Erlent

Bandaríkjamenn hamstra Twinkies

Twinkies.
Twinkies. MYND/AFP
Tilkynnt var á dögunum að bandaríska matvælafyrirtækið Hostess myndi leggja upp laupana. Tíðindin hafa skotið mörgum skelk í bringu enda framleiðir fyrirtækið eitt frægasta sætabrauð veraldar, Twinkies.

Þannig hafa fjölmargir Bandaríkjamenn hamstrað góðgætið síðustu daga. Twinkies er nú þegar uppselt í mörgum verslunum.

En þó svo að Hostess sé í nú gjaldþrotameðferð eru sérfræðingar sannfærðir um að Twinkies komi til með að standa Bandaríkjamönnum til boða um ókomna tíð.

Það er þó betra að hafa varann á og Twinkies selst nú sem aldrei fyrr. Þá er eftirspurnin svo mikil að fullur kassi af Twinkies er nú á uppboði á eBay. Lágmarsboð er 200 þúsund dollarar eða það sem nemur rúmlega 25 milljónum króna.

Góðu fréttirnir eru auðvitað þær að hillulíf Twinkies er rúmlega áratugur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×