Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2012 23:00 Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. Hún verður engu að síður næststærsta virkjun Grænlands. Fyrir Ístak hafa verkefni af þessu tagi reynst eins og himnasending í íslensku hallæri. Gísli H. Guðmundsson, staðarstjóri Ístaks á Grænlandi, segir að sókn fyrirtækisins í verkefni bæði á Grænlandi og í Noregi hafi skipt verulegu máli fyrir starfsemina. Tekist hafi að halda uppi veltu fyrirtækisins og tryggja starfsmönnum vinnu þrátt fyrir þá erfiðleika sem dundu yfir á Íslandi í hruninu. Ístak fékk verkið í alútboði sem þýddi að Íslendingar tóku að sér að hanna virkjunina. Það skóp vinnu hjá verkfræðistofum eins og Verkís og Eflu, fyrir verkfræðinga, tæknifræðinga og arkitekta. Fyrir undirverktaka, eins og Rafmiðlun hefur þetta einnig skipt sköpum en,fyrirtækið er með 35 manns í vinnu á Grænlandi við rafbúnað virkjunarinnar. Stór hluti af 12-13 milljarða króna verksamningi skilar sér inn í hagkerfi Íslands og áætlar Gísli H. Guðmundsson að 50-60% fari í íslenskar hendur. Á endanum verða það þó Grænlendingar sem græða mest á þeim verðmætum sem íslensk verkþekking er þarna að skapa, eins og forstjóri Orkustofnunar Grænlands, Henrik Estrup, lýsir. Hann stýrir Landsvirkjun þeirra Grænlendinga sem valdi Ístak þótt fyrirtækið hafi ekki boðið ódýrustu lausnina. Estrup segir að bygging vatnsaflsvirkjana hafi haft gríðarmikla þýðingu fyrir Grænland. Landið hafi verið þróast frá því að keyra alfarið á dísilrafstöðvum þar til nú með þessari virkjun að sjálfbær orkuframleiðsla fari upp í 70 prósent af raforkuþörf landsins. „Við spörum innflutning á olíu og svo losum við minna magn af koltvísýringi," segir Henrik Estrup. Hann lýsir mikilli ánægju með Ístak. Fyrirtækið hafi áður reist virkjun í Sisimiut, sem reynst hafi mjög vel, og þeir búist við því sama hér í Ilulissat. Áætlað er að fyrsta aflvélin verði gangsett í nóvember en það verður þó ekki fyrir undir lok næsta árs sem verkinu lýkur, verki sem Ístaksmenn telja mikla áskorun: „Að geta framkvæmt svona verk hér, langt frá heimahögum, á öruggan hátt, og í þessu tilviki erum við pínulítið að hjálpa til byggja upp grænlenskt samfélag, innviði þess, með þessari vatnsaflsvirkjun, og selja okkar íslensku verkþekkingu," segir staðarstjórinn Gísli H. Guðmundsson. Tengdar fréttir Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. 10. september 2012 20:15 Virkjunin gæti breyst í ísklump Virkjanagöng, sem Ístaksmenn bora á Grænlandi langt norðan heimskautsbaugs, liggja í svo köldu bergi að það virkar eins og frystikista. Það er því raunveruleg hætta á því að virkjunin geti frosið og orðið að ísklumpi. Þetta kemur fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 laust fyrir klukkan sjö í kvöld en þar verður fjallað um þær miklu áskoranir sem mæta íslenskum verktökum og verkfræðistofum við hönnun og smíði virkjunar skammt frá bænum Ilulissat við Diskóflóa. 