Sidney, Elliot, og Jenson Deen eru þyngstu þríburar veraldar. Samanlögð þyngd þeirra var tæp 10 kíló við fæðingu og er um heimsmet að ræða í þeim efnum.
„Ég borðaði eins og hobbiti," sagði Brittany Deen, nýbökuð móðir frá Sacramento í Kalíforníu. „Ég borðaði á klukkutíma fresti, mikið af kaloríum, prótínum, mjólkurvörum og feitum mat."
„Þríburarnir voru getnir án allrar aðstoðar frá frjósemitækni. Líkurnar á að slíkt gerist eru einn á móti átta þúsund," sagði Dr. William M. Gilbert, fæðingalæknir á Suttler sjúkrahúsinu.
Brittany krafðist þess að fá að ganga með börnin í 37 vikur. Þannig fór hún gegn ráðum lækna.
„Við flýtum vanalega fæðingunni þegar konan á von á tveimur eða fleiri börnum enda er ávallt hætta á miklum blæðingum í slíkum tilfellum," sagði Dr. Gilbert.
Það er bandaríska fréttastofan ABC sem greinir frá þessu.
Risavaxnir þríburar slógu heimsmet
