finna fyrir því. Með allar þessar skuldir, búinn að taka allt þetta lán en ekkert til að borga það," sagði Einar Gíslason. Á þessum árum var loðdýraræktin, ásamt fiskeldinu, úthrópuð sem mistök í atvinnuuppbyggingu. Loðdýrabændur nánast gengu með veggjum. „Svona hafa hlutirnir breyst," segir Einar.
Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Fluttu til Íslands til að hefja minkarækt í Skagafirði Ungt danskt-íslenskt par, sem er að hasla sér völl í minkarækt á bænum Héraðsdal 2 í Skagafirði, var heimsótt í þættinum "Um land allt" , sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Hún er íslensk, Halla Ólafsdóttir frá Djúpavogi, en hann danskur, Jesper Bækgaard. Þau eiga fimm mánaða gamlan son, Jens Ólaf, en þau kynntust fyrir fimm árum þegar bæði voru við háskólanám í Árósum, þó engu sem tengist loðdýrum, en kaupin á minkabúinu var þeirra leið til að flytjast til Íslands. 11. nóvember 2012 16:30 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Fluttu til Íslands til að hefja minkarækt í Skagafirði Ungt danskt-íslenskt par, sem er að hasla sér völl í minkarækt á bænum Héraðsdal 2 í Skagafirði, var heimsótt í þættinum "Um land allt" , sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Hún er íslensk, Halla Ólafsdóttir frá Djúpavogi, en hann danskur, Jesper Bækgaard. Þau eiga fimm mánaða gamlan son, Jens Ólaf, en þau kynntust fyrir fimm árum þegar bæði voru við háskólanám í Árósum, þó engu sem tengist loðdýrum, en kaupin á minkabúinu var þeirra leið til að flytjast til Íslands. 11. nóvember 2012 16:30