11. september 2012 17:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. Hún verður engu að síður næststærsta virkjun Grænlands. Fyrir Ístak hafa verkefni af þessu tagi reynst eins og himnasending í íslensku hallæri. Gísli H. Guðmundsson, staðarstjóri Ístaks á Grænlandi, segir að sókn fyrirtækisins í verkefni bæði á Grænlandi og í Noregi hafi skipt verulegu máli fyrir starfsemina. Tekist hafi að halda uppi veltu fyrirtækisins og tryggja starfsmönnum vinnu þrátt fyrir þá erfiðleika sem dundu yfir á Íslandi í hruninu. Ístak fékk verkið í alútboði sem þýddi að Íslendingar tóku að sér að hanna virkjunina. Það skóp vinnu hjá verkfræðistofum eins og Verkís og Eflu, fyrir verkfræðinga, tæknifræðinga og arkitekta. Fyrir undirverktaka, eins og Rafmiðlun hefur þetta einnig skipt sköpum en,fyrirtækið er með 35 manns í vinnu á Grænlandi við rafbúnað virkjunarinnar. Stór hluti af 12-13 milljarða króna verksamningi skilar sér inn í hagkerfi Íslands og áætlar Gísli H. Guðmundsson að 50-60% fari í íslenskar hendur. Á endanum verða það þó Grænlendingar sem græða mest á þeim verðmætum sem íslensk verkþekking er þarna að skapa, eins og forstjóri Orkustofnunar Grænlands, Henrik Estrup, lýsir. Hann stýrir Landsvirkjun þeirra Grænlendinga sem valdi Ístak þótt fyrirtækið hafi ekki boðið ódýrustu lausnina. Estrup segir að bygging vatnsaflsvirkjana hafi haft gríðarmikla þýðingu fyrir Grænland. Landið hafi verið þróast frá því að keyra alfarið á dísilrafstöðvum þar til nú með þessari virkjun að sjálfbær orkuframleiðsla fari upp í 70 prósent af raforkuþörf landsins. „Við spörum innflutning á olíu og svo losum við minna magn af koltvísýringi," segir Henrik Estrup. Hann lýsir mikilli ánægju með Ístak. Fyrirtækið hafi áður reist virkjun í Sisimiut, sem reynst hafi mjög vel, og þeir búist við því sama hér í Ilulissat. Áætlað er að fyrsta aflvélin verði gangsett í nóvember en það verður þó ekki fyrir undir lok næsta árs sem verkinu lýkur, verki sem Ístaksmenn telja mikla áskorun: „Að geta framkvæmt svona verk hér, langt frá heimahögum, á öruggan hátt, og í þessu tilviki erum við pínulítið að hjálpa til byggja upp grænlenskt samfélag, innviði þess, með þessari vatnsaflsvirkjun, og selja okkar íslensku verkþekkingu," segir staðarstjórinn Gísli H. Guðmundsson.
Tengdar fréttir Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. 10. september 2012 20:15 Virkjunin gæti breyst í ísklump Virkjanagöng, sem Ístaksmenn bora á Grænlandi langt norðan heimskautsbaugs, liggja í svo köldu bergi að það virkar eins og frystikista. Það er því raunveruleg hætta á því að virkjunin geti frosið og orðið að ísklumpi. Þetta kemur fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 laust fyrir klukkan sjö í kvöld en þar verður fjallað um þær miklu áskoranir sem mæta íslenskum verktökum og verkfræðistofum við hönnun og smíði virkjunar skammt frá bænum Ilulissat við Diskóflóa. 11. september 2012 17:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. 10. september 2012 20:15
Virkjunin gæti breyst í ísklump Virkjanagöng, sem Ístaksmenn bora á Grænlandi langt norðan heimskautsbaugs, liggja í svo köldu bergi að það virkar eins og frystikista. Það er því raunveruleg hætta á því að virkjunin geti frosið og orðið að ísklumpi. Þetta kemur fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 laust fyrir klukkan sjö í kvöld en þar verður fjallað um þær miklu áskoranir sem mæta íslenskum verktökum og verkfræðistofum við hönnun og smíði virkjunar skammt frá bænum Ilulissat við Diskóflóa. 11. september 2012 17:45