Erlent

Öryggisbrestur CIA: Viðhaldið hótaði hinu viðhaldinu

David Petraeus.
David Petraeus.
Vefsíða breska dagblaðsins Daily Mail greinir frá því í dag að ástæðan fyrir því að bandaríska alríkislögreglan hóf rannsókn á tölvupóstum David Petraeus, fyrrverandi forstjóra CIA, hafi verið sú að ævisöguritari hans, Paula Broadwell notaði póstfangið hans til þess að hóta hinu viðhaldinu Petraues.

Eins og fram hefur komið um helgina sagði David upp störfum á föstudaginn þegar í ljós kom að hann átti í ástarsambandi við Paulu, sem skrifaði ævisögu David, sem heitir All in.

Nú virðist sem svo að Paula hafi notað tölvupóst Petraeus, gmail hans það er að segja, til þess að senda ónadngreindri konu skilaboð sem innihéldu meðal annars skilaboð um að hún ættia ð halda sig fjarri David. Daily Mail fullyrðir að þessi skilaboð hafi ekki ratað á eiginkonu Petraeus, heldur konu, sem einnig er í bandaríska hernum.

Sú á að hafa tilkynnt um póstinn til yfirvalda en um leið og í ljós kom að pósturinn kom frá Petraeus fór FBI beint í málið og rannsakaði hugsanlegan öryggisbrest.

Í ljós kom að Petraeus hélt framhjá konu sinni sem varð til þess að hann sagði upp störfum síðasta föstudag. Þingnefnd bandaríska þingsins sem fer með málefni leyniþjónustunnar hefur kallað eftir svörum út af málinu og hvernig það æxlaðist að alríkislögreglan fór að grúska í póstinum hjá Petraeus.


Tengdar fréttir

Viðhaldið grunað um að hafa hótað annarri konu

Þingnefnd um bandarísku leyniþjónustuna, CIA, hefur óskað eftir upplýsingum um það hversvegna bandaríska alríkislögreglan hóf rannsókn á póstum David Petraeus sem sagði upp störfum sem forstjóri leyniþjónustunnar síðasta föstudag eftir að í ljós kom að hann var að halda fram hjá eiginkonu sinni til marga ára.

Hélt framhjá með ævisöguritaranum

Forstjóri öflugustu leyniþjónustu veraldar, CIA, hefur sagt upp störfum eftir að bandaríska alríkislögreglan komst að því að hann hélt framhjá konu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×