Erlent

Fjarlægasta vetrarbraut alheimsins

Það tekur ljós frá vetrarbrautinni 13.3 milljarða ára að ferðast til jarðar.
Það tekur ljós frá vetrarbrautinni 13.3 milljarða ára að ferðast til jarðar. MYND/NASA
Hubble geimsjónaukinn hefur komið auga á fjarlægustu vetrarbraut sem sést hefur í alheimi hingað til.

Þetta einstaka fyrirbæri, sem hefur fengið nafnið MACS0647-JD, varpar ljósi á alheiminn þegar hann var aðeins 3 prósent af núverandi aldri sínum (13.7 milljarða ára).

Þetta þýðir að við sjáum vetrarbrautina eins og hún leit út um 420 milljón árum eftir Miklahvell.

Það tekur ljós frá vetrarbrautinni 13.3 milljarða ára að ferðast til jarðar. Í raun hentar ljósárið ekki sem mælieining þegar vegalengdir eru svo miklar. Nota vísindamenn því eininguna rauðvik. Þannig fer rauðvik þessa undarlega fyrirbæris upp í 11.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um MACS0647-JD, rauðvik og Hubble geimsjónaukanna á Stjörnufræðivefnum. Sem og á vefsvæði NASA

Lífskúnsterinn Nigel Tufnel myndi vafalaust vera heillaður af vetrarbrautinni MACS0647-JD.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×