Innlent

Niðurstaða vegna Guðlaugs-gagnanna fæst í dag

Gunnar Þ. Andersen.
Gunnar Þ. Andersen.
Dómari mun kveða upp úrskurð sinn í dag vegna kröfu verjanda Gunnars Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, um að saksóknari afli gagna um viðskipti Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og notið við sakamálið sem snýr að Gunnari.

Gunnar vill meina að hann verði að notast við gögnin til þess að útskýra ástæður þess að hann lak gögnunum til DV á sínum tíma.

Gunnar var ákærður fyrir brot á bankaleynd eins og kunnugt er, þegar hann kom upplýsingum úr Landsbankanum til Dagblaðsins.

Þetta átti sér stað á sama tíma og stjórn Fjármálaeftirlitsins var að reyna að segja honum upp störfum.

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hafnaði þeirri kröfu að afla gagnanna, og sagði meðal annars við réttarhöldin að hann ætti erfitt með að sjá að það væri nauðsynlegt fyrir vörn Gunnars að ákæruvaldiðaflaði þessari gagna. Að auki hefðu gögnin þegar lekið til fjölmiðla og því líklega ekkert nýtt í málinu að hans mati.

Uppkvaðning úrskurðar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×