Erlent

Viðhaldið grunað um að hafa hótað annarri konu

Þingnefnd um bandarísku leyniþjónustuna CIA, hefur óskað eftir upplýsingum um það hversvegna bandaríska alríkislögreglan hóf rannsókn á póstum David Petraeus, sem sagði upp störfum sem forstjóri leyniþjónustunnar síðasta föstudag, eftir að í ljós kom að hann var að halda fram hjá eiginkonu sinni til marga ára með ævisöguritara sínum.

Framhjáhaldið kom í ljós þegar FBI skoðaði tölvupóstana hans, en samkvæmt AP fréttastofunni voru póstarnir til rannsóknar vegna hatursfullra tölvupósta sem viðhald Petraeus á að hafa sent annarri konu. Ekki hefur verið greint frá því hvernig þær tengjast. Sú sem fékk hótanirnar er hermaður eins og Petraeus.

Þingnefndin hefur óskað eftir svörum um málið og útilokar ekki heldur að Petraeus verði kallaður fyrir nefndina vegna rannsónkar á árásinni á bandaríska sendiráðið í Benghazi í Líbíu í september síðastliðnum sem enn stendur yfir.


Tengdar fréttir

Hélt framhjá með ævisöguritaranum

Forstjóri öflugustu leyniþjónustu veraldar, CIA, hefur sagt upp störfum eftir að bandaríska alríkislögreglan komst að því að hann hélt framhjá konu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×