Segir Bóas hafa verið kærðan fyrir stórfelld fjársvik 31. október 2012 11:36 Bóas Ragnar Bóasson rak meðal annars fyrirtækið Kúpon.is, en hann tengist því ekkert í dag. Hann er sagður hafa verið kærður fyrir stórfelld fjársvik, heimildir Vísis herma að þau nemi hundrað milljónir króna. Sigurður K. Kolbeinsson, eða Siggi eins og hann er kallaður í umdeildu myndbandi á Youtube, segir í yfirlýsingu sem hann sendi á fréttastofu að Bóas Ragnar Bóasson athafnamaður, sé ábyrgur fyrir myndbandinu þar sem fram koma alvarlegar ásakanir á hendur framkvæmdastjóra Landsbjargar, Guðmundar Arnar Jóhannssonar, sem hefur vikið tímabundið frá störfum vegna málsins. Sigurður er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Hótelbókanir í Kaupmannahöfn, hotelbokanir.is, en hann hefur einnig staðið fyrir tónleikum íslenskra hljómsveita í Danmörku þar sem hann er búsettur. Nafn hans ber á góma í fyrrnefndu myndbandi en hann segir í yfirlýsingunni að Bóas sæti lögreglurannsókn vegna kæru fyrir stórfellt skjalafals og meint fjársvik. Vísir hefur fengið það staðfest að Bóas hafi verið kærður og yfirheyrður vegna umræddra viðskipta. Í DV kemur fram að maðurinn á að hafa fengið 170 milljónir í lán frá mönnunum, meðal annars Guðmundi Erni, en samkvæmt heimildum Vísis rannsakar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu málið en ekki sérstakur saksóknari eins og Sigurður virðist halda. Er Bóas grunaður um að hafa stungið undan hundrað milljónum króna. Guðmundur Örn vill meina að myndbandið sé hefnd vegna kærunnar, og að Bóas hafi birt myndbandið með það að markmiði að fá Guðmund til þess að falla frá kæru. Von er á yfirlýsingu frá Guðmundi vegna málsins, en ekki hefur náðst í Bóas Ragnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þá hefur Guðmundur ekki útskýrt viðskiptin við Bóas frekar. Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, sagði í viðtali við Vísi i morgun að ekkert óeðlilegt hefði komið í ljós í yfirferð starfsmanna yfir bókhald félagsins. Guðmundur Örn er nú í tímabundnu leyfi og óvíst hvort hann snúi aftur. Hér fyrir neðan er yfirlýsing Sigurðar: Sá einstaklingur sem er höfundur þess efnis sem sent var til DV og valins hóps viðtakenda, þ.m.t. stjórnar Slysavarnafélagsins Landsbjargar, og beint var gegn framkvæmdastjóra samtakanna, sætir um þessar mundir lögreglurannsókn vegna kæru fyrir stórfenglegt skjalafals og meint fjársvik.Maðurinn heitir Bóas Ragnar Bóasson og meint brot hans eru talin varða við hegningarlög þar sem refsing getur varðað langri fangelsisvist. Það er mitt mat að nær hefði verið fyrir DV að kynna sér málið hjá Sérstökum Saksóknara áður en blaðaskrifum var hleypt af stokkunum. Tengdar fréttir Formaður Landsbjargar: Erum að lýsa upp í öll horn "Við erum bara að lýsa upp í öll horn,“ segir Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, en starfsfólk er búið að fara yfir bókhald félagsins og kanna hvort þar sé að finna eitthvað óeðlilegt, eftir að myndbandi um framkvæmdastjóra félagsins var birt á netinu. 31. október 2012 10:37 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Sigurður K. Kolbeinsson, eða Siggi eins og hann er kallaður í umdeildu myndbandi á Youtube, segir í yfirlýsingu sem hann sendi á fréttastofu að Bóas Ragnar Bóasson athafnamaður, sé ábyrgur fyrir myndbandinu þar sem fram koma alvarlegar ásakanir á hendur framkvæmdastjóra Landsbjargar, Guðmundar Arnar Jóhannssonar, sem hefur vikið tímabundið frá störfum vegna málsins. Sigurður er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Hótelbókanir í Kaupmannahöfn, hotelbokanir.is, en hann hefur einnig staðið fyrir tónleikum íslenskra hljómsveita í Danmörku þar sem hann er búsettur. Nafn hans ber á góma í fyrrnefndu myndbandi en hann segir í yfirlýsingunni að Bóas sæti lögreglurannsókn vegna kæru fyrir stórfellt skjalafals og meint fjársvik. Vísir hefur fengið það staðfest að Bóas hafi verið kærður og yfirheyrður vegna umræddra viðskipta. Í DV kemur fram að maðurinn á að hafa fengið 170 milljónir í lán frá mönnunum, meðal annars Guðmundi Erni, en samkvæmt heimildum Vísis rannsakar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu málið en ekki sérstakur saksóknari eins og Sigurður virðist halda. Er Bóas grunaður um að hafa stungið undan hundrað milljónum króna. Guðmundur Örn vill meina að myndbandið sé hefnd vegna kærunnar, og að Bóas hafi birt myndbandið með það að markmiði að fá Guðmund til þess að falla frá kæru. Von er á yfirlýsingu frá Guðmundi vegna málsins, en ekki hefur náðst í Bóas Ragnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þá hefur Guðmundur ekki útskýrt viðskiptin við Bóas frekar. Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, sagði í viðtali við Vísi i morgun að ekkert óeðlilegt hefði komið í ljós í yfirferð starfsmanna yfir bókhald félagsins. Guðmundur Örn er nú í tímabundnu leyfi og óvíst hvort hann snúi aftur. Hér fyrir neðan er yfirlýsing Sigurðar: Sá einstaklingur sem er höfundur þess efnis sem sent var til DV og valins hóps viðtakenda, þ.m.t. stjórnar Slysavarnafélagsins Landsbjargar, og beint var gegn framkvæmdastjóra samtakanna, sætir um þessar mundir lögreglurannsókn vegna kæru fyrir stórfenglegt skjalafals og meint fjársvik.Maðurinn heitir Bóas Ragnar Bóasson og meint brot hans eru talin varða við hegningarlög þar sem refsing getur varðað langri fangelsisvist. Það er mitt mat að nær hefði verið fyrir DV að kynna sér málið hjá Sérstökum Saksóknara áður en blaðaskrifum var hleypt af stokkunum.
Tengdar fréttir Formaður Landsbjargar: Erum að lýsa upp í öll horn "Við erum bara að lýsa upp í öll horn,“ segir Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, en starfsfólk er búið að fara yfir bókhald félagsins og kanna hvort þar sé að finna eitthvað óeðlilegt, eftir að myndbandi um framkvæmdastjóra félagsins var birt á netinu. 31. október 2012 10:37 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Formaður Landsbjargar: Erum að lýsa upp í öll horn "Við erum bara að lýsa upp í öll horn,“ segir Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, en starfsfólk er búið að fara yfir bókhald félagsins og kanna hvort þar sé að finna eitthvað óeðlilegt, eftir að myndbandi um framkvæmdastjóra félagsins var birt á netinu. 31. október 2012 10:37